Yfirvofandi tollastríð sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frumkvæði að, mun valda straumhvörfum í alþjóðaviðskiptum. Þær vörur sem Kínverjar flytja vanalega til Bandaríkjanna gætu í stórum stíl skilað sér til Evrópu.
Yfirvofandi tollastríð sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frumkvæði að, mun valda straumhvörfum í alþjóðaviðskiptum. Þær vörur sem Kínverjar flytja vanalega til Bandaríkjanna gætu í stórum stíl skilað sér til Evrópu.
Yfirvofandi tollastríð sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frumkvæði að, mun valda straumhvörfum í alþjóðaviðskiptum. Þær vörur sem Kínverjar flytja vanalega til Bandaríkjanna gætu í stórum stíl skilað sér til Evrópu.
Donald Trump tilkynnti fyrr í vikunni að hann hyggðist fresta álagningu tolla um 90 daga. Sú frestun á þó ekki við um vörur sem fluttar eru inn frá Kína. Tollur á vörum sem fluttar eru inn frá Evrópu til Bandaríkjanna er tíu prósent. Til samanburðar er tollurinn nú 145 prósent á vörum frá Kína.
Menn hljóta því að spyrja sig hvert þær vörur sem þegar voru seldar frá Kína munu nú skila sér. Talið er líklegt að þessar vörur verði nú seldar til Evrópu, á mun lægra verði en áður.
Daniela Hathorn, markaðssérfræðingur hjá Capital.com segir líklegt að þetta gæti reynst evrópskum fyrirtækjum erfitt enda sé nú þegar erfitt að keppa við verðlagningu hjá kínverskum keppinautum.
Emmanuel Macron hefur bent á hætturnar sem fylgja þessu og hefur hvatt Evrópusambandið til þess að taka á vandanum.
Aurelien Saussay, prófessor við London School of Economics (LSE), hefur þó sagt að þetta gæti haft jákvæðar afleiðingar í för með sér fyrir Evrópusambandsríkin. Þeir hafi nú mikið forskot á Kína er varðar innflutning til Bandaríkjanna.
Ráðamenn hjá Evrópusambandinu (ESB) telja það að það muni hafa jákvæð áhrif hve ríkar kröfur eru gerðar á ýmsum sviðum varðandi vörur sem notaðar eru innan Evrópusambandsins, meðal annars þegar kemur að snyrtivörum. Þetta muni koma í veg fyrir að offramboð verði af kínverskum vörum innan ESB.