Ekki skyldug að hýsa hér glæpamenn

Dagmál | 8. apríl 2025

Ekki skyldug að hýsa hér glæpamenn

„Við göngum inn í Schengen-samstarfið 2001. Yfir langt árabil eða tímabil hefur löggæsla ekki verið sem skyldi á innri landamærum á Keflavíkurflugvelli. Við erum að sjá markverða breytingu núna á síðustu árum. Þetta hefur ekki verið nægilega gott og það er í raun og veru ekkert í regluverki Evrópusambandsins eða íslensku regluverki sem skyldar okkur til þess að hýsa hér glæpamenn,“ segir Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í Dagmálum Morgunblaðsins í dag.

Ekki skyldug að hýsa hér glæpamenn

Dagmál | 8. apríl 2025

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    „Við göng­um inn í Schengen-sam­starfið 2001. Yfir langt ára­bil eða tíma­bil hef­ur lög­gæsla ekki verið sem skyldi á innri landa­mær­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. Við erum að sjá markverða breyt­ingu núna á síðustu árum. Þetta hef­ur ekki verið nægi­lega gott og það er í raun og veru ekk­ert í reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins eða ís­lensku reglu­verki sem skyld­ar okk­ur til þess að hýsa hér glæpa­menn,“ seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í dag.

    „Við göng­um inn í Schengen-sam­starfið 2001. Yfir langt ára­bil eða tíma­bil hef­ur lög­gæsla ekki verið sem skyldi á innri landa­mær­um á Kefla­vík­ur­flug­velli. Við erum að sjá markverða breyt­ingu núna á síðustu árum. Þetta hef­ur ekki verið nægi­lega gott og það er í raun og veru ekk­ert í reglu­verki Evr­ópu­sam­bands­ins eða ís­lensku reglu­verki sem skyld­ar okk­ur til þess að hýsa hér glæpa­menn,“ seg­ir Úlfar Lúðvíks­son, lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um, í Dag­mál­um Morg­un­blaðsins í dag.

    Úlfar ræðir hér þá staðreynd að alþjóðleg­ir glæpa­hóp­ar hafi náð fót­festu hér á landi. Hann tel­ur enn tæki­færi til þess að gera þar brag­ar­bót á, og að með mark­vissu átaki sé vissu­lega sókn­ar­færi á þessu sviði.

    Þurfa sterk­ari og skýr­ari laga­heim­ild­ir

    „Svo þetta virki þá dug­ar okk­ur ekki að hindra för óprútt­inna ná­unga á Kefla­vík­ur­flug­velli. Við þurf­um að halda áfram inni í land­inu og þar tel ég vera sókn­ar­færi sem fel­ast þá fyrst og fremst í því að út­lend­ing­ur sem á hér ekki dval­ar­rétt, hann gæti hugs­an­lega átt hér dval­ar­rétt en hann er eft­ir sem áður ekki ís­lensk­ur rík­is­borg­ari. Ef hann ger­ist brot­leg­ur við al­menn hegn­ing­ar­lög eða fíkni­efna­lög­gjöf­ina þá mundi ég telja ástæðu til að brott­vísa þeim sama ein­stak­lingi frá land­inu.“

    En höf­um við laga­heim­ild­ir til þess?

    „Við höf­um ákveðnar laga­heim­ild­ir til þess en þær þurfa að vera miklu sterk­ari og skýr­ari,“ full­yrðir Úlfar.

    Einn af þeim glæpa­hóp­um eða mafíum sem hafa starf­semi hér á landi er und­ir for­ystu Alban­íu­manna. Úlfar seg­ir þá mjög skipu­lagða og að þeir hafi ís­lenska lög­menn á sín­um snær­um sem sinni þeirra er­ind­um og sæki á embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um.

    Hann vildi ekki nafn­greina þessa lög­menn í viðtal­inu. Úlfar nefndi til sög­unn­ar að ít­alsk­ur sak­sókn­ari hefði í viðtali á dög­un­um sagt að albanska mafían væri ein af þrem­ur hættu­leg­ustu glæpaklík­um í Evr­ópu.

    Horfa má á þátt­inn hér fyr­ir neðan og í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

    mbl.is