Erlendir ríkisborgarar taldir sem ferðamenn á Keflavíkurflugvelli

Ferðamenn á Íslandi | 11. apríl 2025

Erlendir ríkisborgarar taldir sem ferðamenn á Keflavíkurflugvelli

Vísbendingar eru um að tölur um erlenda ferðamenn á Íslandi hafið falið í sér nokkurt ofmat. Ástæðan er að erlendir ríkisborgarar sem búa á landinu kunna að hafa verið taldir sem ferðamenn á leið úr landi.

Erlendir ríkisborgarar taldir sem ferðamenn á Keflavíkurflugvelli

Ferðamenn á Íslandi | 11. apríl 2025

Ferðamönnum og erlendum ríkisborgurum fjölgar ört á Íslandi.
Ferðamönnum og erlendum ríkisborgurum fjölgar ört á Íslandi. mbl.is/Eggert

Vís­bend­ing­ar eru um að töl­ur um er­lenda ferðamenn á Íslandi hafið falið í sér nokk­urt of­mat. Ástæðan er að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem búa á land­inu kunna að hafa verið tald­ir sem ferðamenn á leið úr landi.

Vís­bend­ing­ar eru um að töl­ur um er­lenda ferðamenn á Íslandi hafið falið í sér nokk­urt of­mat. Ástæðan er að er­lend­ir rík­is­borg­ar­ar sem búa á land­inu kunna að hafa verið tald­ir sem ferðamenn á leið úr landi.

Odd­ný Þóra Óla­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Ferðamála­stofu, tel­ur þó ekki til­efni til að end­ur­skoða töl­ur síðustu ára.

Spurð hversu mikið þurfi hugs­an­lega að end­ur­skoða töl­urn­ar með þetta í huga seg­ir hún að í ljósi þess hve er­lend­um rík­is­borg­ur­um með bú­setu á Íslandi hafi fjölgað á und­an­förn­um árum megi ætla að þeir hafi mælst tvö­falt fleiri í brott­far­artaln­ing­um árið 2024 en árið 2017. En sam­kvæmt Hag­stof­unni hef­ur fólki með er­lent rík­is­fang á Íslandi fjölgað úr 28.500 árið 2017 í 63.500 árið 2024. 

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

mbl.is