„Þetta er einfaldlega skattahækkun“

Alþingi | 8. apríl 2025

„Þetta er einfaldlega skattahækkun“

Afnám sam­skött­unar hjóna og sam­býl­is­fólks milli skattþrepa er ekki „dulbúin skattahækkun“ heldur einfaldlega bara skattahækkun að mati endurskoðanda. Skattar á fjölskyldur geta hækkað um allt að 425 þúsund krónur á ári.

„Þetta er einfaldlega skattahækkun“

Alþingi | 8. apríl 2025

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra. Samsett mynd

Af­nám sam­skött­unar hjóna og sam­býl­is­fólks milli skattþrepa er ekki „dul­bú­in skatta­hækk­un“ held­ur ein­fald­lega bara skatta­hækk­un að mati end­ur­skoðanda. Skatt­ar á fjöl­skyld­ur geta hækkað um allt að 425 þúsund krón­ur á ári.

Af­nám sam­skött­unar hjóna og sam­býl­is­fólks milli skattþrepa er ekki „dul­bú­in skatta­hækk­un“ held­ur ein­fald­lega bara skatta­hækk­un að mati end­ur­skoðanda. Skatt­ar á fjöl­skyld­ur geta hækkað um allt að 425 þúsund krón­ur á ári.

Mikið hef­ur verið rætt og ritað um áform rík­is­stjórn­ar Kristrún­ar Frosta­dótt­ur um að af­nema sam­skött­un eft­ir að Guðrún Haf­steins­dótt­ir, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, vakti at­hygli á mál­inu í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um á Alþingi í síðustu viku. 

„Þetta er ekki dul­bú­in skatta­hækk­un, þetta er ein­fald­lega skatta­hækk­un. Punkt­ur,“ seg­ir Ey­mund­ur Sveinn Ein­ars­son end­ur­skoðandi hjá End­ur­skoðun & ráðgjöf í sam­tali við mbl.is.

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, hef­ur haldið því fram að ekki sé hægt að tala um að af­nám sam­skött­un­ar séu „álög­ur á al­menn­ing.“

Skatta­hækk­un upp á allt að 425 þúsund krón­ur

Ey­mund­ur seg­ir að af­nám sam­skött­un­ar hefði mis­mun­andi áhrif hjá sam­býl­is­fólki. Í sum­um til­fell­um, þar sem sam­býl­is­fólk er með jafn­há laun, hef­ur af­námið eng­in áhrif. En í mesta lagi gæti þetta þýtt skatta­hækk­un upp á 425 þúsund króna hjá sam­býl­is­fólki á ári.

Slíkt væri til­fellið ef ann­ar mak­inn er með um 1.900 þúsund krón­ur eða meira í laun á mánuði fyr­ir skatt eða hærri og hinn mak­inn með eng­in laun.

„Þegar mik­ill launamun­ur er á milli sam­býl­is­fólks, þá breyt­ir þetta miklu. Ef tekj­ur eru jafn­ar breyt­ir þetta ekki neinu,“ seg­ir Ey­mund­ur.

Reikni­vél gef­ur ekki rétta mynd af hækk­un­um

Gísli Már Gísla­son hag­fræðing­ur gerði reikni­vél ásamt hópi manna sem reikn­ar út hvernig af­nám sam­skött­un­ar gæti haft áhrif á fólk. Hann gerði þessa reikni­vél ásamt nokkr­um fé­lög­um og mbl.is bað Ey­mund um að at­huga hvort að reikni­vél­in stemmdi.

Upp­fært klukk­an 02.53

Ey­mund­ur sagði upp­haf­lega að reikni­vél­in stemmdi en í leiðrétt­ingu til mbl.is þá seg­ir hann að það vanti í reikni­vél­ina uppá leiðrétt­ingu gagn­vart 4.tl. 66.grein­ar laga um tekju­skatt. Það valdi því að reikni­vél­in of­meti áhrif af­náms sam­skött­un­ar. 

„Sem er þannig að hærri launaði sam­búðaraðil­inn nýt­ir aldrei meira en 50% af há­tekju­frá­drætti hins aðilans,“ seg­ir Ey­mund­ur og bæt­ir við að reikni­vél­in miði við tekju­skatts­stofn, sem sagt laun mín­us líf­eyr­is­sjóður.

Reikni­vél­in gef­ur því ekki rétta mynd af því hversu há skatta­hækk­un­in gæti verið. 

Af­nám sam­skött­un­ar „snert­ir fullt af fólki“

Kristján Ingi Mika­els­son, stjórn­ar­formaður Raf­myntaráðs og meðstjórn­andi Visku Digital As­sets, er einn af þeim sem eru á bak við reikni­vél­ina og hann seg­ir að ástæðan fyr­ir því að hún var gerð hafi verið vegna skorts á svör­um frá fjár­málaráðuneyt­inu á því hvernig af­nám sam­skött­un­ar myndi hafa áhrif á fjöl­skyld­ur. 

„Það voru eng­in gögn og maður vissi ekk­ert hvernig maður myndi lenda í þessu. Það var talað þannig að al­menn­ing­ur myndi ekki lenda í þessu en um leið og við fór­um að reikna þetta þá kom í ljós að þetta snert­ir fullt af fólki,“ seg­ir Kristján í sam­tali við mbl.is. 

