Að rembast við að „vera eitthvað“

Að rembast við að „vera eitthvað“

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins.is skrifar um titla, tekjur, tæki og tól, peninga, útlit og allt það sem manneskjan leitar í til að lina sársaukann yfrir því að vera með innbyggða meðvitaða eða ómeðvitaða upplifun að vera ekki nóg. 

Að rembast við að „vera eitthvað“

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 9. apríl 2025

Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.
Valdimar Þór Svavarsson fyrirlesari og ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu.

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu og um­sjón­ar­maður Meðvirknipodcasts­ins.is skrif­ar um titla, tekj­ur, tæki og tól, pen­inga, út­lit og allt það sem mann­eskj­an leit­ar í til að lina sárs­auk­ann yfr­ir því að vera með inn­byggða meðvitaða eða ómeðvitaða upp­lif­un að vera ekki nóg. 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu og um­sjón­ar­maður Meðvirknipodcasts­ins.is skrif­ar um titla, tekj­ur, tæki og tól, pen­inga, út­lit og allt það sem mann­eskj­an leit­ar í til að lina sárs­auk­ann yfr­ir því að vera með inn­byggða meðvitaða eða ómeðvitaða upp­lif­un að vera ekki nóg. 

Fyr­ir nokkr­um árum fóru að koma beiðnir til mín um að koma með hópefli fyr­ir fyr­ir­tæki og stofn­an­ir. Ég fann strax fyr­ir væg­um kvíða við til­hugs­un­ina. Það byggði ekki síst á því að þegar ég hef „lent“ í því að taka þátt í hópefli í gegn­um tíðina, þá hef ég oft­ar en ekki fengið mik­inn kjána­hroll og ýms­ar kvíðvæn­leg­ar hugs­an­ir hrann­ast upp; „Þetta er nú meira ruglið, til hvers að vera að fífl­ast svona? Er ekki hægt að vera með fræðslu eða eitt­hvað annað, frek­ar en að bjóða upp á ein­hvern bjána­leg­an leik sem eng­inn veit hvernig verður?“ Ég vildi frek­ar taka krefj­andi próf en að fara í svona skelfi­leg­ar aðstæður þar sem ég vissi ekk­ert hvað ætti að gera og það yrði mögu­lega hlegið að mér. Það sem ég átti eft­ir að kom­ast að var að bakvið þetta var djúp­stæðari blanda af stjórn­semi og óör­yggi en ég gerði mér grein fyr­ir.

Þegar talað er um sjálfs­virði þá er það fyr­ir­bæri sem bygg­ir á tveim­ur þátt­um, sjálfi og virði. Flest­ir eru fljót­ir til svara ef þeir eru spurðir; Hvað er sjálf? „Það er hver ég er“, segja flest­ir. En ef maður spyr; „Ok og hver ertu?“ þá finna marg­ir að þeir eiga í smá erfiðleik­um með að svara því ná­kvæm­lega.

Sjálfið er að stór­um hluta upp­lif­un, í raun­inni hluti af and­leg­um veru­leika okk­ar. Það er upp­lif­un okk­ar um það hver við erum. Sjálfs­virði er virði okk­ar byggt á því hver við telj­um okk­ur vera. Eft­ir ára­langa reynslu á eig­in skinni og í starfi sem ráðgjafi og meðferðaraðili, þá hef­ur ít­rekað komið í ljós að mjög marg­ir eiga ein­mitt erfitt með að skil­greina sig, að svara því ná­kvæm­lega hverj­ir þeir eru. Fyr­ir því eru ýms­ar ástæður og í mörg­um til­vik­um hef­ur fólk í raun aldrei staldrað við til að spyrja sig al­menni­lega, hver er ég? Jafn­vel þegar það er gert þá er upp­lif­un­in svo­lítið óreiðukennd og marg­ir grípa til þess að telja upp starfstitil, mennt­un eða eitt­hvað þess­hátt­ar sem hluta af sjálf­inu.

Það er eðli­legt þegar við erum ekki viss um hver við erum og höf­um jafn­vel ekki fengið góðan og gagn­leg­an stuðning til að þróa heil­brigt og sterkt sjálfs­virði. Ef það er skort­ur á því, ef sjálfs­virðið er lágt eða lítið, þá veld­ur það óþæg­ind­um og aug­ljós­lega áhrif­um á systkini sitt, sjálfs­traustið. Sjálfs­virði sem er lágt og óljóst leiðir af sér sjálfs­traust sem er lágt og óljóst. Í þeim til­vik­um sem sjálfs­virðið er lágt, þá leit­um við leiða til að hækka það en höf­um ekki lært að gera það með því að byggja á okk­ar eig­in virði.

