Staðfesta stuðning við Grindvíkinga

Raddir Grindvíkinga | 11. apríl 2025

Staðfesta stuðning við Grindvíkinga

Forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð um viðbótarhúsnæðisstuðning til tekju- og eignaminni Grindvíkinga. Markmið stuðningsins er að brúa bilið yfir í almenn úrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga á meðan unnið er að varanlegri lausn á húsnæðismálum viðkomandi heimila á grundvelli félagslegrar ráðgjafar.

Staðfesta stuðning við Grindvíkinga

Raddir Grindvíkinga | 11. apríl 2025

Á fundi ríkisstjórnar 18. mars var samþykkt tillaga forsætisráðherra um …
Á fundi ríkisstjórnar 18. mars var samþykkt tillaga forsætisráðherra um að styðja sérstaklega við tekju- og eignaminni heimili Grindvíkinga tímabundið til áramóta á meðan leitað yrði varanlegri lausna á húsnæðisvanda þeirra. mbl.is/Sigurður Bogi

For­sæt­is­ráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um viðbót­ar­hús­næðisstuðning til tekju- og eignam­inni Grind­vík­inga. Mark­mið stuðnings­ins er að brúa bilið yfir í al­menn úrræði á veg­um rík­is og sveit­ar­fé­laga á meðan unnið er að var­an­legri lausn á hús­næðismál­um viðkom­andi heim­ila á grund­velli fé­lags­legr­ar ráðgjaf­ar.

For­sæt­is­ráðherra hef­ur und­ir­ritað reglu­gerð um viðbót­ar­hús­næðisstuðning til tekju- og eignam­inni Grind­vík­inga. Mark­mið stuðnings­ins er að brúa bilið yfir í al­menn úrræði á veg­um rík­is og sveit­ar­fé­laga á meðan unnið er að var­an­legri lausn á hús­næðismál­um viðkom­andi heim­ila á grund­velli fé­lags­legr­ar ráðgjaf­ar.

Á fundi rík­is­stjórn­ar 18. mars var samþykkt til­laga for­sæt­is­ráðherra um að styðja sér­stak­lega við tekju- og eignam­inni heim­ili Grind­vík­inga tíma­bundið til ára­móta á meðan leitað yrði var­an­legri lausna á hús­næðis­vanda þeirra.

Þá var jafn­framt samþykkt til­laga um að styðja við at­vinnu­líf í bæn­um gegn­um Sókn­aráætl­un Suður­nesja með sér­stöku fram­lagi rík­is­ins. Útfærsla viðbót­ar­hús­næðisstuðnings vegna leigu­hús­næðis ligg­ur nú fyr­ir og vinna við úrræði fyr­ir at­vinnu­líf kom­in vel á veg.

Opnað hef­ur verið fyr­ir um­sókn­ir

Með reglu­gerðinni er Grinda­vík­ur­nefnd fal­in fram­kvæmd úrræðis­ins. Þjón­ustu­teymi Grind­vík­inga tek­ur m.a. við um­sókn­um í gegn­um Ísland.is en opnað hef­ur verið fyr­ir um­sókn­ir.

Til þess að eiga rétt á stuðningn­um þurfa um­sækj­end­ur að hafa sótt um og upp­fylla skil­yrði hús­næðis­bóta, svo sem um eigna- og tekju­mörk og lög­heim­ili í hús­næðinu, ásamt því að hafa sótt um sér­stak­an hús­næðisstuðning hjá viðeig­andi sveit­ar­fé­lagi. Í und­an­tekn­ing­ar­til­vik­um er þó heim­ilt að víkja frá ein­stök­um skil­yrðum hús­næðis­bóta. Um­sækj­end­ur þurfa einnig að skuld­binda sig til virkr­ar þátt­töku í heild­stæðri fé­lags­legri ráðgjöf sem miðar m.a. að því að leita var­an­legri lausna á hús­næðis­vanda þeirra á grund­velli ein­stak­lings­miðaðrar áætl­un­ar.

