„Hvers vegna liggur svona mikið á?“

Alþingi | 10. apríl 2025

„Hvers vegna liggur svona mikið á?“

„Ríkisstjórnin er í raunheimum með almenningi. Má bjóða minni hlutanum að koma með okkur,“ sagði Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra á Alþingi í dag. 

„Hvers vegna liggur svona mikið á?“

Alþingi | 10. apríl 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, …
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra og Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, tókust á um veiðigjöldin á þingi í dag. Samsett mynd/mbl.is/María

„Rík­is­stjórn­in er í raun­heim­um með al­menn­ingi. Má bjóða minni hlut­an­um að koma með okk­ur,“ sagði Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra á Alþingi í dag. 

„Rík­is­stjórn­in er í raun­heim­um með al­menn­ingi. Má bjóða minni hlut­an­um að koma með okk­ur,“ sagði Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra á Alþingi í dag. 

Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, spurði ráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma út í veiðigjalda­frum­varpið og benti á að for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­inn­ar hefðu sagt að tvö­föld­un veiðigjalds gæti komið til á ára­tug.

Rétt skal vera rétt

„Nú eru allt í einu nokkr­ir mánuðir til stefnu, talað um leiðrétt­ingu og að hér sé aðeins um að ræða fyrsta skrefið. Það ligg­ur fyr­ir að sér­fræðing­ar ráðuneyt­is hæst­virts ráðherra ráðlögðu rík­is­stjórn­inni að leggja mat á áhrif­in, ekki aðeins á mögu­leg­ar aukn­ar tekj­ur af breyttu veiðigjaldi held­ur einnig áhrif þess á rekstr­ar­for­send­ur í sjáv­ar­út­vegi og þannig aðra tekju­öfl­un rík­is­sjóðs. Það er ekki nóg að áætla tekju­nám í tóma­rúmi. Við lif­um nefni­lega í raun­heim­um, frú for­seti. Rétt skal vera rétt, sagði einn hæst­virt­ur ráðherra. Að mati ótal sér­fræðinga í stjórn­sýsl­unni sem og sam­kvæmt ótal varnaðarorðum frá sveit­ar­stjórn­um um allt land er rík­is­stjórn­in ekki að gera rétt,“ sagði Jens Garðar.

Hann spurði ráðherra því næst hvort það stæði enn til að leggja málið fram óbreytt „keyra það í gegn á loka­dög­um þings þrátt fyr­ir alla þá ágalla sem bent hef­ur verið á? Hvers vegna ligg­ur svona mikið á?“

Ein­falt svar

Hanna Katrín sagði að málið væru drög og í sam­ráði. Nú væri verið að vinna úr þeim ríf­lega 100 um­sögn­um sem hefðu borist.

„Það eru sam­töl í gangi, hafa verið í gangi á meðan málið hef­ur verið í sam­ráðsgátt. Það er verið að vinna úr um­sögn­um. Það er verið að skoða hvort ástæða þyki til að breyta frum­varp­inu áður en það kem­ur hingað inn í þing­lega meðferð þar sem það fer sinn gang, fær von­andi mál­efna­lega umræðu, fer í þing­nefnd­ina, ann­an um­sagn­ar­frest og síðan verður það klárað. En af því að hátt­virt­ur þingmaður spyr: Á að klára þetta? þá er svarið ein­falt: Já.

Síðan hitt: Af hverju er rík­is­stjórn­in ekki í raun­heim­um? Ég ætla bara að segja þetta: Rík­is­stjórn­in er í raun­heim­um með al­menn­ingi. Má bjóða minni hlut­an­um að koma með okk­ur,“ spurði ráðherra.  

mbl.is