Stefnum í „efnahagslegan kjarnorkuvetur“

Stefnum í „efnahagslegan kjarnorkuvetur“

Bandamenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á borð við Elon Musk og Bill Ackman gjalda varhug við tollum Trumps.

Stefnum í „efnahagslegan kjarnorkuvetur“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 7. apríl 2025

Ackman hefur fordæmt tollana harðlega.
Ackman hefur fordæmt tollana harðlega. Samsett mynd

Banda­menn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á borð við Elon Musk og Bill Ackm­an gjalda var­hug við toll­um Trumps.

Banda­menn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á borð við Elon Musk og Bill Ackm­an gjalda var­hug við toll­um Trumps.

Elon Musk, sem hef­ur unnið mjög náið með for­set­an­um, hef­ur ekki bein­lín­is for­dæmt toll­ana en í dag deildi hann mynd­skeiði af hag­fræðingn­um Milt­on Friedm­an út­skýra af hverju fríversl­un væri góð og kosti þess að flytja inn vör­ur.

Á ít­ölsk­um stjórn­málaviðburði á laug­ar­dag­inn hvatti Musk til auk­inn­ar fríversl­un­ar og að Evr­ópa og Banda­rík­in ættu að fella niður alla tolla.

Óhóf­leg­ir toll­ar

Fjár­fest­ir­inn Bill Ackm­an, sem studdi Trump í kosn­inga­bar­átt­unni á síðasta ári, hvatti til 90 daga hlés og varaði við „efna­hags­leg­um kjarn­orku­vetri“.

Í færslu sinni á X tók Ackm­an und­ir rök Trumps um að alþjóðlega viðskipta­kerfið væri Banda­ríkj­un­um í óhag. En hann sagði að toll­ar Trumps væru „gríðarleg­ir og óhóf­leg­ir“ og gerðu ekki grein­ar­mun á vin­um og óvin­um Banda­ríkj­anna.

„For­set­inn hef­ur tæki­færi á mánu­dag­inn til að kalla eft­ir hléi og fá tíma til að leiðrétta ósann­gjarnt tolla­kerfi. Að öðrum kosti stefn­um við í sjálf­skapaðan efna­hags­leg­an kjarn­orku­vet­ur og ætt­um að fara að búa okk­ur und­ir það versta,“ sagði Ackm­an.

Mun draga úr hag­vexti

Í dag tók Trump fyr­ir hug­mynd Ackm­ans um að fresta gildis­töku toll­ana.

For­stjóri JP­Morg­an Chase, Jamie Dimon, varaði einnig við því að toll­arn­ir gætu aukið verðbólgu og hægt á hag­vexti, nema tekið yrði á mál­inu með festu.

„Hvort að þessi mat­seðill af toll­um muni valda sam­drætti er óljóst, en hann mun hægja á hag­vexti,“ skrifaði Dimon í bréfi til hlut­hafa. 

Jamie Dimon, forstjóri JPMorgan Chase.
Jamie Dimon, for­stjóri JP­Morg­an Chase. AFP

Ax­i­os

For­bes

mbl.is