„Við göngum inn í Schengen-samstarfið 2001. Yfir langt árabil eða tímabil hefur löggæsla ekki verið sem skyldi á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli. Við erum að sjá markverða breytingu núna á síðustu árum. Þetta hefur ekki verið nægilega gott og það er í raun og veru ekkert í regluverki Evrópusambandsins eða íslensku regluverki sem skyldar okkur til þess að hýsa hér glæpamenn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Dagmálum Morgunblaðsins í dag.
„Við göngum inn í Schengen-samstarfið 2001. Yfir langt árabil eða tímabil hefur löggæsla ekki verið sem skyldi á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli. Við erum að sjá markverða breytingu núna á síðustu árum. Þetta hefur ekki verið nægilega gott og það er í raun og veru ekkert í regluverki Evrópusambandsins eða íslensku regluverki sem skyldar okkur til þess að hýsa hér glæpamenn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Dagmálum Morgunblaðsins í dag.
„Við göngum inn í Schengen-samstarfið 2001. Yfir langt árabil eða tímabil hefur löggæsla ekki verið sem skyldi á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli. Við erum að sjá markverða breytingu núna á síðustu árum. Þetta hefur ekki verið nægilega gott og það er í raun og veru ekkert í regluverki Evrópusambandsins eða íslensku regluverki sem skyldar okkur til þess að hýsa hér glæpamenn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Dagmálum Morgunblaðsins í dag.
Úlfar ræðir hér þá staðreynd að alþjóðlegir glæpahópar hafi náð fótfestu hér á landi. Hann telur enn tækifæri til þess að gera þar bragarbót á, og að með markvissu átaki sé vissulega sóknarfæri á þessu sviði.
„Svo þetta virki þá dugar okkur ekki að hindra för óprúttinna náunga á Keflavíkurflugvelli. Við þurfum að halda áfram inni í landinu og þar tel ég vera sóknarfæri sem felast þá fyrst og fremst í því að útlendingur sem á hér ekki dvalarrétt, hann gæti hugsanlega átt hér dvalarrétt en hann er eftir sem áður ekki íslenskur ríkisborgari. Ef hann gerist brotlegur við almenn hegningarlög eða fíkniefnalöggjöfina þá mundi ég telja ástæðu til að brottvísa þeim sama einstaklingi frá landinu.“
En höfum við lagaheimildir til þess?
„Við höfum ákveðnar lagaheimildir til þess en þær þurfa að vera miklu sterkari og skýrari,“ fullyrðir Úlfar.
Einn af þeim glæpahópum eða mafíum sem hafa starfsemi hér á landi er undir forystu Albaníumanna. Úlfar segir þá mjög skipulagða og að þeir hafi íslenska lögmenn á sínum snærum sem sinni þeirra erindum og sæki á embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum.
Hann vildi ekki nafngreina þessa lögmenn í viðtalinu. Úlfar nefndi til sögunnar að ítalskur saksóknari hefði í viðtali á dögunum sagt að albanska mafían væri ein af þremur hættulegustu glæpaklíkum í Evrópu.
Horfa má á þáttinn hér fyrir neðan og í Mogganum, nýju appi Morgunblaðsins og mbl.is.