„Misheppnuð stefna“ og „illgjörn heimska“

Tollar Trumps:„Misheppnuð stefna“ og „illgjörn heimska“

Fjöldi hagfræðinga víða um heim hefur lýst áhyggjum af tollastríði Donalds Trump Bandaríkjaforseta, sem hefur hrundið af stað viðskiptastríði sem sérfræðingar segja að geti leitt til alþjóðlegrar efnahagskreppu.

Tollar Trumps:„Misheppnuð stefna“ og „illgjörn heimska“

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 8. apríl 2025

Hagfræðingar víða um heim vanda Trump forseta ekki kveðjurnar hvað …
Hagfræðingar víða um heim vanda Trump forseta ekki kveðjurnar hvað varðar stefnu hans og Bandaríkjastjórnar í tollamálum og alþjóðaviðskiptum. AFP

Fjöldi hag­fræðinga víða um heim hef­ur lýst áhyggj­um af tolla­stríði Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem hef­ur hrundið af stað viðskipta­stríði sem sér­fræðing­ar segja að geti leitt til alþjóðlegr­ar efna­hagskreppu.

Fjöldi hag­fræðinga víða um heim hef­ur lýst áhyggj­um af tolla­stríði Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta, sem hef­ur hrundið af stað viðskipta­stríði sem sér­fræðing­ar segja að geti leitt til alþjóðlegr­ar efna­hagskreppu.

Li Daokui, sem er einn áhrifa­mesti hag­fræðing­ur Kína, seg­ir í sam­tali við AFP að toll­ar Trumps miði aðallega að því að „þrýsta á önn­ur lönd“ til að fá íviln­an­ir.

„Það er erfitt að ímynda sér aðra efna­hags­stefnu sem get­ur valdið fólki um all­an heim, þar á meðal fólki í Banda­ríkj­un­um sjálf­um, tjóni á sama tíma. Þetta er ein­fald­lega „sýn­ing“ á mis­heppnaðri efna­hags­stefnu,“ seg­ir Li.

Li Daokui.
Li Daokui. AFP

Verða fyr­ir gríðarlegu tjóni

„Bæði munu banda­rísk stjórn­völd og banda­rískt efna­hags­líf verða fyr­ir gríðarlegu tjóni,“ seg­ir Li enn frem­ur, en hann er pró­fess­or í hag­fræði við Ts­ing­hua-há­skóla og átti um tíma sæti í helsta póli­tíska ráðgjaf­aráði Kína.

Hann bæt­ir við að kín­versk stjórn­völd séu að fullu und­ir­bú­in fyr­ir tolla. Hann seg­ir að kín­versk stjórn­völd hafi reiðbún­ar gagn­ráðstaf­an­ir auk þess sem Kína hafi unnið að því að örva inn­lenda neyslu.

Þá seg­ir hann að á meðan viðskipta­stefna Trumps marki enda­lok for­ystu Banda­ríkj­anna á sviði alþjóðavæðing­ar þá gefi hún kín­versk­um stjórn­völd­um tæki­færi til að semja um fríversl­un­ar­samn­inga við önn­ur lönd og gegna lyk­il­hlut­verki í því að koma á fót nýju kerfi sem myndi koma í stað Alþjóðaviðskipta­stofn­un­ar­inn­ar. 

Thomas Piketty.
Thom­as Piketty. AFP

Viðbrögð við mis­tök­um Reag­an­isma

Franski hag­fræðing­ur­inn Thom­as Piketty, sem er höf­und­ur met­sölu­bók­ar­inn­ar „Auðmagn á 21. öld“, seg­ir að stefna Trump sé fyrst og fremst viðbrögð við mis­tök­um frjáls­hyggju­stefnu Ronalds Reag­an, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, á ní­unda ára­tugn­um.

„Re­públi­kan­ar gera sér grein fyr­ir því að efna­hags­leg frjáls­hyggja og hnatt­væðing hafa ekki gagn­ast millistétt­inni eins og þeir sögðu að þær myndu gera,“ seg­ir Piketty í sam­tali við AFP.

„Svo nú gera þeir heim­inn að blóra­böggli,“ bæt­ir hann við.

„En það mun ekki virka. Kokteill­inn frá Trump mun ein­fald­lega skapa meiri verðbólgu og meiri ójöfnuð.“

Hann seg­ir enn frem­ur að Evr­ópa verði að svara þess­um aðgerðum með því að skil­greina sín­ar eig­in for­gangs­röðun og búa sig und­ir alþjóðlega kreppu sem sé á leiðinni. Það geri Evr­ópa með um­fangs­mik­illi fjár­fest­ingaráætl­un í orku- og sam­göngu­innviðum, mennt­un, rann­sókn­um og heil­brigðisþjón­ustu.

Paul Krugman.
Paul Krugman. AFP

Trump að brenna allt til grunna

Banda­ríkjamaður­inn Paul Krugman, sem er Nó­bels­verðlauna­hafi í hag­fræði, seg­ir að Banda­rík­in séu í grund­vall­ar­atriðum ríki sem lagði grunn­inn að nú­tímaviðskipt­um sem hafi leitt til lægri tolla und­an­farna ára­tugi.

„Don­ald Trump brenndi það allt til grunna,“ skrifaði Krugman á Su­bstack-bloggsíðu sína áður en 10 pró­senta grunntoll­ar for­set­ans á inn­flutn­ing tóku gildi á laug­ar­dag­inn.

„Trump er í raun ekki að reyna að ná efna­hags­leg­um mark­miðum. Þetta ætti allt að líta á sem yf­ir­burðasýn­ingu, ætlaða til að valda undr­un og ótta og fá fólk til að skríða,“ seg­ir hann.

Krugman sak­ar banda­rísk stjórn­völd um „ill­gjarna heimsku“ á tíma þegar „ör­lög heims­hag­kerf­is­ins eru í húfi“.

„Hvernig get­ur nokk­ur, hvort sem um er að ræða viðskipta­lífið eða er­lend stjórn­völd, treyst ein­hverju sem kem­ur frá stjórn sem hegðar sér svona?“

Starfsmaður kauphallarinnar í New York grettir sig á meðan hann …
Starfsmaður kaup­hall­ar­inn­ar í New York grett­ir sig á meðan hann fylgd­ist með stöðu mála í gær. Markaðir hafa verið í frjálsu falli eft­ir að Trump til­kynnti um sín­ar aðgerðir. AFP
mbl.is