Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur verið endurkjörin formaður Samfylkingarinnar með 98,67% atkvæða á landsfundi flokksins, sem hófst í dag og verður slitið síðdegis á morgun.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur verið endurkjörin formaður Samfylkingarinnar með 98,67% atkvæða á landsfundi flokksins, sem hófst í dag og verður slitið síðdegis á morgun.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur verið endurkjörin formaður Samfylkingarinnar með 98,67% atkvæða á landsfundi flokksins, sem hófst í dag og verður slitið síðdegis á morgun.
Kristrún þakkaði landsfundi endurkjörið og hét því að standa undir traustinu og að verða ekki fjarlæg flokksstarfinu. Sagði hún flokkinn eiga að vera í forystu, skerpa á stefnunni og halda ríkisstjórninni við efnið.
Þá bætti hún við að gott sé að geta loks fagnað með flokknum, en tíminn eftir kosningar hafi reynst brattur eins og fólk þekkti.
Guðmundur Árni Stefánsson var einnig sjálfkjörinn varaformaður flokksins og þakkaði fyrir sig.
Kosningin fór fram á landsfundi Samfylkingarinnar í Stúdíó Fossaleyni í Grafarvogi nú síðdegis.
Á dagskrá fundarins eru m.a. kosningar í öll embætti flokksins, almennar umræður, breytingartillögur á stefnu, hátíðarerindi og 25 ára afmælisfögnuður Samfylkingarinnar. Afmælisdagskrá fer fram laugardaginn 12. apríl kl. 13.30 og hefst á stefnuræðu formanns.