Vilja leiðrétta mismun framlaga eftir skóla

Skólakerfið í vanda | 8. apríl 2025

Vilja leiðrétta mismun framlaga eftir skóla

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur lagt fram tillögu um aukin framlög með börnum sem sækja leik- eða grunnskólanám í sjálfstætt starfandi skólum í Reykjavík.

Vilja leiðrétta mismun framlaga eftir skóla

Skólakerfið í vanda | 8. apríl 2025

Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík hef­ur lagt fram til­lögu um auk­in fram­lög með börn­um sem sækja leik- eða grunn­skóla­nám í sjálf­stætt starf­andi skól­um í Reykja­vík.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Reykja­vík hef­ur lagt fram til­lögu um auk­in fram­lög með börn­um sem sækja leik- eða grunn­skóla­nám í sjálf­stætt starf­andi skól­um í Reykja­vík.

Fram­lög eru í dag lægri með börn­um sem sækja sjálf­stætt starf­andi skóla en með þeim sem sækja borg­ar­rekna skóla. Vill Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn jafna þessi fram­lög óháð rekstr­ar­formi skól­anna.

Til­lag­an er á dag­skrá borg­ar­stjórn­ar­fund­ar í dag.

„Rekstr­ar­um­hverfi sjálf­stætt starf­andi skóla í Reykja­vík er erfitt, enda greiðir borg­in skert mennt­un­ar­fram­lag með þeim börn­um sem sækja nám í þess­um skól­um. Þetta hef­ur leitt til þess að for­eldr­ar þurfa að greiða skóla­gjöld, sem þó duga ekki til að bæta þann fjár­hags­lega mis­mun sem rík­ir milli skóla í op­in­ber­um rekstri ann­ars veg­ar og sjálf­stæðum rekstri hins veg­ar,“ seg­ir Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

Rétt­læt­is­mál

Til­laga sjálf­stæðismanna geng­ur út á að tryggja jöfn op­in­ber fram­lög með öll­um börn­um sem sækja leik- eða grunn­skóla­nám í Reykja­vík, óháð rekstr­ar­formi skól­anna. Þeir sjálf­stæðu skól­ar sem myndu þiggja fullt fram­lag myndu þá ekki inn­heimta skóla­gjöld eða sér­stak­ar álags­greiðslur í til­fell­um sjálf­stæðra leik­skóla.

„Við telj­um það rétt­læt­is­mál að sama mennt­un­ar­fram­lag fylgi hverju barni í skóla­kerf­inu. Með þeim hætti þyrftu sjálf­stæðir skól­ar ekki að inn­heimta skóla­gjöld, ryðja mætti úr vegi hindr­un­um í rekstri sjálf­stæðra skóla og gera mætti fjöl­breytt­ari hópi barna kleift að sækja þessa skóla, enda yrði efna­hag­ur for­eldra ekki leng­ur ákv­arðandi for­senda við skóla­val. Þetta er ein leið til þess að tryggja jöfn tæki­færi,“ seg­ir Hild­ur.

Standi illa um þess­ar mund­ir

Hild­ur seg­ir marga sjálf­stætt starf­andi skóla standa illa um þess­ar mund­ir. Skert fram­lög leiði til erfiðleika í rekstri sem ógnað geti því mik­ils­verða skóla­starfi sem byggt hef­ur verið upp í Reykja­vík.

„Sjálf­stæðir skól­ar hafa al­mennt reynst lit­rík viðbót við skóla­flór­una í borg­inni. Þeir hafa kynnt til leiks ný­stár­lega hug­mynda­fræði, nýj­ar fram­sækn­ar skóla­stefn­ur og veitt for­eldr­um fleiri val­kosti í skóla­mál­um. Við þurf­um að standa vörð um fjöl­breytta val­kosti og mögu­leika fólks til að velja milli ólíkra áherslna í upp­eldi og mennt­un barna sinna.“

mbl.is