Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður flokksins, er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður flokksins, er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi þingmaður, ráðherra og varaformaður flokksins, er nýr formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar.
Katrín var sú eina sem bauð sig fram og var því sjálfkjörin. Snýr hún því aftur í stjórn flokksins, en hún var varaformaður Samfylkingarinnar á árunum 2013 til 2016.
Guðný Birna Guðmundsdóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ, er nýr ritari flokksins. Hún var kjörin á landsfundi flokksins í Grafarvogi í dag.
Guðný Birna hlaut nánar til tekið 76,47 prósent atkvæða í kjörinu, en Gylfi Þór Gíslason, formaður verkalýðsmálaráðs Samfylkingarinnar, hlaut 21,67 prósent atkvæða. 1,86 prósent greiddra atkvæða voru auð.