Hlutabréfamarkaðir í Asíu réttu úr kútnum

Hlutabréfamarkaðir í Asíu réttu úr kútnum

Hlutabréfamarkaðir í Asíu réttu aðeins úr kútnum við opnum markaða í dag en þeir voru í frjálsu falli í gær í kjölfar tollahækkana Donalds Trumps Bandaríkjaforseta á innflutningsvörur til Bandaríkjanna.

Hlutabréfamarkaðir í Asíu réttu úr kútnum

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 8. apríl 2025

Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu við opnun markaða í morgun.
Hlutabréf í Hong Kong hækkuðu við opnun markaða í morgun. AFP

Hluta­bréfa­markaðir í Asíu réttu aðeins úr kútn­um við opn­um markaða í dag en þeir voru í frjálsu falli í gær í kjöl­far tolla­hækk­ana Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á inn­flutn­ings­vör­ur til Banda­ríkj­anna.

Hluta­bréfa­markaðir í Asíu réttu aðeins úr kútn­um við opn­um markaða í dag en þeir voru í frjálsu falli í gær í kjöl­far tolla­hækk­ana Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta á inn­flutn­ings­vör­ur til Banda­ríkj­anna.

Jap­anska Nikke-225-hluta­bréfa­vísi­tal­an hækkaði um sex pró­sent í dag og í Hang Seng-kaup­höll­inni í Hong Kong varð tveggja pró­senta hækk­un á hluta­bréf­um en þau lækkuðu um 13 pró­sent í gær sem er mesta lækk­un í ára­tugi.

KOPSI-hluta­bréfa­vísi­tal­an í Suður-Kór­eu hækkaði um tvö pró­sentu­stig í morg­un og í kaup­höll­inni í Sj­ang­haí hækkaði kín­verska SSE-vísi­tal­an lít­il­lega.

Við opn­um hluta­bréfa­markaða í Ástr­al­íu hækkaði ASX 200-hluta­bréfa­vísi­tal­an um rúm­lega eitt pró­sent.

Saka Banda­ríkja­menn um fjár­kúg­un

Kín­verj­ar og Banda­ríkja­menn eru komn­ir í mikið stríð. Í síðustu viku til­kynnti Trump að hann myndi leggja 34 pró­senta inn­flutn­ing­stolla á all­ar vör­ur frá Kína og í kjöl­farið svöruðu Kín­verj­ar í sömu mynt. Í gær hótaði svo Trump að leggja 50 pró­senta viðbót­artoll á all­ar inn­flutt­ar vör­ur frá Kína ef Kín­verj­ar aft­ur­kalli ekki boðaða hefnd­artolla.

Viðskiptaráðuneyti Kína seg­ir að fleiri toll­ar frá Banda­ríkj­un­um muni kalla fram auka mót­væg­is­ráðstaf­an­ir sem miða að banda­rísk­um vör­um. Í yf­ir­lýs­ingu ráðuneyt­is­ins sak­ar það rík­is­stjórn Trumps um fjár­kúg­un og einelti. Kín­versk yf­ir­völd segj­ast ætla að „berj­ast til enda­loka“ haldi Banda­ríkja­menn áfram að stig­magna tolla­stríðið.

mbl.is