Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir prýðir nú auglýsingaskilti í Palm Springs í Kaliforníu. Það eitt og sér er nú ekki svo ýkja fréttnæmt, nema kannski fyrir það að söngkonan er ekki að auglýsa tónleika, nýja plötu eða annað þess háttar.
Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir prýðir nú auglýsingaskilti í Palm Springs í Kaliforníu. Það eitt og sér er nú ekki svo ýkja fréttnæmt, nema kannski fyrir það að söngkonan er ekki að auglýsa tónleika, nýja plötu eða annað þess háttar.
Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir prýðir nú auglýsingaskilti í Palm Springs í Kaliforníu. Það eitt og sér er nú ekki svo ýkja fréttnæmt, nema kannski fyrir það að söngkonan er ekki að auglýsa tónleika, nýja plötu eða annað þess háttar.
Auglýsingaskiltið hvetur áhugasama til að heimsækja nýja vefsíðu, SayLaufey.com, en þar eiga aðdáendur söngkonunnar og aðrir áhugasamir að geta lært að bera nafn hennar rétt fram.
Á skiltinu er mynd af Laufeyju með tárin í augunum og eftirfarandi texti: „Still struggling with my name? Visit SayLaufey.com to learn“ sem má þýða á íslensku sem: „Ertu enn að baslast við að segja nafnið mitt? Kíktu á SayLaufey.com til að læra“.
Laufey deildi mynd af auglýsingaskiltinu á Instagram-síðu sinni nú á dögunum og hefur færslan hlotið mikla athygli, en ríflega ein milljón manns hefur lækað við hana, þar á meðal poppstjarnan Olivia Rodrigo.
„Kominn tími til,“ skrifar Laufey við myndina.
Laufey hefur verið ansi dugleg að kenna aðdáendum sínum, Hollywood-stjörnum og öðrum að bera fram nafn sitt.
Söngkonan skólaði meðal annars Kelly Clarkson til í íslensku þegar hún var gestur í spjallþætti hennar síðastliðið sumar og kenndi einnig stórstjörnunum Timothée Chalamet, Graham Norton, Andrew Garfield og James Corden að bera fram nafn sitt þegar hún var gestur í jólaþætti Norton í fyrra.