Spá Landsbankans: Hægur vöxtur en þrálát verðbólga

Umræða | 9. apríl 2025

Spá Landsbankans: Hægur vöxtur en þrálát verðbólga

Landsbankinn birti í dag nýja hagspá sem nær til ársins 2027. Spáð er hægfara hagvexti næstu ár, en einnig þrálátri verðbólgu og töluverðri óvissu í alþjóðaviðskiptum.

Spá Landsbankans: Hægur vöxtur en þrálát verðbólga

Umræða | 9. apríl 2025

Landsbankinn.
Landsbankinn. mbl.is/sisi

Lands­bank­inn birti í dag nýja hagspá sem nær til árs­ins 2027. Spáð er hæg­fara hag­vexti næstu ár, en einnig þrálátri verðbólgu og tölu­verðri óvissu í alþjóðaviðskipt­um.

Lands­bank­inn birti í dag nýja hagspá sem nær til árs­ins 2027. Spáð er hæg­fara hag­vexti næstu ár, en einnig þrálátri verðbólgu og tölu­verðri óvissu í alþjóðaviðskipt­um.

Sam­kvæmt spánni verður hag­vöxt­ur 1,4% í ár og nær 2,3% árið 2027. Vöxt­ur­inn verður einkum drif­inn áfram af einka­neyslu, fjár­fest­ingu og aukn­um út­flutn­ingi, meðal ann­ars á lyfj­um og eld­is­fiski.

Verðbólga hef­ur dreg­ist sam­an frá há­marki í fyrra en er spáð óbreytt við árs­lok 2025, í 3,8%. Hún verður 3% í lok 2027. Stýri­vext­ir lækka smám sam­an á tíma­bil­inu í 5%.

Á íbúðamarkaði er spáð hóf­leg­um verðhækk­un­um og dregið hef­ur úr spennu. At­vinnu­leysi nær há­marki í ár, 3,8%, en lækk­ar að nýju síðar á tíma­bil­inu.

Toll­ar í Banda­ríkj­un­um og mögu­leg vernd­ar­stefna gætu haft áhrif á út­flutn­ing og ferðaþjón­ustu. Ísland er þó í lægsta tolla­flokki og lyf eru und­anþegin toll­um.

Þrátt fyr­ir vænt­an­leg­an af­gang í vöru- og þjón­ustu­jöfnuði er spáð halla á viðskipta­jöfnuði allt spá­tíma­bilið.

Grein­ing­ar­deild bank­ans bend­ir á að þótt efna­hag­ur­inn standi traust­um fót­um, geti sveifl­ur í alþjóðlegu um­hverfi haft áhrif á þróun næstu ára.

mbl.is