Með tárin í augunum á nýju auglýsingaskilti

Poppkúltúr | 9. apríl 2025

Með tárin í augunum á nýju auglýsingaskilti

Söngkonan, tónskáldið og Grammy-verðlaunahafinn Laufey Lín Bing Jónsdóttir prýðir nú auglýsingaskilti í Palm Springs í Kaliforníu. Það eitt og sér er nú ekki svo ýkja fréttnæmt, nema kannski fyrir það að söngkonan er ekki að auglýsa tónleika, nýja plötu eða annað þess háttar.

Með tárin í augunum á nýju auglýsingaskilti

Poppkúltúr | 9. apríl 2025

Laufey er með húmorinn í lagi.
Laufey er með húmorinn í lagi. Semsagt mynd

Söng­kon­an, tón­skáldið og Grammy-verðlauna­haf­inn Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir prýðir nú aug­lýs­inga­skilti í Palm Springs í Kali­forn­íu. Það eitt og sér er nú ekki svo ýkja frétt­næmt, nema kannski fyr­ir það að söng­kon­an er ekki að aug­lýsa tón­leika, nýja plötu eða annað þess hátt­ar.

Söng­kon­an, tón­skáldið og Grammy-verðlauna­haf­inn Lauf­ey Lín Bing Jóns­dótt­ir prýðir nú aug­lýs­inga­skilti í Palm Springs í Kali­forn­íu. Það eitt og sér er nú ekki svo ýkja frétt­næmt, nema kannski fyr­ir það að söng­kon­an er ekki að aug­lýsa tón­leika, nýja plötu eða annað þess hátt­ar.

Aug­lýs­inga­skiltið hvet­ur áhuga­sama til að heim­sækja nýja vefsíðu, Say­Lauf­ey.com, en þar eiga aðdá­end­ur söng­kon­unn­ar og aðrir áhuga­sam­ir að geta lært að bera nafn henn­ar rétt fram.

Á skilt­inu er mynd af Lauf­eyju með tár­in í aug­un­um og eft­ir­far­andi texti: „Still str­uggl­ing with my name? Visit Say­Lauf­ey.com to le­arn“ sem má þýða á ís­lensku sem: „Ertu enn að basl­ast við að segja nafnið mitt? Kíktu á Say­Lauf­ey.com til að læra“.

Lauf­ey deildi mynd af aug­lýs­inga­skilt­inu á In­sta­gram-síðu sinni nú á dög­un­um og hef­ur færsl­an hlotið mikla at­hygli, en ríf­lega ein millj­ón manns hef­ur lækað við hana, þar á meðal popp­stjarn­an Oli­via Rodrigo.

„Kom­inn tími til,“ skrif­ar Lauf­ey við mynd­ina. 

Lauf­ey hef­ur verið ansi dug­leg að kenna aðdá­end­um sín­um, Hollywood-stjörn­um og öðrum að bera fram nafn sitt.

Söng­kon­an skólaði meðal ann­ars Kelly Cl­ark­son til í ís­lensku þegar hún var gest­ur í spjallþætti henn­ar síðastliðið sum­ar og kenndi einnig stór­stjörn­un­um Timot­hée Chala­met, Gra­ham Nort­on, Andrew Garfield og James Cor­d­en að bera fram nafn sitt þegar hún var gest­ur í jólaþætti Nort­on í fyrra.

View this post on In­sta­gram

A post shared by lauf­ey (@lauf­ey)

View this post on In­sta­gram

A post shared by Very Asi­an ® (@veryasi­an.co)



mbl.is