Hátt í 400 milljarðar í markaðsvirði fuðrað upp

Hátt í 400 milljarðar í markaðsvirði fuðrað upp

Fleiri hundruð milljarðar hafa fuðrað upp í markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Íslandi í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umfangsmikla tolla í síðustu viku.

Hátt í 400 milljarðar í markaðsvirði fuðrað upp

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 7. apríl 2025

Steypiregn hefur verið á mörkuðum síðustu daga.
Steypiregn hefur verið á mörkuðum síðustu daga. Samsett mynd

Fleiri hundruð millj­arðar hafa fuðrað upp í markaðsvirði skráðra hluta­bréfa á Íslandi í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti um um­fangs­mikla tolla í síðustu viku.

Fleiri hundruð millj­arðar hafa fuðrað upp í markaðsvirði skráðra hluta­bréfa á Íslandi í kjöl­far þess að Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti um um­fangs­mikla tolla í síðustu viku.

Á miðviku­dags­kvöld í síðustu viku til­kynnti Trump 10% lág­mark­s­toll á all­an inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna sem og hærri tolla á fjöld­ann all­an af viðskiptaþjóðum Banda­ríkj­anna.

Markaðsvirði skráðra hluta­bréfa á Íslandi hef­ur lækkað um 381.810.117.167 krón­ur síðan á fimmtu­dag­inn sam­kvæmt svör­um frá Kaup­höll­inni.  Um það bil helm­ing­inn af þess­ari tölu má rekja til lækk­un­ar hjá JBT Mar­el.

Strax dag­inn eft­ir til­kynn­ingu Trumps byrjuðu hluta­bréfa­verð að hrynja á mörkuðum um heim all­an og hélt það áfram á föstu­dag­inn og í dag.

Úrvals­vísi­tal­an lækkaði um 3,26%

Úrvals­vísi­tal­an á Íslandi lækkaði um 3,26% í dag og var tölu­vert um viðskipti. 

Gengi hluta­bréfa flug­fé­lags­ins Play lækkaði mest í dag eða um 8,55% á sama tíma og gengi Icelanda­ir hækkaði um 1,61%.

Gengi hluta­bréfa hækkaði hjá þrem­ur fé­lög­um á markaði í dag en það lækkaði hjá 25 fé­lög­um. Hluta­bréfa­verð í Sýn lækkaði veru­lega eða um 7,09% og þá lækkaði gengi hluta­bréfa í JBT Mar­el um 6,38%.

mbl.is