Bandamenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á borð við Elon Musk og Bill Ackman gjalda varhug við tollum Trumps.
Bandamenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á borð við Elon Musk og Bill Ackman gjalda varhug við tollum Trumps.
Bandamenn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á borð við Elon Musk og Bill Ackman gjalda varhug við tollum Trumps.
Elon Musk, sem hefur unnið mjög náið með forsetanum, hefur ekki beinlínis fordæmt tollana en í dag deildi hann myndskeiði af hagfræðingnum Milton Friedman útskýra af hverju fríverslun væri góð og kosti þess að flytja inn vörur.
Á ítölskum stjórnmálaviðburði á laugardaginn hvatti Musk til aukinnar fríverslunar og að Evrópa og Bandaríkin ættu að fella niður alla tolla.
Fjárfestirinn Bill Ackman, sem studdi Trump í kosningabaráttunni á síðasta ári, hvatti til 90 daga hlés og varaði við „efnahagslegum kjarnorkuvetri“.
Í færslu sinni á X tók Ackman undir rök Trumps um að alþjóðlega viðskiptakerfið væri Bandaríkjunum í óhag. En hann sagði að tollar Trumps væru „gríðarlegir og óhóflegir“ og gerðu ekki greinarmun á vinum og óvinum Bandaríkjanna.
„Forsetinn hefur tækifæri á mánudaginn til að kalla eftir hléi og fá tíma til að leiðrétta ósanngjarnt tollakerfi. Að öðrum kosti stefnum við í sjálfskapaðan efnahagslegan kjarnorkuvetur og ættum að fara að búa okkur undir það versta,“ sagði Ackman.
Í dag tók Trump fyrir hugmynd Ackmans um að fresta gildistöku tollana.
Forstjóri JPMorgan Chase, Jamie Dimon, varaði einnig við því að tollarnir gætu aukið verðbólgu og hægt á hagvexti, nema tekið yrði á málinu með festu.
„Hvort að þessi matseðill af tollum muni valda samdrætti er óljóst, en hann mun hægja á hagvexti,“ skrifaði Dimon í bréfi til hluthafa.