Tryggja verði sómasamlega fjármögnun

Skólakerfið í vanda | 9. apríl 2025

Tryggja verði sómasamlega fjármögnun

Fulltrúafundur Félags framhaldsskólakennara mótmælir harðlega sparnaðaráformum ríkisins á framhaldsskólastigi, sem birtast í fjármálaáætlun fjármála- og efnahagsráðherra fyrir árin 2026-2030.

Tryggja verði sómasamlega fjármögnun

Skólakerfið í vanda | 9. apríl 2025

Félag framhaldsskólakennara leggur fast að fjármála- og efnahagsráðherra ásamt ríkisstjórninni …
Félag framhaldsskólakennara leggur fast að fjármála- og efnahagsráðherra ásamt ríkisstjórninni allri, fjárlaganefnd, allsherjar- og menntamálanefnd og öllum þingmönnum að tryggja að framhaldsskólastigið verði fjármagnað sómasamlega á næstu árum. Ljósmynd/Colourbox

Full­trúa­fund­ur Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara mót­mæl­ir harðlega sparnaðaráform­um rík­is­ins á fram­halds­skóla­stigi, sem birt­ast í fjár­mála­áætl­un fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir árin 2026-2030.

Full­trúa­fund­ur Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara mót­mæl­ir harðlega sparnaðaráform­um rík­is­ins á fram­halds­skóla­stigi, sem birt­ast í fjár­mála­áætl­un fjár­mála- og efna­hags­ráðherra fyr­ir árin 2026-2030.

Fé­lag fram­halds­skóla­kenn­ara legg­ur fast að fjár­mála- og efna­hags­ráðherra ásamt rík­is­stjórn­inni allri, fjár­laga­nefnd, alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og öll­um þing­mönn­um að tryggja að fram­halds­skóla­stigið verði fjár­magnað sóma­sam­lega á næstu árum svo að ein­hver von sé um að metnaðarfull stefna stjórn­valda í mála­flokkn­um til árs­ins 2030 nái fram að ganga.

Þetta kem­ur fram í álykt­un fund­ar­ins frá því á mánu­dag.

Í besta falli und­ar­leg áform

Seg­ir í álykt­un­inni að fjár­mála­áætl­un geri ráð fyr­ir meira en 5% niður­skurði á tíma­bil­inu til fram­halds­skóla­stigs­ins og að áform um svo harka­leg­an niður­skurð til mála­flokks­ins séu í besta falli und­ar­leg í ljósi þess að von sé á fjöl­menn­um ár­göng­um inn í fram­halds­skóla lands­ins á næstu fimm árum.

„Á næstu tveim­ur árum eru lík­ur til þess að nem­end­um fjölgi hér um bil um 650 nem­end­ur, sem sam­svar­ar ein­um meðal­stór­um fram­halds­skóla,“ sem seg­ir í álykt­un full­trúa­fund­ar­ins.

Fulltrúafundurinn bendir á að á næstu tveimur árum séu líkur …
Full­trúa­fund­ur­inn bend­ir á að á næstu tveim­ur árum séu lík­ur til þess að fram­halds­skóla­nem­um fjölgi um það bil um 650 nem­end­ur hér á landi. Graf/​Hag­stofa Íslands

Tel­ur fund­ur­inn fyr­ir­hugaðan niður­skurð alls ekki ríma við stefnu stjórn­valda í mála­flokkn­um en t.a.m. sé stefnt að því að fjölga nem­end­um í iðn- og verk­grein­um og það nám sé mun dýr­ara en annað nám.

Einnig sé ráðgert að koma í rík­ara mæli til móts við sí­fellt fjöl­breytt­ari nem­enda­hóp hvað varðar tungu­mála- og menn­ing­ar­bak­grunn, náms­stöðu og sérþarf­ir, meðal ann­ars með auk­inni ís­lensku­kennslu og öðrum far­sæld­arstuðningi.

Verði að geta staðið und­ir lög­bundnu hlut­verki sínu

„Fram­halds­skóla­stigið verður að geta staðið und­ir lög­bundnu hlut­verki sínu, sem er að bjóða öll­um nem­end­um nám við hæfi með vel­ferð og far­sæld að leiðarljósi. Vand­séð er að það ná­ist ef fyr­ir­hugaður niður­skurður verður að veru­leika.

Fé­lag fram­halds­skóla­kenn­ara legg­ur fast að fjár­mála- og efna­hags­ráðherra ásamt rík­is­stjórn­inni allri, fjár­laga­nefnd, alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd og öll­um þing­mönn­um að tryggja að fram­halds­skóla­stigið verði fjár­magnað sóma­sam­lega á næstu árum svo að ein­hver von sé um að metnaðarfull stefna stjórn­valda í mála­flokkn­um til árs­ins 2030 nái fram að ganga.“

mbl.is