Hyggjast sekta innflytjendur um 132.000 á dag

Hyggjast sekta innflytjendur um 132.000 á dag

Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hyggst sekta innflytjendur sem á að vísa úr landi um allt að 998 dollara á dag, eða því sem nemur 132 þúsund íslenskra króna, yfirgefi þeir ekki landið á tilsettum degi. Munu eignir þeirra vera gerðar upptækar greiði þeir ekki gjaldið. 

Hyggjast sekta innflytjendur um 132.000 á dag

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 8. apríl 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hyggst sekta inn­flytj­end­ur sem á að vísa úr landi um allt að 998 doll­ara á dag, eða því sem nem­ur 132 þúsund ís­lenskra króna, yf­ir­gefi þeir ekki landið á til­sett­um degi. Munu eign­ir þeirra vera gerðar upp­tæk­ar greiði þeir ekki gjaldið. 

Rík­is­stjórn Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta hyggst sekta inn­flytj­end­ur sem á að vísa úr landi um allt að 998 doll­ara á dag, eða því sem nem­ur 132 þúsund ís­lenskra króna, yf­ir­gefi þeir ekki landið á til­sett­um degi. Munu eign­ir þeirra vera gerðar upp­tæk­ar greiði þeir ekki gjaldið. 

Þetta kem­ur fram í frétt Reu­ters og kveðst miðil­inn hafa gögn und­ir hönd­um sem staðfesta þetta. 

Sekt­irn­ar eru byggðar á lög­um frá ár­inu 1996 en Trump nýtti laga­heim­ild­ina einnig á fyrra kjör­tíma­bili sínu. 

Sekta fimm ár aft­ur í tím­ann

Sam­kvæmt heim­ild­ar­manni Reu­ters, sem er hátt­sett­ur emb­ætt­ismaður í Trump-stjórn­inni, hyggst stjórn­in beita refs­ing­un­um fimm ár aft­ur í tím­an. Seg­ir hann að ein­hverj­ar sekt­ir geti verið upp á allt að eina millj­ón doll­ara eða því sem sam­svar­ar rúm­lega 132 millj­ón­um ís­lenskra króna. 

Í svari við fyr­ir­spurn frétta­stofu Reu­ters sagði Tricia Mc­Laug­hlin, talsmaður banda­ríska heima­varn­ar­ráðuneyt­is­ins, að ólög­leg­ir inn­flytj­end­ur ættu að nýta sér for­ritið CBP Home „til að sjálf­vísa sér úr landi og yf­ir­gefa landið“.

„Ef þeir gera það ekki munu þeir finna fyr­ir af­leiðing­un­um. Þetta fel­ur í sér sekt upp á 998 doll­ara á dag fyr­ir hvern dag sem ólög­leg­ur út­lend­ing­ur er áfram í land­inu eft­ir end­an­lega brott­vís­un­ar­skip­un,“ sagði Mc­Laug­hlin jafn­framt. 

mbl.is