Tilefni til að hafa áhyggjur

Tilefni til að hafa áhyggjur

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir samtökin fylgjast vel með stöðu mála og hvetja stjórnvöld til að verja hagsmuni Íslands á alþjóðavettvangi. Þá sé ekki rétti tímapunkturinn núna til að skattleggja atvinnugreinar með þeim hætti að það skaði samkeppnishæfni íslenskra útflutningsgreina.

Tilefni til að hafa áhyggjur

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 7. apríl 2025

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vel sé …
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vel sé fylgst með ákvörðunum Trumps Bandaríkjaforseta. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/AFP

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir sam­tök­in fylgj­ast vel með stöðu mála og hvetja stjórn­völd til að verja hags­muni Íslands á alþjóðavett­vangi. Þá sé ekki rétti tíma­punkt­ur­inn núna til að skatt­leggja at­vinnu­grein­ar með þeim hætti að það skaði sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­flutn­ings­greina.

Sig­ríður Mar­grét Odds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir sam­tök­in fylgj­ast vel með stöðu mála og hvetja stjórn­völd til að verja hags­muni Íslands á alþjóðavett­vangi. Þá sé ekki rétti tíma­punkt­ur­inn núna til að skatt­leggja at­vinnu­grein­ar með þeim hætti að það skaði sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­flutn­ings­greina.

Þetta seg­ir Sig­ríður í sam­tali við mbl.is er hún er innt eft­ir viðbrögðum um hrun markaða víðs veg­ar um heim.

Fylgj­ast með aðgerðum Evr­ópu­sam­bands­ins

„Það sem að allt at­vinnu­lífið er að velta fyr­ir sér núna er hvað sé að ger­ast og hvaða áhrif toll­ar Banda­ríkj­anna sem og viðbrögð annarra hag­kerfa muni koma til með að hafa á eft­ir­spurn, fram­boð, hliðrun viðskipta á milli markaða, geng­is­breyt­ing­ar gjald­miðla og vilja til fjár­fest­inga svo eitt­hvað sé nefnt,“ seg­ir Sig­ríður.

Hún seg­ir Banda­rík­in og Evr­ópu­sam­bandið vera tvö stærstu hag­kerfi sem Ísland eigi í viðskipta­sam­bandi við. Því sé nauðsyn­legt að fylgj­ast vel með og afla upp­lýs­inga en sam­tök­in eru t.a.m. með ráðgjafa­fyr­ir­tæki í Brus­sel sem upp­lýs­ir um kom­andi aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins (ESB).

Mik­il­vægt að Ísland sé inn­an vernd­ar­ráðstaf­ana

Þá hvetja sam­tök­in ís­lensk stjórn­völd til að sinna hags­muna­gæslu Íslands á alþjóðavett­vangi.

„Það er al­veg ljóst að það er til­efni til að taka þessu al­var­lega og hafa áhyggj­ur.“

Hún seg­ir nú mikla óvissu ríkja og að það skipti miklu máli að fylgj­ast vel með þeim aðgerðum sem ESB mun grípa til sem bú­ist er við að séu tvíþætt­ar: Ann­ars veg­ar mót­vægisaðgerðir gegn Banda­ríkj­un­um og hins veg­ar vernd­ar­ráðstaf­an­ir sem gætu haft áhrif á vöru­sölu Íslands til sam­bands­ins.

Þá skipti miklu máli að Ísland sé inn­an þeirra vernd­ar­ráðstaf­ana og að ekki verði tekn­ir upp toll­ar eða viðskipta­hindr­an­ir inn­an innri markaðar­ins á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Von­ast til að samn­ing­ar ná­ist

Seg­ir Sig­ríður það þó hafa verið skýrt í mál­flutn­ingi Evr­ópu­sam­bands­ins að sam­bandið vilji semja við Banda­rík­in.

„Það er auðvitað já­kvætt og við von­um auðvitað að það tak­ist,“ seg­ir Sig­ríður en hún ít­rek­ar þó að nú sé tíma­bil óvissu. 

Störf í húfi

„Það sem við vit­um er að toll­ar eru skatt­ar. Þeir eru slæm­ir fyr­ir fyr­ir­tæki og verri fyr­ir neyt­end­ur. Þeir geta truflað aðfanga­keðju og valdið óvissu. Þannig þegar við erum að tala um tolla­stríð þá þýðir það ein­fald­lega að störf eru í húfi, verð mun hækka og fyr­ir­tæki þurfa að meta áhrif­in af bein­um toll­um á sín eig­in viðskipta­sam­bönd og sína eig­in markaði.“

Hún nefn­ir þó að ís­lenskt at­vinnu­líf hafi áður sýnt mikla seiglu er það hef­ur farið í gegn­um óvissu­tíma­bil og seg­ir að það sé mik­il­vægt að muna að til lengri tíma sé Ísland í öf­undsverðri stöðu.

Landið hafi næg­ar auðlind­ir, bæði mannauð sem og nátt­úru­auðlind­ir. Einnig sé landið með vel fjár­magnað líf­eyri­s­kerfi, búi við mikið jafn­rétti og mik­inn tekju- og eign­ar­jöfnuð.

Ekki rétti tíma­punkt­ur­inn fyr­ir grund­vall­ar­breyt­ing­ar

„Það sem skipt­ir svo miklu máli núna þegar aðstæðurn­ar eru með þess­um hætti, það er að stjórn­völd standi raun­veru­lega vörð um verðmæta­sköp­un og stöðug­leika á land­inu,“ seg­ir Sig­ríður og held­ur áfram:

„Þá erum við kannski fyrst og fremst að hugsa að það sé ekki tíma­punkt­ur­inn núna til þess að gera grund­vall­ar­breyt­ing­ar á rekstr­ar­um­hverfi at­vinnu­greina án þess að eiga við þær al­menni­legt sam­ráð eða gera það í sátt við viðkom­andi at­vinnu­grein­ar. Þetta er ekki tíma­punkt­ur­inn þar sem við eig­um að vera að vinna gegn fyr­ir­sjá­an­leika og stöðug­leika.

Þetta er ekki tíma­punkt­ur­inn þar sem við eig­um að vera að skatt­leggja grein­ar með þeim hætti að það skaði sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­flutn­ings­greina. Núna er tíma­punkt­ur­inn til að snúa bök­um sam­an við at­vinnu­lífið í hags­muna­gæslu fyr­ir Ísland á alþjóðleg­um vett­vangi. Þetta er bara lyk­il­atriði.“

mbl.is