Post Malone á stefnumóti í París

Poppkúltúr | 7. apríl 2025

Post Malone á stefnumóti í París

Söngvarinn, rapparinn og lagahöfundurinn, Austin Richard Post eða Post Malone, sást á götum borgar ástarinnar, Parísar, með nýrri kærustu. 

Post Malone á stefnumóti í París

Poppkúltúr | 7. apríl 2025

Tilhugalífið hjá Post Malone er í sviðsljósinu þessa dagana.
Tilhugalífið hjá Post Malone er í sviðsljósinu þessa dagana. INA FASSBENDER/AFP

Söngv­ar­inn, rapp­ar­inn og laga­höf­und­ur­inn, Aust­in Rich­ard Post eða Post Malone, sást á göt­um borg­ar ástar­inn­ar, Par­ís­ar, með nýrri kær­ustu. 

Söngv­ar­inn, rapp­ar­inn og laga­höf­und­ur­inn, Aust­in Rich­ard Post eða Post Malone, sást á göt­um borg­ar ástar­inn­ar, Par­ís­ar, með nýrri kær­ustu. 

Orðróm­ur hef­ur verið á kreiki um að Post Malone sé kom­inn með nýja kær­ustu og fékkst ágæt­is staðfest­ing á því um helg­ina þegar rapp­ar­inn fór á stefnu­mót með Christy Lee. Áður átti hann í löngu sam­bandi með unn­ustu sinni Jamie og á með henni tveggja ára dótt­ur. Þau hættu sam­an í lok síðasta árs.

Post Malone hélt í kú­rek­ann, sem hann er, og klædd­ist aðsniðnum grá­um jakka­föt­um, í skyrtu og með hvítt silki­bindi. Á höfðinu bar hann kú­reka­hatt. 

Stefnu­mótið í Par­ís bar að aðeins fáum mánuðum eft­ir kvöld­verð í Róm, þaðan sem orðróm­ur um að þau væru par spratt upp. Mánuði síðar voru þau stödd sam­an á bar í Ida­ho en stutt mynd­skeið af þeim fór í dreif­ingu á TikT­ok í byrj­un mars.

Rapp­ar­inn hef­ur ávallt haldið nafni fyrr­ver­andi unn­ustu sinn­ar og dótt­ur leyndu fyr­ir fjöl­miðlum og hef­ur enn ekk­ert gefið upp um sam­bands­slit­in.

E News

mbl.is