Nokk­ur dæmi um mis­mun­andi áhrif á sam­býl­is­fólk

mbl.is bað Ey­mund um að reikna ým­is­leg dæmi til þess að sjá hvort og hvernig af­nám sam­skött­un­ar gæti haft áhrif á sam­býl­is­fólk og hjón.

„Þetta snýst um það þegar ann­ar aðil­inn er kom­inn í há­tekju­skattsþrepið eða yfir 1.325 þúsund krón­ur á mánuði. Þegar svo er komið nýt­ir hærri launaði aðil­inn 50% af „miðjuþrepi“ hins aðilans,“ seg­ir Ey­mund­ur. 

Sú nýt­ing get­ur hæst numið um 425 þúsund á ári. Ef báðir aðilar eru und­ir há­tekju­mörk­um hef­ur nýt­ing sam­skött­un­ar há­tekjuþreps­ins eng­in áhrif, að sögn Ey­mund­ar. 

  • Hjá sam­býl­is­fólki gæti ann­ar mak­inn verið með 1,8 millj­ón­ir króna á mánuði í laun fyr­ir skatt og hinn launa­laus. Í því til­felli myndi skatt­heimt­an aukast um 27.462 krón­ur á mánuði, eða um 329.550 krón­ur á ári.

Sam­skött­un stoð sem hlú­ir að fjöl­skyld­um

Skattþrep­in eru þrjú. Lægsta þrepið reikn­ast af laun­um lægri en 470 þúsund og er 31,5%. Miðjuþrepið er af laun­um sem eru frá 470 þúsund upp í 1.325 þúsund og er 38%. Af laun­um yfir 1.325 þúsund og yfir reikn­ast 46,3% skatt­ur.

„Sam­skött­un­in virk­ar þannig að ef við gef­um okk­ur að ann­ar aðil­inn sé með 600 þúsund króna stofn til út­reikn­ings tekju­skatt og út­svars á mánuði og hinn 1.800 þúsund, þá nýt­ir „hærri“ aðil­inn 50% af ónýttu skattþrep hjá hinum aðilan­um frá 600 þúsund upp í 1.325 þúsund. Eða af 362 þúsund á mánuði og það sinn­um 8,3%, sem eru um 30 þúsund krón­ur á mánuði og mun­ar um minna. Þetta er mjög al­gengt,“ seg­ir Ey­mund­ur.

Ey­mund­ur seg­ir að lok­um að þetta sé ekki endi­lega skatta­legt dæmi í hans huga, held­ur sé sam­skött­un ein af stoðunum í sam­fé­lag­inu sem hlúi að fjöl­skyld­um í land­inu.

Fjár­málaráðherra seg­ir þetta ekki skatta­hækk­un

Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, og Guðrún Haf­steins­dótt­ir tók­ust á um sam­skött­un á þing­inu í gær og í síðustu viku um málið. Í gær sagði Daði að breyt­ing­in hefði ein­ung­is áhrif á efsta hluta tekju­dreif­ing­ar­inn­ar.

Ekki væri hægt að tala um álög­ur á al­menn­ing. 

„Það er varla hægt að halda því fram að hér sé um álög­ur á al­menn­ing að ræða og vil ég síðan rifja upp með hátt­virt­um þing­manni að fyr­ir ligg­ur bæði fjár­mála­stefna og fjár­mála­áætl­un sem sýn­ir að hlut­fall tekna rík­is­ins af vergri lands­fram­leiðslu fell­ur sam­fellt allt tíma­bil fjár­mála­áætl­un­ar. Það eru ekki skatta­hækk­an­ir,“ sagði Daði.

Leiðrétt klukk­an 02.53

Ey­mund­ur seg­ir í leiðrétt­ingu til mbl.is að í fljót­færni hafi hann gert mis­tök við út­reikn­ing á hversu mik­il áhrif af­nám sam­skött­un­ar gæti haft. Það hafi verið vegna þess að ekki var tekið til­lit til 4.tl. 66.grein­ar laga um tekju­skatt. Hann seg­ir að sama gildi um reikni­vél­ina. 

„Sé tekju­skatts­stofn ann­ars sam­skattaðs aðila hærri en 11.125.045 kr. skal það sem um­fram er skatt­lagt með [23,05%] skatt­hlut­falli allt að helm­ingi þeirr­ar fjár­hæðar sem tekju­skatts­stofn þess tekju­lægri er und­ir 11.125.045 kr., þó reikn­ast [23,05%] 2) skatt­hlut­fall aldrei af hærri fjár­hæð en 3.581.173 kr. við þess­ar aðstæður,“ seg­ir í lög­un­um.

Gróf­lega áætlað þá hafi þetta áhrif á þá sem eru í há­tekjuþrep­inu og að nýt­ing snú­ist um að hærra launaði aðil­inn geti nýtt 50% af ónýttu há­tekjuþrepi hins aðilans.

„Þótt að þetta sé ekki eins háar fjár­hæðir og ég hélt í fyrstu, er þetta engu að síður veru­leg at­laga að „millistétt­inni“ í land­inu,“ seg­ir Ey­mund­ur.

Eymundur Sveinn fer yfir boðað afnám samsköttunar.
Ey­mund­ur Sveinn fer yfir boðað af­nám sam­skött­un­ar. Sam­sett mynd
mbl.is