Málari verksins segir Trump hafa skaðað ferilinn

Málari verksins segir Trump hafa skaðað ferilinn

Listakonan sem málaði málverk af Donald Trump Bandaríkjaforseta, sem hann sagði vera „skrumskælingu“, sagði ummæli forsetans hafa skaðað feril hennar. 

Málari verksins segir Trump hafa skaðað ferilinn

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 6. apríl 2025

Málverkið var fjarlægt og sett í geymslu.
Málverkið var fjarlægt og sett í geymslu. AFP/Jason Connolly

Lista­kon­an sem málaði mál­verk af Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, sem hann sagði vera „skrum­skæl­ingu“, sagði um­mæli for­set­ans hafa skaðað fer­il henn­ar. 

Lista­kon­an sem málaði mál­verk af Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta, sem hann sagði vera „skrum­skæl­ingu“, sagði um­mæli for­set­ans hafa skaðað fer­il henn­ar. 

Mál­verkið var til sýn­is í rík­isþing­húsi Col­orado áður en verkið var fjar­lægt í mars í kjöl­far kvart­ana Trumps. 

„Eng­um lík­ar við slæma mynd af sér, en sú sem er í Col­orado af mér, í rík­isþing­hús­inu, sett upp af rík­is­stjór­an­um, ásamt öll­um öðrum for­set­um, er skrum­skæl­ing,“ sagði Trump í færslu á sam­fé­lags­miðli sín­um Truth Social. 

„Listamaður­inn gerði einnig mál­verk af for­seta Obama, og hann lít­ur frá­bær­lega út, en mynd­in af mér er sann­ar­lega sú versta.“

Trump sagði að lista­kon­an, Sarah Bo­ar­dm­an, „hlyti að hafa misst hæfi­leik­ann eft­ir því sem hún elt­ist“.

Mál­verkið var því tekið niður eft­ir að hafa verið til sýn­is í þing­hús­inu frá ár­inu 2019 og sett í geymslu.

Ekki skop­mynd

Í yf­ir­lýs­ingu á vefsíðu sinni sagðist Bo­ar­dm­an hafa vandað til verka og ekki gert skrum­skæl­ingu af for­set­an­um. Þá sagðist hún ekki hafa málað verkið eft­ir póli­tískri hlut­drægni og hvorki gefið í skyn eða gert skop­mynd af Trump.

„Trump for­seta er frjálst að gera at­huga­semd­ir, eins og okk­ur öll­um, en ásak­an­ir um að ég hafi vís­vit­andi „af­skræmt“ verkið, og að ég hafi misst hæfi­leik­ann eft­ir því sem ég elt­ist eru nú að hafa bein nei­kvæð áhrif á fer­il minn sem spann­ar yfir 41 ár.“

Fékk lof 

Bo­ar­dm­an bætti við að verkið hefði verið til sýn­is í þing­hús­inu í sex ár og að hún hefði „fengið yf­ir­gnæf­andi já­kvæða dóma“.

Eft­ir um­mæli Trumps hafi það hins veg­ar breyst til hins verra.

Auk þess að hafa málað verk af Trump og Obama þá málaði Bo­ar­dm­an verk af Geor­ge W. Bush.

Auk þess að hafa málað verk af Trump og Obama, …
Auk þess að hafa málað verk af Trump og Obama, þá málaði Bo­ar­dm­an verk af Geor­ge W. Bush. AFP
mbl.is