Elon Musk segir að einn helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sé „hálfviti“. Vaxandi ágreiningur ríkir meðal bandamanna Trumps um tollastefnu forsetans.
Elon Musk segir að einn helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sé „hálfviti“. Vaxandi ágreiningur ríkir meðal bandamanna Trumps um tollastefnu forsetans.
Elon Musk segir að einn helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta sé „hálfviti“. Vaxandi ágreiningur ríkir meðal bandamanna Trumps um tollastefnu forsetans.
Musk sagði á X að Peter Navarro, aðalráðgjafi forsetans í viðskiptamálum, væri „heimskari en poki fullur af múrsteinum“ eftir að Navarro sakaði Musk um að „setja saman bíla“ í Bandaríkjunum fremur en framleiða bíla í Bandaríkjunum.
„Navarro er sannarlega hálfviti,“ skrifaði Musk á X. Eins og flestir vita þá er Musk stærsti eigandi Teslu.
Breska dagblaðið Telegraph greinir frá.
Navarro sagði Musk vilja ódýra hluti erlendis frá en að ríkisstjórnin vildi að þessir hlutir yrðu framleiddir í Bandaríkjunum.
Musk sagði að fullyrðingar Navarros væru „augljóslega rangar“ og bætti við að bílarnir sem Tesla framleiði séu með mestan uppruna frá Bandaríkjunum af öllum helstu bílaframleiðendum.
Eins og mbl.is fjallaði um í gær þá hefur Musk á undanförnum dögum ekki beint fordæmt tollastefnu Trumps en aftur á móti deildi hann myndskeiði af hagfræðingnum Milton Friedman útskýra af hverju fríverslun væri góð og kosti þess að flytja inn vörur.
Á ítölskum stjórnmálaviðburði á laugardaginn hvatti Musk til aukinnar fríverslunar og þá sagði hann að Evrópa og Bandaríkin ættu að fella niður alla tolla.
Sumir repúblikanar hafa gagnrýnt tollana hjá Trump á sama tíma og margir hafa verið hikandi við að gagnrýna tollana beint, en hafa sett ýmis spurningarmerki við þá.
Fjárfestirinn Bill Ackman, sem hefur verið mikill stuðningsmaður Trumps, sagði að Trump ætti að fresta gildistöku tollanna um 90 daga til þess að reyna að semja fyrst við viðskiptaþjóðir Bandaríkjanna.
„Að öðrum kosti stefnum við í sjálfskapaðan efnahagslegan kjarnorkuvetur og ættum að fara að búa okkur undir það versta,“ sagði Ackman.
Forstjóri JPMorgan Chase, Jamie Dimon, varaði einnig við því að tollarnir gætu aukið verðbólgu og hægt á hagvexti, nema tekið yrði á málinu með festu.
„Hvort að þessi matseðill af tollum muni valda samdrætti er óljóst, en hann mun hægja á hagvexti,“ skrifaði Dimon í bréfi til hluthafa.