„Gæti verið búið á Sundhnúkareininni“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. apríl 2025

„Gæti verið búið á Sundhnúkareininni“

„Landrisið byrjaði hraðar núna en eftir síðustu gos en mér sýnist vera að hægja á því eins og er sem betur fer.“

„Gæti verið búið á Sundhnúkareininni“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 9. apríl 2025

Þorvaldur segir erfitt að meta landrisið á þessum tímapunkti en …
Þorvaldur segir erfitt að meta landrisið á þessum tímapunkti en svo virðist vera að það sé að draga úr því. mbl.is/Hákon Pálsson

„Landrisið byrjaði hraðar núna en eft­ir síðustu gos en mér sýn­ist vera að hægja á því eins og er sem bet­ur fer.“

„Landrisið byrjaði hraðar núna en eft­ir síðustu gos en mér sýn­ist vera að hægja á því eins og er sem bet­ur fer.“

Þetta seg­ir Þor­vald­ur Þórðar­son eld­fjalla­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is en skýr merki eru um að landris haldi áfram und­ir Svartsengi eft­ir gosið á Sund­hnúkagígaröðinni þann 1. apríl sem stóð yfir í um sex klukku­stund­ir. Það var átt­unda eld­gosið frá því gos­hrin­an þar hófst í des­em­ber 2023.

Þor­vald­ur seg­ir erfitt að meta landrisið á þess­um tíma­punkti en svo virðist vera að það sé að draga úr því.

„Kannski var þetta bara ein­hver mjög hröð byrj­un og svo jafn­ar þetta sig og held­ur sama damp­in­um eða það hæg­ist enn frek­ar á því,“ seg­ir hann.

Spurður hvort vænta sé fleiri at­b­urða á Sund­hnúkagígaröðinni seg­ir hann:

„Ef landris held­ur áfram, og ég tala nú ekki um að það verði hraðara en hef­ur verið, þá myndi ég telja að það endaði með ein­um eða fleiri at­b­urðum í viðbót.“

At­b­urður­inn 1. apríl var mjög stór

Þor­vald­ur seg­ir að þótt eld­gosið 1. apríl hafi verið lítið og aðeins staðið yfir í nokkr­ar klukku­stund­ir þá hafi at­b­urður­inn verið mjög stór en kviku­gang­ur­inn sem myndaðist var sá stærsti síðan í nóv­em­ber 2023. Sam­kvæmt lík­an­reikn­ing­um fóru um 30 millj­ón rúm­metr­ar af kviku úr kviku­hólf­inu und­ir Svartsengi og yfir í kviku­gang­inn.

„Skjálfta­virkn­in var mik­il sem og spennu­los­un og það get­ur vel verið að þetta hafi sett kerfið úr jafn­vægi. Ef við horf­um yfir árið þá hef­ur landrisið verið að hægja á sér jafnt og þétt á milli at­b­urða. Ef það held­ur áfram þá fer þessu að ljúka,“ seg­ir hann.

Þor­vald­ur seg­ir að það verði að bíða og sjá hvernig landrisið þró­ist á næstu dög­um og eft­ir það sé hægt að meta hver at­b­urðarás­in verði í næstu framtíð.

Gæt­um fengið góða pásu

„Þessi mikla spennu­los­un sem varð get­ur opnað leiðir fyr­ir kviku til að kom­ast upp á yf­ir­borðið en það þarf tvennt til. Kvik­an þarf að vera í þannig stöðu að hún sé til­bú­in að kom­ast upp til yf­ir­borðs og síðan þurfa að vera leiðir fyr­ir kvik­una að kom­ast upp,“ seg­ir Þor­vald­ur og held­ur áfram:

„Það er ákveðin óvissa í kerf­inu hvað fram­haldið varðar og við verðum að horfa á þró­un­ina til að átta okk­ur á því. Þetta gæti verið búið á Sund­hnúk­arein­inni og að virkn­in færi sig yfir á næstu gos­rein­ar eins og Trölla­dyngju, Krýsu­vík eða út á Reykja­nesið. En hvert hún fer eða hvenær er ekki hægt spá fyr­ir um í augna­blik­inu. Við gæt­um al­veg fengið góða pásu ef þetta stopp­ar sem væri ósk­andi.“

mbl.is