Frumvarpsgerð ráðherra fordæmd

Veiðigjöld | 8. apríl 2025

Frumvarpsgerð ráðherra fordæmd

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýna harðlega vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarps um tvöföldun veiðigjalda, sérstaklega þá knappan tíma til athugasemda og skort á gögnum.

Frumvarpsgerð ráðherra fordæmd

Veiðigjöld | 8. apríl 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) gagn­rýna harðlega vinnu­brögð at­vinnu­vegaráðherra við gerð frum­varps um tvö­föld­un veiðigjalda, sér­stak­lega þá knapp­an tíma til at­huga­semda og skort á gögn­um.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) gagn­rýna harðlega vinnu­brögð at­vinnu­vegaráðherra við gerð frum­varps um tvö­föld­un veiðigjalda, sér­stak­lega þá knapp­an tíma til at­huga­semda og skort á gögn­um.

„Það má heita sér­stakt ef fólk er að tala fyr­ir gagn­sæi og að byggja traust og skapa sátt, að koma fram með frum­varp sem eng­inn mátti vita af í aðdrag­and­an­um. Það er kynnt og sett inn í sam­ráðsgátt skömmu síðar, en því fylgja eng­in gögn eða áhrifamat,“ seg­ir Heiðrún Lind Marteins­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri SFS í sam­tali við Morg­un­blaðið.

SFS sendu í gær bréf til Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra, þar sem hörð gagn­rýni á vinnu­brögðin við frum­varpið var áréttuð og fundið að mót­bár­um ráðherr­ans við þeim.

„Þegar við spyrj­um um gögn­in fáum við aðeins PDF-skjöl með ein­hverj­um töl­um, en þær byggja á út­reikn­ing­um sem við fáum ekki að sjá eða leggja mat á. Svo að þá báðum við um að fá út­reikn­ing­ana í Excel-skjali, en af hverju er það ekki hægt?“ spyr Heiðrún Lind og þykir það ekki traust­vekj­andi.

„Það skýt­ur líka skökku við að okk­ur hafa ekki verið veitt svör þegar við ósk­um eft­ir gögn­um, en svo sjá­um við það í til­kynn­ingu ráðherra á föstu­dag að ein­hver gögn séu und­anþegin upp­lýs­inga­lög­um. En þá ber ráðherra bara að upp­lýsa okk­ur um það, af hverju þau eru ekki birt og hvaða kæru­leiðir eru fær­ar. Ekk­ert af þessu er gert.“

Vilja ófrið um sjáv­ar­út­veg­inn

Bergþór Ólason þing­flokks­formaður Miðflokks­ins tek­ur und­ir þessa gagn­rýni.

„Stjórn sem ekki get­ur farið að eig­in samþykktu verklags­regl­um hvað fram­lagn­ingu mála varðar er því miður ekki lík­leg til að taka til­lit til skyn­sam­legra at­huga­semda á þessu stigi máls,“ seg­ir Bergþór en bæt­ir við að ekki verði séð að rík­is­stjórn­in vilji annað en ófrið um sjáv­ar­út­veg­inn.

„Það voru auðvitað stór­frétt­ir þegar for­sæt­is­ráðherra upp­lýsti í þing­inu í [gær] að fyr­ir­liggj­andi áform um 100% hækk­un veiðigjalda væru bara fyrsta skrefið í þess­um efn­um. Ekki var annað á ráðherra að skilja en að áform væru uppi um heild­ar­hækk­un upp í 30 millj­arða á ári, úr 10 núna, upp í 20 með fyr­ir­liggj­andi frum­varpi og svo um aðra 10, upp í 30 millj­arða á ári í „góðu sam­ráði“ við hagaðila á næstu árum.“

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

mbl.is