Fara af hættustigi yfir á óvissustig

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. apríl 2025

Fara af hættustigi yfir á óvissustig

Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum ákveðið að færa almannavarnastig af hættustigi á óvissustig vegna jarðhræringa á Reykjanesskaga. Landris mælist hraðar núna en í kjölfar síðustu gosa. 

Fara af hættustigi yfir á óvissustig

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 8. apríl 2025

Horft yfir Grindavík.
Horft yfir Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um ákveðið að færa al­manna­varna­stig af hættu­stigi á óvissu­stig vegna jarðhrær­inga á Reykja­nesskaga. Landris mæl­ist hraðar núna en í kjöl­far síðustu gosa. 

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Suður­nesj­um ákveðið að færa al­manna­varna­stig af hættu­stigi á óvissu­stig vegna jarðhrær­inga á Reykja­nesskaga. Landris mæl­ist hraðar núna en í kjöl­far síðustu gosa. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Rík­is­lög­reglu­stjóra. 

„Á vef Veður­stofu Íslands kem­ur fram að skýr merki eru um að landris held­ur áfram und­ir Svartsengi og mæl­ist það landris hraðar núna en í kjöl­far síðustu eld­gosa. Of snemmt er að segja til um hvernig hraði kviku­söfn­un­ar und­ir Svartsengi mun þró­ast,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Stærsta kviku­hlaupið síðan 2023

Rík­is­lög­reglu­stjóri seg­ir of snemmt að segja til um hvernig hraði kviku­söfn­un­ar und­ir Svartsengi muni þró­ast. Á vef Veður­stof­unn­ar komi fram að um 30 millj­ón rúm­metr­ar hafi farið úr kviku­hólf­inu 1. apríl sem geri þetta að stærsta kviku­hlaup­inu síðan 10. nóv­em­ber 2023.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir á meðan kviku­söfn­un haldi áfram und­ir Svartsengi séu lík­ur á end­ur­tekn­um kviku­hlaup­um og jafn­vel eld­gos­um.

„Eld­gosið sem hófst 1. apríl sl. stóð yfir í nokkra klukku­tíma og var stysta eld­gosið í þess­ari gos­hrinu á Sund­hnúks­gígaröðinni, af þeim átta sem hafa orðið frá des­em­ber 2023. Þrátt fyr­ir að eld­gosið hafi verið stutt, er jarðskjálfta­virkni enn á svæðinu og fylgst er náið með þró­un­inni,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is