Hluti auðlindagjalda í markaðsmál

Veiðigjöld | 11. apríl 2025

Hluti auðlindagjalda í markaðsmál

„Við erum og höfum verið í samtali við hlutaðeigandi aðila innan atvinnugreinarinnar vegna áforma ríkisstjórnarinnar um auðlindagjöld á ferðaþjónustuna,“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra í samtali við Morgunblaðið, spurð um gagnrýni Boga Nils Bogasonar forstjóra Icelandair í Morgunblaðinu í gær, á áformuð auðlindagjöld á ferðaþjónustuna.

Hluti auðlindagjalda í markaðsmál

Veiðigjöld | 11. apríl 2025

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. mbl.is/Karítas

„Við erum og höf­um verið í sam­tali við hlutaðeig­andi aðila inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar vegna áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar um auðlinda­gjöld á ferðaþjón­ust­una,“ seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurð um gagn­rýni Boga Nils Boga­son­ar for­stjóra Icelanda­ir í Morg­un­blaðinu í gær, á áformuð auðlinda­gjöld á ferðaþjón­ust­una.

„Við erum og höf­um verið í sam­tali við hlutaðeig­andi aðila inn­an at­vinnu­grein­ar­inn­ar vegna áforma rík­is­stjórn­ar­inn­ar um auðlinda­gjöld á ferðaþjón­ust­una,“ seg­ir Hanna Katrín Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra í sam­tali við Morg­un­blaðið, spurð um gagn­rýni Boga Nils Boga­son­ar for­stjóra Icelanda­ir í Morg­un­blaðinu í gær, á áformuð auðlinda­gjöld á ferðaþjón­ust­una.

Hún seg­ir þá at­huga­semd rétt­mæta að sam­keppn­islönd Íslands í ferðaþjón­ustu, Nor­eg­ur og Finn­land, hafi sett meiri fjár­muni en Íslend­ing­ar í markaðssetn­ingu síðustu ár. Áhyggj­ur séu yfir því að þau lönd hafi ekki slakað á í markaðsmá­l­um eft­ir covid-far­ald­ur­inn, á meðan Ísland hafi gert svo. „Hug­mynd­in hef­ur alltaf verið sú að hluti af þess­um auðlinda­gjöld­um verði notaður til að efla markaðssetn­ingu ferðaþjón­ust­unn­ar og gera það þannig að hún verði viðvar­andi, en ekki í formi tíma­bund­ins átaks, eins og hef­ur tíðkast í þess­ari at­vinnu­grein,“ seg­ir hún.

mbl.is