Fækkun gæti skilað milljarða tapi

Ferðamenn á Íslandi | 7. apríl 2025

Fækkun gæti skilað milljarða tapi

Ný tollastefna Donalds Trumps Bandaríkjaforseta getur haft neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna hér á landi. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þungt hljóð í sínum félagsmönnum. Fækkun bandarískra ferðamanna hérlendis gæti skilað sér í milljarða tapi í útflutningstekjum.

Fækkun gæti skilað milljarða tapi

Ferðamenn á Íslandi | 7. apríl 2025

Viðvörunarbjöllur eru á lofti í ferðaþjónustunni. Óttast fækkun bandarískra ferðamanna …
Viðvörunarbjöllur eru á lofti í ferðaþjónustunni. Óttast fækkun bandarískra ferðamanna hérlendis vegna áhrifa álagningar tolla. mbl.is/Eggert

Ný tolla­stefna Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta get­ur haft nei­kvæð áhrif á ferðaþjón­ust­una hér á landi. Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir þungt hljóð í sín­um fé­lags­mönn­um. Fækk­un banda­rískra ferðamanna hér­lend­is gæti skilað sér í millj­arða tapi í út­flutn­ings­tekj­um.

Ný tolla­stefna Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta get­ur haft nei­kvæð áhrif á ferðaþjón­ust­una hér á landi. Jó­hann­es Þór Skúla­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar, seg­ir þungt hljóð í sín­um fé­lags­mönn­um. Fækk­un banda­rískra ferðamanna hér­lend­is gæti skilað sér í millj­arða tapi í út­flutn­ings­tekj­um.

Fyrstu tollaaðgerðir Trumps tóku gildi á laug­ar­dag þar sem flestall­ar inn­flutt­ar vör­ur til Banda­ríkj­anna sæta nú 10% lág­mark­s­tolli, þar á meðal vör­ur frá Íslandi. Á miðviku­dag taka enn hærri toll­ar gildi fyr­ir 60 viðskipta­ríki lands­ins líkt og lönd Evr­ópu­sam­bands­ins, Jap­an og Kína.

Jó­hann­es seg­ir að ekki sé vitað ná­kvæm­lega hvaða áhrif tolla­setn­ing­in muni hafa á ferðahegðun Banda­ríkj­anna. Hann seg­ir að enn séum við að sjá ferðir banda­rískra ferðamanna sem voru bókaðar áður en Trump tók við völd­um í Hvíta hús­inu. Áhrif­in gætu farið að sýna sig seinni­hluta sum­ars og inn í haustið.

„Við sjá­um merki þess að það muni hafa áhrif til fækk­un­ar. Við sjá­um í gögn­um um kaup á ferðaþjón­ustu í heim­in­um að Banda­ríkja­menn eru að halda aft­ur af sér og bíða og sjá. Ég held að við get­um gert ráð fyr­ir því að ferðalög Banda­ríkja­manna muni minnka í haust ef ekk­ert breyt­ist í þessu eða þetta vind­ur upp á sig,” seg­ir Jó­hann­es.

Banda­rísk­ir ferðamenn eru um þriðjung­ur ferðamanna sem koma til lands­ins ár­lega og eru rúm­lega þriðjung­ur af verðmæta­sköp­un ferðaþjón­ust­unn­ar. Jó­hann­es seg­ir að muni banda­rísk­um ferðamönn­um fækka er það fljótt að hafa áhrif á heild­ar­verðmæt­in í ferðaþjón­ustu á Íslandi.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

mbl.is