Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hyggst sekta innflytjendur sem á að vísa úr landi um allt að 998 dollara á dag, eða því sem nemur 132 þúsund íslenskra króna, yfirgefi þeir ekki landið á tilsettum degi. Munu eignir þeirra vera gerðar upptækar greiði þeir ekki gjaldið.
Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hyggst sekta innflytjendur sem á að vísa úr landi um allt að 998 dollara á dag, eða því sem nemur 132 þúsund íslenskra króna, yfirgefi þeir ekki landið á tilsettum degi. Munu eignir þeirra vera gerðar upptækar greiði þeir ekki gjaldið.
Ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hyggst sekta innflytjendur sem á að vísa úr landi um allt að 998 dollara á dag, eða því sem nemur 132 þúsund íslenskra króna, yfirgefi þeir ekki landið á tilsettum degi. Munu eignir þeirra vera gerðar upptækar greiði þeir ekki gjaldið.
Þetta kemur fram í frétt Reuters og kveðst miðilinn hafa gögn undir höndum sem staðfesta þetta.
Sektirnar eru byggðar á lögum frá árinu 1996 en Trump nýtti lagaheimildina einnig á fyrra kjörtímabili sínu.
Samkvæmt heimildarmanni Reuters, sem er háttsettur embættismaður í Trump-stjórninni, hyggst stjórnin beita refsingunum fimm ár aftur í tíman. Segir hann að einhverjar sektir geti verið upp á allt að eina milljón dollara eða því sem samsvarar rúmlega 132 milljónum íslenskra króna.
Í svari við fyrirspurn fréttastofu Reuters sagði Tricia McLaughlin, talsmaður bandaríska heimavarnarráðuneytisins, að ólöglegir innflytjendur ættu að nýta sér forritið CBP Home „til að sjálfvísa sér úr landi og yfirgefa landið“.
„Ef þeir gera það ekki munu þeir finna fyrir afleiðingunum. Þetta felur í sér sekt upp á 998 dollara á dag fyrir hvern dag sem ólöglegur útlendingur er áfram í landinu eftir endanlega brottvísunarskipun,“ sagði McLaughlin jafnframt.