Kristrún endurkjörin með 98% atkvæða

Kristrún endurkjörin með 98% atkvæða

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hefur verið endurkjörin formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með 98,67% atkvæða á landsfundi flokksins, sem hófst í dag og verður slitið síðdegis á morgun.

Kristrún endurkjörin með 98% atkvæða

Landsfundur Samfylkingarinnar 2025 | 11. apríl 2025

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, hefur verið endurkjörin formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með um …
Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra, hefur verið endurkjörin formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með um 98% atkvæða. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur verið end­ur­kjör­in formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með 98,67% at­kvæða á lands­fundi flokks­ins, sem hófst í dag og verður slitið síðdeg­is á morg­un.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra hef­ur verið end­ur­kjör­in formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar með 98,67% at­kvæða á lands­fundi flokks­ins, sem hófst í dag og verður slitið síðdeg­is á morg­un.

Kristrún þakkaði lands­fundi end­ur­kjörið og hét því að standa und­ir traust­inu og að verða ekki fjar­læg flokks­starf­inu. Sagði hún flokk­inn eiga að vera í for­ystu, skerpa á stefn­unni og halda rík­is­stjórn­inni við efnið.

Þá bætti hún við að gott sé að geta loks fagnað með flokkn­um, en tím­inn eft­ir kosn­ing­ar hafi reynst bratt­ur eins og fólk þekkti.

Kristrún þakkaði endurkjörið og hét því að standa undir traustinu …
Kristrún þakkaði end­ur­kjörið og hét því að standa und­ir traust­inu og að verða ekki fjar­læg. Sagði hún flokk­inn eiga að vera í for­ystu, skerpa á stefn­unni og halda rík­is­stjórn­inni við efnið. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Guðmund­ur sjálf­kjör­inn vara­formaður

Guðmund­ur Árni Stef­áns­son var einnig sjálf­kjör­inn vara­formaður flokks­ins og þakkaði fyr­ir sig.

Kosn­ing­in fór fram á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Stúd­íó Fossa­leyni í Grafar­vogi nú síðdeg­is.

Á dag­skrá fund­ar­ins eru m.a. kosn­ing­ar í öll embætti flokks­ins, al­menn­ar umræður, breyt­ing­ar­til­lög­ur á stefnu, hátíðar­er­indi og 25 ára af­mæl­is­fögnuður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Af­mæl­is­dag­skrá fer fram laug­ar­dag­inn 12. apríl kl. 13.30 og hefst á stefnuræðu for­manns.

mbl.is