Ósátt við forsjárkerfið

Poppkúltúr | 11. apríl 2025

Ósátt við forsjárkerfið

Leikkonan og fyrirsætan Jaime King hefur opnað sig um áfallið við að missa forræðið yfir börnunum sínum tveimur, með orðunum að forsjárkerfið sé ógnvekjandi.

Ósátt við forsjárkerfið

Poppkúltúr | 11. apríl 2025

Jaime King gerði það mjög gott í þáttaseríunni Hart of …
Jaime King gerði það mjög gott í þáttaseríunni Hart of Dixie og Sin City kvikmyndunum. Skjáskot/Instagram

Leik­kon­an og fyr­ir­sæt­an Jaime King hef­ur opnað sig um áfallið við að missa for­ræðið yfir börn­un­um sín­um tveim­ur, með orðunum að for­sjár­kerfið sé ógn­vekj­andi.

Leik­kon­an og fyr­ir­sæt­an Jaime King hef­ur opnað sig um áfallið við að missa for­ræðið yfir börn­un­um sín­um tveim­ur, með orðunum að for­sjár­kerfið sé ógn­vekj­andi.

Fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar Kyle Newm­an fékk fullt for­ræði yfir drengj­un­um þeirra tveim­ur, James, ell­efu ára, og Leo, níu ára. Í hlaðvarp­inu Whine Down With Jana Kra­mer deildi King hrylli­leg­um raun­veru­leik­an­um með þátta­stjórn­and­an­um.

Báðar opnuðu á reynslu sína af for­sjár­deil­um og viður­kenndi King að hún hafi ekki áttað sig á hvernig heim­ur­inn virkaði og verið of ung þegar hún gifti sig.

Kra­mer sam­sinnti skoðunum King varðandi gildr­ur rétta­kerf­is­ins, en King hef­ur haldið því fram að fyrr­ver­andi eig­inmaður henn­ar hafi gefið ranga mynd af fyrstu dög­um sam­bands þeirra fyr­ir dóm­stól­um í ör­vænt­ing­ar­fullri til­raun til að fá for­ræðið yfir drengj­un­um.

King hef­ur í dag heim­sókna­rétt und­ir eft­ir­liti og fær ein­ung­is að hitta dreng­ina þris­var sinn­um í viku. Að auki var henni gert skylt að sækja sex mánaða fíkni­meðferð.

Í októ­ber 2024 sótti Newm­an um fullt for­ræði yfir drengj­un­um eft­ir að hann sagðist hafa komið að King „upp­spennta“ og „drukkna“ á meðan hún gætti sona sinna.

Page Six

mbl.is