Fleiri hundruð milljarðar hafa fuðrað upp í markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Íslandi í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umfangsmikla tolla í síðustu viku.
Fleiri hundruð milljarðar hafa fuðrað upp í markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Íslandi í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umfangsmikla tolla í síðustu viku.
Fleiri hundruð milljarðar hafa fuðrað upp í markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Íslandi í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti um umfangsmikla tolla í síðustu viku.
Á miðvikudagskvöld í síðustu viku tilkynnti Trump 10% lágmarkstoll á allan innflutning til Bandaríkjanna sem og hærri tolla á fjöldann allan af viðskiptaþjóðum Bandaríkjanna.
Markaðsvirði skráðra hlutabréfa á Íslandi hefur lækkað um 381.810.117.167 krónur síðan á fimmtudaginn samkvæmt svörum frá Kauphöllinni. Um það bil helminginn af þessari tölu má rekja til lækkunar hjá JBT Marel.
Strax daginn eftir tilkynningu Trumps byrjuðu hlutabréfaverð að hrynja á mörkuðum um heim allan og hélt það áfram á föstudaginn og í dag.
Úrvalsvísitalan á Íslandi lækkaði um 3,26% í dag og var töluvert um viðskipti.
Gengi hlutabréfa flugfélagsins Play lækkaði mest í dag eða um 8,55% á sama tíma og gengi Icelandair hækkaði um 1,61%.
Gengi hlutabréfa hækkaði hjá þremur félögum á markaði í dag en það lækkaði hjá 25 félögum. Hlutabréfaverð í Sýn lækkaði verulega eða um 7,09% og þá lækkaði gengi hlutabréfa í JBT Marel um 6,38%.