Trump fær að nota neyðarlög úr stríði – í bili

Trump fær að nota neyðarlög úr stríði – í bili

Hæstiréttur Bandaríkjanna ætlar að leyfa Trump-stjórninni að reiða sig á stríðslög frá 18. öld til að vísa Venesúelamönnum úr landi – eða að minnsta kosti í bili.

Trump fær að nota neyðarlög úr stríði – í bili

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 8. apríl 2025

Donald Trump Bandaríkjaforseti studdist við stríðslög frá 18. öld til …
Donald Trump Bandaríkjaforseti studdist við stríðslög frá 18. öld til að ráðast í umfangsmikla aðgerð til að vísa óskrásettum innflytjendum úr landi. AFP

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna ætl­ar að leyfa Trump-stjórn­inni að reiða sig á stríðslög frá 18. öld til að vísa Venesúela­mönn­um úr landi – eða að minnsta kosti í bili.

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna ætl­ar að leyfa Trump-stjórn­inni að reiða sig á stríðslög frá 18. öld til að vísa Venesúela­mönn­um úr landi – eða að minnsta kosti í bili.

Hæstirétt­ur Banda­ríkj­anna hindraði einnig í dag tíma­bundið dóm­ara­skip­un sem hefði gert stjórn­völd­um að senda hinn sal­vadorska Kilm­ar Abrego Garcia aft­ur til Banda­ríkj­anna. Dóms­málaráðuneytið hef­ur viður­kennt að hon­um hafi verið rang­lega vísað úr landi.

Hinn 29 ára Abrego Garcia bjó í Mary­land-ríki og var gift­ur banda­rísk­um rík­is­borg­ara. Hann var ásamt 200 öðrum send­ur í al­ræmt fang­elsi í El Sal­vador í mars án málsmeðferðar, með vís­an til laga sem hafa sjald­an verið notuð.

Stríðslög frá ár­inu 1798

Í mars studd­ist Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti við stríðslög frá ár­inu 1798 til að ráðast í um­fangs­mikla aðgerð til að vísa óskrá­sett­um inn­flytj­end­um úr landi. Lög­in hafa aðeins verið notuð þris­var áður, síðast í ann­arri heimstyrj­öld.

Lög­in kveða á um að þegar Banda­rík­in eru í stríði eða að verja af sér inn­rás sé yf­ir­völd­um heim­ilt að hand­sama og/​​eða senda úr landi „alla íbúa, borg­ara eða þegna óvinaþjóðar­inn­ar sem eru 14 ára og eldri“ án málsmeðferðar.

Þegar upp komst um áform Trumps lagði al­rík­is­dóm­ari í Washingt­on fljótt fram tíma­bundna skip­un sem bannaði rík­is­stjórn­inni að not­ast við lög­gjöf­ina. Trump-stjórn­in óhlýðnaðist þeirri skip­un en hef­ur nú áfrýjað mál­inu til Hæsta­rétt­ar, sem er að megni skipaður íhalds­mönn­um og hef­ur nú fall­ist á beiðni Trumps.

Og því fær Trump leyfi frá Hæsta­rétti til að halda þess­um brott­vís­un­um áfram, en Hæstirétt­ur ít­rek­ar þó að inn­flytj­end­urn­ir eigi rétt á málsmeðferð.

Rang­lega vísað úr landi

Paula Xin­is héraðsdóm­ari í Mary­land gaf einnig skip­un á föstu­dag um að Abrego Garcia ætti að vera send­ur aft­ur til Banda­ríkj­anna fyr­ir miðnætti aðfaranótt sunnu­dags, eft­ir að lög­menn dóms­málaráðuneyt­is­ins viður­kenndu að hon­um hefði verið brott­vísað vegna „villu“.

Áfrýj­un­ar­dóm­ur tók ein­róma und­ir ákvörðun Xin­is. Har­vie Wilk­in­son, dóm­ari sem var skipaður af re­públi­kan­an­um Ronald Rea­gen, skrifaði jafn­vel: „Það er ekki spurn­ing að rík­is­stjórn­in klúðraði hérna.“

Trump-stjórn­in bað þó um að fá að áfrýja því til hæsta­rétt­ar, þar sem íhalds­menn eru í meiri­hluta. John G. Roberts yngri, for­seti hæsta­rétt­ar, lagði þar fram skip­un um að setja málið á ís til þess að gefa hæsta­rétt­ar­dómur­um rými til að taka ákvörðun.

Auk þess bað Roberts lög­mann Sal­vador­ans um að leggja fram rök­stuðning fyr­ir sínu máli fyr­ir klukk­an fimm að staðar­tíma á morg­un, þriðju­dag.

„Kaf­kaískt“ klúður

John Sau­er vara­dóms­málaráðherra skrifaði í áfrýj­un­ar­beiðnina að héraðsdóm­ar­inn hafi farið út fyr­ir valda­svið sitt.

Lög­menn Abrego Garcia voru á öðru máli og segja í bréfi skjól­stæðing sinn „sitja í er­lendu fang­elsi ein­vörðungu að beiðni banda­rískra stjórn­valda, sem er af­leiðing kaf­kaískra mistaka,“ seg­ir hann og vís­ar þar til tékk­neska rit­höf­und­ar­ins Franz Kaf­ka.

Lög­menn­irn­ir segja enn frem­ur:

„Skip­un héraðsdóms­ins sem ger­ir rík­is­stjórn­inni að greiða veg fyr­ir end­ur­komu Abrego Garcia er al­vana­leg. Hún vís­ar ekki til nokk­urr­ar ut­an­rík­is­stefnu eða jafn­vel inn­flytj­anda­stefnu að neinu leyti.“

Frétt­in hef­ur verið upp­færð með nýj­um upp­lýs­ing­um eft­ir að niðurstaða Hæsta­rétt­ar í máli dóm­ar­ans úr Washingt­on lá fyr­ir.

mbl.is