Felldu niður styrk ranglega merktan trans fólki

Felldu niður styrk ranglega merktan trans fólki

600 þúsund dollara alríkisstyrkur til að rannsaka tíðarvörur var felldur niður eftir að hann var ranglega eyrnamerktur sem rannsókn á tíðahring trans fólks. 

Felldu niður styrk ranglega merktan trans fólki

Réttindabarátta hinsegin fólks | 6. apríl 2025

Bakslag hefur orðið í réttindum trans fólks eftir að Trump …
Bakslag hefur orðið í réttindum trans fólks eftir að Trump tók við embætti í byrjun árs. AFP

600 þúsund doll­ara al­rík­is­styrk­ur til að rann­saka tíðar­vör­ur var felld­ur niður eft­ir að hann var rang­lega eyrna­merkt­ur sem rann­sókn á tíðahring trans fólks. 

600 þúsund doll­ara al­rík­is­styrk­ur til að rann­saka tíðar­vör­ur var felld­ur niður eft­ir að hann var rang­lega eyrna­merkt­ur sem rann­sókn á tíðahring trans fólks. 

Styrk­ur­inn sem um ræðir var veitt­ur há­skóla í Louisi­ana.

Brooke Roll­ins land­búnaðarráðherra felldi styrk­inn niður í mars og sagði hann rang­lega vera styrk til þess að rann­saka „tíðahring trans karla“. 

Elon Musk fer fyr­ir sér­stakri stofn­un sem hef­ur það verk­efni að hagræða í rík­is­rekstri (DOGE). DOGE bás­únaði síðan til­kynn­ingu Roll­ins á vefsíðu sinni og sam­fé­lags­miðlin­um X. 

Reiði yfir því að ríkið væri að styrkja slíkt verk­efni varð svo mik­il á in­ter­net­inu að Sam­mi Kenn­e­dy, pró­fess­or­inn sem leiddi verk­efnið, var far­in að ótt­ast um ör­yggi sitt. 

„Mik­ill miss­ir fyr­ir kon­ur“

Verk­efnið, sem ber heitið „Proj­ect Farm to Fem­in­ine Hygiene“, átti að kanna mögu­leik­ana á að fram­leiða tíðavör­ur úr nátt­úru­leg­um efn­um. Þá fól verk­efnið einnig í sér fræðslu fyr­ir kon­ur og stúlk­ur um tíðahring­inn.

Í bréfi til Clay Higg­ins, þing­manns Louisi­ana, óskaði Sharon Donn­an eft­ir því að mis­skiln­ing­ur­inn yrði leiðrétt­ur og að styrk­ur­inn yrði áfram veitt­ur. Donn­an er ein af stofn­end­um Aca­di­an Brown Cott­on, fyr­ir­tæk­is sem hef­ur fram­leitt bóm­ull sem hef­ur verið nýtt til rann­sókna há­skól­ans. 

„Þetta er mik­ill miss­ir fyr­ir kon­ur,“ sagði Donn­an við AFP.

„Þetta ger­ir mig svo reiða að mig lang­ar að blóta.“

„Ekki rann­sókn á tíðahringn­um

Orðið „trans“ er ritað einu sinni í styrkjaum­sókn­inni fyr­ir verk­efnið þar sem seg­ir að trans karl­ar hafi sum­ir tíðir.

Há­skól­inn sagði í yf­ir­lýs­ingu að verk­efnið væri „ekki rann­sókn á tíðahringn­um“. Há­skól­inn neitaði AFP-frétta­veit­unni um viðtal. 

Bak­slag hef­ur orðið í rétt­ind­um trans fólks eft­ir að Trump tók við embætti í byrj­un árs.

Bannaði hann meðal ann­ars trans kon­um að taka þátt í íþrótt­um kvenna auk þess sem hann und­ir­ritaði til­skip­un þess efn­is að al­ríkið viður­kenndi ein­ung­is tvö kyn og að í banda­ríska hern­um yrði ekki leng­ur stuðst við það sem for­set­inn vís­ar til sem „trans-hug­mynda­fræði“.  

mbl.is