Hlutabréfamarkaðir í Asíu réttu aðeins úr kútnum við opnum markaða í dag en þeir voru í frjálsu falli í gær í kjölfar tollahækkana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á innflutningsvörur til Bandaríkjanna.
Hlutabréfamarkaðir í Asíu réttu aðeins úr kútnum við opnum markaða í dag en þeir voru í frjálsu falli í gær í kjölfar tollahækkana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á innflutningsvörur til Bandaríkjanna.
Hlutabréfamarkaðir í Asíu réttu aðeins úr kútnum við opnum markaða í dag en þeir voru í frjálsu falli í gær í kjölfar tollahækkana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á innflutningsvörur til Bandaríkjanna.
Japanska Nikke-225-hlutabréfavísitalan hækkaði um sex prósent í dag og í Hang Seng-kauphöllinni í Hong Kong varð tveggja prósenta hækkun á hlutabréfum en þau lækkuðu um 13 prósent í gær sem er mesta lækkun í áratugi.
KOPSI-hlutabréfavísitalan í Suður-Kóreu hækkaði um tvö prósentustig í morgun og í kauphöllinni í Sjanghaí hækkaði kínverska SSE-vísitalan lítillega.
Við opnum hlutabréfamarkaða í Ástralíu hækkaði ASX 200-hlutabréfavísitalan um rúmlega eitt prósent.
Kínverjar og Bandaríkjamenn eru komnir í mikið stríð. Í síðustu viku tilkynnti Trump að hann myndi leggja 34 prósenta innflutningstolla á allar vörur frá Kína og í kjölfarið svöruðu Kínverjar í sömu mynt. Í gær hótaði svo Trump að leggja 50 prósenta viðbótartoll á allar innfluttar vörur frá Kína ef Kínverjar afturkalli ekki boðaða hefndartolla.
Viðskiptaráðuneyti Kína segir að fleiri tollar frá Bandaríkjunum muni kalla fram auka mótvægisráðstafanir sem miða að bandarískum vörum. Í yfirlýsingu ráðuneytisins sakar það ríkisstjórn Trumps um fjárkúgun og einelti. Kínversk yfirvöld segjast ætla að „berjast til endaloka“ haldi Bandaríkjamenn áfram að stigmagna tollastríðið.