„Rannsóknin ekki flókin“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

„Rannsóknin ekki flókin“

„Mál mannsins er í rannsókn og mér líst þannig á það að sú rannsókn sé ekki flókin og hefur sinn gang.“

„Rannsóknin ekki flókin“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

Lögreglan að störfum við Grindavík í síðustu viku.
Lögreglan að störfum við Grindavík í síðustu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mál manns­ins er í rann­sókn og mér líst þannig á það að sú rann­sókn sé ekki flók­in og hef­ur sinn gang.“

„Mál manns­ins er í rann­sókn og mér líst þannig á það að sú rann­sókn sé ekki flók­in og hef­ur sinn gang.“

Þetta seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, við mbl.is, spurður út í mál Her­manns Ólafs­son­ar, Grind­vík­ings og fyrr­ver­andi for­stjóra út­gerðar- og fisk­vinnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Stakka­vík­ur, sem var hand­tek­inn fyr­ir að beina byssu að björg­un­ar­sveit­ar­manni í Grinda­vík fyr­ir viku síðan, skömmu eft­ir að eld­gos hófst á Sund­hnúkagígaröðinni.

Úlfar seg­ir að ekki hafi verið gef­in út ákæra á hend­ur Her­manni enda sé rann­sókn máls­ins ekki lokið.

Her­mann sagði í sam­tali við mbl.is eft­ir hand­tök­una að það hafi verið hauga­lygi að hann hafi beint byssu að björg­un­ar­sveit­ar­mann­in­um.

„Þetta var versti dag­ur í mínu lífi,“ sagði Her­mann við mbl.is. Hann sagði að björg­un­ar­sveit­armaður­inn hafi beðið um að fá að taka mynd og hann hafi þá í gríni stungið hagla­byssu upp í loftið, viðstödd­um til mik­ill­ar skemmt­un­ar, að því er hann sagði.

mbl.is