Melanie B. fagnar með transbarni sínu

Poppkúltúr | 9. apríl 2025

Melanie B. fagnar með transbarni sínu

Söngkonan og fyrrverandi meðlimur Spice Girls, Melanie Brown eða Melanie B., fagnar tímamótum með fjölskyldu sinni. Angel, sonur hennar og leikarans Eddie Murphy, er nýorðinn 18 ára.

Melanie B. fagnar með transbarni sínu

Poppkúltúr | 9. apríl 2025

Melanie B. með börnin sín þrjú, Madison, Angel og Phoenix.
Melanie B. með börnin sín þrjú, Madison, Angel og Phoenix. Skjáskot/Instagram

Söng­kon­an og fyrr­ver­andi meðlim­ur Spice Gir­ls, Mel­anie Brown eða Mel­anie B., fagn­ar tíma­mót­um með fjöl­skyldu sinni. Ang­el, son­ur henn­ar og leik­ar­ans Eddie Murp­hy, er nýorðinn 18 ára.

Söng­kon­an og fyrr­ver­andi meðlim­ur Spice Gir­ls, Mel­anie Brown eða Mel­anie B., fagn­ar tíma­mót­um með fjöl­skyldu sinni. Ang­el, son­ur henn­ar og leik­ar­ans Eddie Murp­hy, er nýorðinn 18 ára.

Af til­efn­inu setti Mel­anie færslu á In­sta­gram-síðu sína til­einkaða Ang­el með orðunum: „Til ham­ingju með af­mælið eng­ill­inn minn! Ég trúi ekki að þú sért 18 ára, þú ert svo sér­stak­ur og hæfi­leika­rík­ur.“

Ang­el er miðju­barn Mel­anie en hún eignaðist hann eft­ir stutt sam­band með Murp­hie árið 2006. Lengi vel gekkst Murp­hy ekki við að vera faðir barns­ins, jafn­vel þótt búið væri að sýna fram á faðernið með próf­un­um. Ang­el sem fædd­ist í lík­ama stúlku skil­grein­ir sig nú í karl­kyni.

Fyr­ir átti Mel­anie Phoen­ix, sem er í dag 26 ára, með fyrr­ver­andi kær­asta sín­um, dans­ar­an­um Jimmy Gulz­ar. Örverpið er Madi­son en hún er 13 ára og hún á hana með fyrr­ver­andi eig­in­manni sín­um, leik­stjór­an­um Stephen Bela­fonte.

Í færsl­unni skrifaði Mel­anie einnig: „Ég gæti ekki verið stolt­ari af því að fylgj­ast með þér vaxa og verða sú mann­eskja sem þú ert, en þú munt alltaf verða barnið mitt, ég vona að þú hald­ir áfram að elta drauma þína og vertu góður við alla í kring­um þig eins og þú hef­ur alltaf verið eng­ill­inn minn, elska þig alltaf.“

E News

mbl.is