Musk kallar viðskiptaráðgjafa Trumps hálfvita

Musk kallar viðskiptaráðgjafa Trumps hálfvita

Elon Musk segir að einn helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sé „hálfviti“. Vaxandi ágreiningur ríkir meðal bandamanna Trumps um tollastefnu forsetans.

Musk kallar viðskiptaráðgjafa Trumps hálfvita

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 8. apríl 2025

Musk er ekki sáttur með Navarro.
Musk er ekki sáttur með Navarro. AFP/Brendan Smialowski/Chip Somodevilla

Elon Musk seg­ir að einn helsti ráðgjafi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta sé „hálf­viti“. Vax­andi ágrein­ing­ur rík­ir meðal banda­manna Trumps um tolla­stefnu for­set­ans.

Elon Musk seg­ir að einn helsti ráðgjafi Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta sé „hálf­viti“. Vax­andi ágrein­ing­ur rík­ir meðal banda­manna Trumps um tolla­stefnu for­set­ans.

Musk sagði á X að Peter Navarro, aðalráðgjafi for­set­ans í viðskipta­mál­um, væri „heimsk­ari en poki full­ur af múr­stein­um“ eft­ir að Navarro sakaði Musk um að „setja sam­an bíla“ í Banda­ríkj­un­um frem­ur en fram­leiða bíla í Banda­ríkj­un­um.

„Navarro er sann­ar­lega hálf­viti,“ skrifaði Musk á X. Eins og flest­ir vita þá er Musk stærsti eig­andi Teslu.

Breska dag­blaðið Tel­egraph grein­ir frá. 

Full­yrðing­ar Navarros „aug­ljós­lega rang­ar“

Navarro sagði Musk vilja ódýra hluti er­lend­is frá en að rík­is­stjórn­in vildi að þess­ir hlut­ir yrðu fram­leidd­ir í Banda­ríkj­un­um.

Musk sagði að full­yrðing­ar Navarros væru „aug­ljós­lega rang­ar“ og bætti við að bíl­arn­ir sem Tesla fram­leiði séu með mest­an upp­runa frá Banda­ríkj­un­um af öll­um helstu bíla­fram­leiðend­um.

Eins og mbl.is fjallaði um í gær þá hef­ur Musk á und­an­förn­um dög­um ekki beint for­dæmt tolla­stefnu Trumps en aft­ur á móti deildi hann mynd­skeiði af hag­fræðingn­um Milt­on Friedm­an út­skýra af hverju fríversl­un væri góð og kosti þess að flytja inn vör­ur.

Á ít­ölsk­um stjórn­málaviðburði á laug­ar­dag­inn hvatti Musk til auk­inn­ar fríversl­un­ar og þá sagði hann að Evr­ópa og Banda­rík­in ættu að fella niður alla tolla.

Var­ar við efna­hags­leg­um kjarn­orku­vetri

Sum­ir re­públi­kan­ar hafa gagn­rýnt toll­ana hjá Trump á sama tíma og marg­ir hafa verið hik­andi við að gagn­rýna toll­ana beint, en hafa sett ýmis spurn­ing­ar­merki við þá.

Fjár­fest­ir­inn Bill Ackm­an, sem hef­ur verið mik­ill stuðnings­maður Trumps, sagði að Trump ætti að fresta gildis­töku toll­anna um 90 daga til þess að reyna að semja fyrst við viðskiptaþjóðir Banda­ríkj­anna.

„Að öðrum kosti stefn­um við í sjálf­skapaðan efna­hags­leg­an kjarn­orku­vet­ur og ætt­um að fara að búa okk­ur und­ir það versta,“ sagði Ackm­an.

For­stjóri JP­Morg­an Chase, Jamie Dimon, varaði einnig við því að toll­arn­ir gætu aukið verðbólgu og hægt á hag­vexti, nema tekið yrði á mál­inu með festu.

„Hvort að þessi mat­seðill af toll­um muni valda sam­drætti er óljóst, en hann mun hægja á hag­vexti,“ skrifaði Dimon í bréfi til hlut­hafa.

mbl.is