Binda vonir við vertíð í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. apríl 2025

Binda vonir við vertíð í Grindavík

Á fyrstu þrem mánuðum ársins var landað 6.263 tonnum af bolfiski í Grindavíkurhöfn og var verðmæti aflans 2.818,3 milljónir króna. Það er tæplega áttfalt meiri afli en á sama tímabili í fyrra og nánast tífalt aflaverðmæti. Þó var aflinn töluvert minni en á fyrstu þremur mánuðum ársins 2023 þegar hann nam 10.670 tonn.

Binda vonir við vertíð í Grindavík

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. apríl 2025

Stöðug löndun togara og línuskipa hefur verið í Grindavík undanfarið. …
Stöðug löndun togara og línuskipa hefur verið í Grindavík undanfarið. Þá var landaður bolfiskafli áttfaldur á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Ljósmynd/Grindavíkurbær

Á fyrstu þrem mánuðum árs­ins var landað 6.263 tonn­um af bol­fiski í Grinda­vík­ur­höfn og var verðmæti afl­ans 2.818,3 millj­ón­ir króna. Það er tæp­lega átt­falt meiri afli en á sama tíma­bili í fyrra og nán­ast tí­falt afla­verðmæti. Þó var afl­inn tölu­vert minni en á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins 2023 þegar hann nam 10.670 tonn.

Á fyrstu þrem mánuðum árs­ins var landað 6.263 tonn­um af bol­fiski í Grinda­vík­ur­höfn og var verðmæti afl­ans 2.818,3 millj­ón­ir króna. Það er tæp­lega átt­falt meiri afli en á sama tíma­bili í fyrra og nán­ast tí­falt afla­verðmæti. Þó var afl­inn tölu­vert minni en á fyrstu þrem­ur mánuðum árs­ins 2023 þegar hann nam 10.670 tonn.

Þetta kem­ur fram í færslu á vef Grinda­vík­ur­bæj­ar þar sem er vak­in at­hygli á aukn­ing­unni frá því í fyrra.

„Þessi aukn­ing hef­ur orðið þrátt fyr­ir af­leit veður­skil­yrði í fe­brú­ar og viðvar­andi hættu­stig Al­manna­varna þar sem höfn­in missti marg­ar land­an­ir skipa í aðrar hafn­ir. Það má því segja með vissu að botn­in­um hafi verið náð í fyrra þar sem um­svif í Grinda­vík­ur­höfn hef­ur tekið um­tals­verðan kipp frá því sem þá var,“ seg­ir í færsl­unni.

335 tonn síðustu helgi

Greint er frá því aða fjór­ir tog­ar­ar lönduðu síðastliðna helgi og voru það Berg­ur VE-44, Vest­manna­ey VE-54, Áskell ÞH-48 og Vörður ÞH-44. Lönduðu þeir sam­an­lagt 335 tonn­um. Þá var landað um hundrað tonn­um úr Páli Jóns­syni GK-7 í gær­morg­un.

Í morg­un kom síðan ný­smíðin Hulda Björns­dótt­ir GK-11 til lönd­un­ar í Grinda­vík, en á næstu dög­um eru vænt­an­leg Sig­hvat­ur GK-57 og Jó­hanna Gísla­dótt­ir GK-357.

„Von er á að línu­bát­ar og hand­færa­bát­ar komi von bráðar til hafn­ar­inn­ar með öll­um þeim um­svif­um sem þeim fylg­ir. Það er því að verða sann­kölluð vertíðarstemn­ing í Grinda­vík ef allt geng­ur eft­ir,“ seg­ir í færsl­unni.

mbl.is