Kínverskar vörur gætu streymt til Evrópu

Kínverskar vörur gætu streymt til Evrópu

Yfirvofandi tollastríð sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur frumkvæði að, mun valda straumhvörfum í alþjóðaviðskiptum. Þær vörur sem Kínverjar flytja vanalega til Bandaríkjanna gætu í stórum stíl skilað sér til Evrópu.

Kínverskar vörur gætu streymt til Evrópu

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 11. apríl 2025

Tollastríð Donald Trump getur haft ýmis óbein áhrif.
Tollastríð Donald Trump getur haft ýmis óbein áhrif. AFP

Yf­ir­vof­andi tolla­stríð sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur frum­kvæði að, mun valda straum­hvörf­um í alþjóðaviðskipt­um. Þær vör­ur sem Kín­verj­ar flytja vana­lega til Banda­ríkj­anna gætu í stór­um stíl skilað sér til Evr­ópu.

Yf­ir­vof­andi tolla­stríð sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hef­ur frum­kvæði að, mun valda straum­hvörf­um í alþjóðaviðskipt­um. Þær vör­ur sem Kín­verj­ar flytja vana­lega til Banda­ríkj­anna gætu í stór­um stíl skilað sér til Evr­ópu.

Don­ald Trump til­kynnti fyrr í vik­unni að hann hyggðist fresta álagn­ingu tolla um 90 daga. Sú frest­un á þó ekki við um vör­ur sem flutt­ar eru inn frá Kína. Toll­ur á vör­um sem flutt­ar eru inn frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna er tíu pró­sent. Til sam­an­b­urðar er toll­ur­inn nú 145 pró­sent á vör­um frá Kína. 

Menn hljóta því að spyrja sig hvert þær vör­ur sem þegar voru seld­ar frá Kína munu nú skila sér. Talið er lík­legt að þess­ar vör­ur verði nú seld­ar til Evr­ópu, á mun lægra verði en áður.

Gæti haft slæm­ar af­leiðing­ar

Daniela Hat­horn, markaðssér­fræðing­ur hjá Capital.com seg­ir lík­legt að þetta gæti reynst evr­ópsk­um fyr­ir­tækj­um erfitt enda sé nú þegar erfitt að keppa við verðlagn­ingu hjá kín­versk­um keppi­naut­um. 

Emm­anu­el Macron hef­ur bent á hætt­urn­ar sem fylgja þessu og hef­ur hvatt Evr­ópu­sam­bandið til þess að taka á vand­an­um. 

Aurelien Saussay, pró­fess­or við London School of Economics (LSE), hef­ur þó sagt að þetta gæti haft já­kvæðar af­leiðing­ar í för með sér fyr­ir Evr­ópu­sam­bands­rík­in. Þeir hafi nú mikið for­skot á Kína er varðar inn­flutn­ing til Banda­ríkj­anna. 

Ráðamenn hjá Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) telja það að það muni hafa já­kvæð áhrif hve rík­ar kröf­ur eru gerðar á ýms­um sviðum varðandi vör­ur sem notaðar eru inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins, meðal ann­ars þegar kem­ur að snyrti­vör­um. Þetta muni koma í veg fyr­ir að of­fram­boð verði af kín­versk­um vör­um inn­an ESB.

mbl.is