„Skýr merki um áframhaldandi landris“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

„Skýr merki um áframhaldandi landris“

„Það eru alveg skýr merki um áframhaldandi landris og þar með væntanlega kvikuinnflæði undir Svartsengi,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is.

„Skýr merki um áframhaldandi landris“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 7. apríl 2025

Horft yfir hraunið þar sem það liggur við varnargarð norður …
Horft yfir hraunið þar sem það liggur við varnargarð norður af Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru al­veg skýr merki um áfram­hald­andi landris og þar með vænt­an­lega kviku­inn­flæði und­ir Svartsengi,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Það eru al­veg skýr merki um áfram­hald­andi landris og þar með vænt­an­lega kviku­inn­flæði und­ir Svartsengi,“ seg­ir Bene­dikt Gunn­ar Ófeigs­son, fag­stjóri af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Vika er nú liðin frá því átt­unda eld­gosið braust út á Sund­hnúkagígaröðinni síðan gos­hrin­an þar hófst í des­em­ber 2023. Þetta var stysta eld­gosið í hrin­unni en það stóð yfir í um sex klukku­stund­ir.

Bene­dikt seg­ir að dregið hafi úr allri virkni á gang­in­um.

„Lík­lega er þetta byrjað að fara í gamla gír­inn þar sem við sjá­um landris en við eig­um eft­ir að sjá hvernig landrisið þró­ast á næstu vik­um. Það er því fullsnemmt að fara að meta hraðann á kviku­inn­flæðinu,“ seg­ir Bene­dikt.

Bene­dikt seg­ir að inn­flæðið sé alltaf hraðara strax eft­ir at­b­urð en ekki sé hægt segja hversu mikið hraðara það er og mögu­lega þurfi að bíða í nokkr­ar vik­ur til að meta frek­ari þróun kviku­söfn­un­ar und­ir Svartsengi.

Hann seg­ir að skjálfta­virkn­in hafi dottið veru­lega niður við Reykja­nestá og Trölla­dyngju en tveim­ur dög­um eft­ir að eld­gos­inu lauk við Sund­hnúkagígaröðina hófst skjálfta­hrina á þess­um svæðum.

„Við erum að sjá ein­hverja virkni við Trölla­dyngju en hún er miklu minni en hún var. Þetta eru svo­kallaðir gikk­skjálft­ar vegna spennu­breyt­inga og það er ljóst að eld­gosið kom af stað tals­verðri skjálfta­hrinu á þess­um stöðum,“ seg­ir hann.

Þá var vart við tals­verðan óróa á Torfa­jök­uls­svæðinu um helg­ina. Bene­dikt seg­ir að það sé ekki óþekkt að skjálft­ar mæl­ist á þessu svæði og tals­verð virkni.

„Það er of snemmt að segja til um það hvað þarna í gangi og hvort þetta sé bara stak­ur at­b­urður. Und­an­far­in ár hafa verið merki um aukna virkni við Torfa­jök­ul og við fylgj­umst vel með því hvernig þetta þró­ast. Þetta eru óvenjumarg­ir skjálft­ar í einu og ég man ekki eft­ir svona mörg­um skjálft­um á Torfa­jök­uls­svæðinu,“ seg­ir Bene­dikt.

Bene­dikt seg­ir langlík­leg­ast að sjálft­arn­ir teng­ist breyt­ing­um í há­hita­kerfi á svæðinu. Hann seg­ir að það hafi mælst landris á svæðinu fyr­ir tveim­ur árum en það sé ekki leng­ur í gangi. Síðasta gos í Torfa­jökli varð árið 1477 og myndaði þá Lauga­hraun og Náms­hraun.

mbl.is