Það sem við ger­um í staðinn er að leita í það sem við trú­um að öðrum þyki ein­hvers virði. Við lend­um í þess­um óstjórn­lega heimi sam­an­b­urðar þar sem nær­tæk­asta leiðin er að auka virði sitt byggt á ver­ald­leg­um hlut­um eða öðru sem þykir „flott“. Titl­ar, tekj­ur, tæki og tól, pen­ing­ar og auðvitað út­lit, eru meðal þess sem við leit­um til sem leiðir til að lina sárs­auk­ann yfir því að vera með inn­byggða meðvitaða eða ómeðvitaða upp­lif­un um að vera ekki nóg. Það þykir líka rosa­lega fínt að vera rosa­lega dug­leg­ur, af­kasta­mik­ill og að fram­kvæma öfga­full af­rek af ein­hverju tagi. Þarna eru mjög marg­ir að rembast við að „vera eitt­hvað“ byggt á ein­hverju utan við sinn innri raun­veru­leika og vona að það þyki flott í heimi sam­an­b­urðar­ins. Vesenið með þetta er að ytra virðið næg­ir aldrei, það vant­ar alltaf aðeins meira. Það sem næg­ir í dag, er ekki nóg á morg­un.

Það er alltaf ein­hver sem er með flott­ari maga­vöðva, nýrri bíl, fleiri „like“, fleiri fylgj­end­ur, af­rek­ar meira, fær flott­ari stöðu, græðir meiri pen­ing og svo fram­veg­is. Í sam­an­b­urðar­heim­in­um verðum við svo sjálfsmeðvituð og ótta­sleg­in við að aðrir dæmi okk­ur, sem gjald­fell­ir auðvitað sjálfs­virði okk­ar sem mátti ekki við því ef það var lágt fyr­ir. Þess vegna för­um við að vanda okk­ur svaka­lega við að passa inn í hug­mynd­irn­ar um það hvernig við eig­um öll að vera og reyna svo að sýna ein­hver spil á hendi í formi ytra virðis, svo við séum nú með í leikn­um. Þetta leiðir í raun af sér stjórn­semi, við erum að reyna að stjórna því hvað öðrum finnst um okk­ur.

Stjórn­sem­in er knú­in áfram af fyrr­nefndu óör­yggi og held­ur svo áfram að næra sjálfa sig. Það er nefni­lega svo erfitt að vera full­kom­inn og viðhalda ímynd­inni ver­andi mann­eskja, sem í eðli sínu er full­kom­lega ófull­kom­in, ger­ir mis­tök og hef­ur fullt af styrk­leik­um og veik­leik­um líka.

Þegar við erum með sjálfs­virði sem er veikt þá erum við álíka ótta­sleg­in við að klúðra eða verða að at­hlægi, eins og við erum við kóngu­lær og dauðann! Þess vegna erum við dauðhrædd við að taka þátt í hópefli, eða ein­hverju öðru sem mætti kalla að leika sér, því þar er veru­leg hætta á að klúðra ein­hverju og „gera sig að fífli“.

Þegar við erum börn þá vilj­um við ekk­ert frek­ar en að leika okk­ur og erum laus við áhyggj­ur af því hvað öðrum finnst um það hvað við ger­um. Okk­ur finnst við ekk­ert fífla­leg eða asna­leg þó við döns­um og syngj­um með bleyj­una á boss­an­um og hár­burst­ann í hend­inni. Við hlaup­um, skríkj­um, öskr­um og hlæj­um eins og okk­ur list­ir. Það ætti alla vega að vera þannig. Það er eðli okk­ar sem börn að vera hvat­vís; að gera eða segja það sem okk­ur dett­ur í hug, án þess að spá í hvað öðrum finnst um það.

Af ýms­um ástæðum töp­um við þess­um eig­in­leika í heimi stjórn­semi og sammeðvirkr­ar hegðunar þar sem all­ir eru upp­tekn­ir af því hvað öðrum finnst. Það á líka við um for­eldra barna, sem reyna að láta þau „haga sér“ svo þau verði for­eldr­un­um ekki til skamm­ar. Börn­in verða að þvinga niður þenn­an grunn­eig­in­leika sinn, að vera hvat­vís og leika sér, til þess að öðrum líði bet­ur í sam­an­b­urðar­heim­in­um. Þess vegna erum við sem full­orðið fólk kom­in með inni­lok­un­ar­kennd af því það er eðli okk­ar að leika okk­ur, en við þorum því ekki af fyrr­greind­um ástæðum. Lítið sam­fé­lag eins og Ísland ýtir svo enn meira und­ir þetta sam­fé­lags­lega mein sem meðvirkn­in er. Sum­ir hætta sér í að gera eitt­hvað „klikkað“ þegar þeir detta í það eða fara til út­landa þar sem eng­inn þekk­ir þá. Önnur leið er að fara í hlát­ur­jóga eða ein­hverj­ar aðrar aðstæður þar sem það er sam­fé­lags­leg sátt um að sleppa aðeins af sér beisl­inu. En flest­ir leika sér ekk­ert, eru alltaf að „passa sig“ og láta innra barnið líða fyr­ir það að fá aldrei að leika sér.

Það er klár­lega kom­inn tími til að losna úr spennitreyj­unni, gefa góðlát­leg­an skít í viðhorf annarra og leika okk­ur meira. Hvað get­ur þú gert skemmti­legt í dag? Viltu koma út að leika?

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

mbl.is