Stuðning­ur­inn kem­ur til viðbót­ar hús­næðis­bót­um og sér­stök­um hús­næðisstuðningi sveit­ar­fé­laga, ef við á, og get­ur að há­marki numið sömu fjár­hæð og gilti um sér­tæk­an hús­næðisstuðning til Grind­vík­inga eða 90% af hús­næðis­kostnaði. Stuðning­ur­inn verður mánaðarleg­ur og fer fjár­hæðin eft­ir fjölda heim­il­is­fólks. Fyrsta greiðsla viðbót­ar­hús­næðisstuðnings verður um næstu mánaðamót.

Stuðning­ur­inn er tíma­bund­inn og fell­ur niður þegar fund­in hef­ur verið var­an­leg lausn á hús­næðis­vanda ein­stak­lings eða eigi síðar en um næstu ára­mót.

Val á úrræðum mun byggj­ast á eig­in stefnu­mörk­un fyr­ir­tækja

Mörg fyr­ir­tæki í Grinda­vík hafa aðlagað rekst­ur sinn að breytt­um aðstæðum en önn­ur búa enn við marg­vís­leg­ar áskor­an­ir og erfið rekstr­ar­skil­yrði. Ríkið hef­ur stutt við fyr­ir­tæki í Grinda­vík með ýms­um hætti. Tekju­fall hef­ur verið bætt að hluta með rekstr­ar­styrkj­um og styrk­ur til greiðslu launa var veitt­ur á ár­un­um 2023 og 2024. Þá standa stuðningslán nú fyr­ir­tækj­um í Grinda­vík til boða.

Ný stuðningsúr­ræði munu miða að því að styðja fyr­ir­tæki í vanda til frek­ari aðlög­un­ar að breytt­um aðstæðum. Úrræðin fela bæði í sér ráðgjöf og fjár­hags­stuðning til þeirra rekstr­araðila sem vilja koma starf­semi sinni í rekstr­ar­hæft form til fram­búðar, hvort sem er í Grinda­vík eða á öðrum stað, og þeirra sem vilja hætta rekstri en þurfa aðstoð við sölu eigna og slit á fé­lagi.

Nýtt fyr­ir­komu­lag á stuðningi við fyr­ir­tæki bygg­ist á að velja þann stuðning sem hent­ar rekstri og efna­hag ein­stakra fyr­ir­tækja en ekki verður farið í upp­kaup eigna eða greiðslu skulda fyr­ir­tækja. Val á úrræðum mun þess í stað byggj­ast á eig­in stefnu­mörk­un fyr­ir­tækja.

Í boði verður ráðgjöf til fyr­ir­tækja til að út­færa lausn­ir, end­ur­skipu­leggja rekst­ur og eft­ir at­vik­um sækja um fjár­hags­leg­an stuðning til upp­bygg­ing­ar, umbreyt­ing­ar og aðlög­un­ar að breytt­um aðstæðum. Þá verður boðið upp á fjár­málaráðgjöf og al­menna at­vinnuráðgjöf. Rík­is­sjóður mun leggja allt að 250 millj­ón­ir króna til þessa verk­efn­is.

Ráðgert að opna fyr­ir um­sókn­ir í stuðningsúr­ræði í maí

Unnið er að nán­ari út­færslu eft­ir­far­andi stuðningsúr­ræða:

  • Sókn­ar­sjóður verður sett­ur á lagg­irn­ar í um­sýslu Byggðastofn­un­ar. Hjá sjóðnum munu fyr­ir­tæki geta sótt um styrk í formi mót­fram­lags vegna tækja­kaupa, flutn­ings á búnaði, upp­setn­ingu á aðstöðu eða fram­leiðslu­tækj­um, eða tíma­bund­inn rekstr­arstuðning sem áfanga í upp­bygg­ingu að sjálf­bær­um rekstri.
  • Und­ir merkj­um Sókn­aráætl­un­ar Suður­nesja verður ráðstafað til verk­efna sem snúa m.a. að markaðssetn­ingu, vöruþróun og ný­sköp­un.
  • Mögu­legt verður að leita eft­ir stuðningsláni eða lána­úr­ræði á veg­um Byggðastofn­un­ar.
  • Ein­stök fyr­ir­tæki kunna einnig að þurfa að leita til lán­ar­drottna sinna með að semja um breyt­ingu eða upp­gjör skulda.

Ráðgert er að opna fyr­ir um­sókn­ir í maí. Á næst­unni mun á veg­um Grinda­vík­ur­nefnd­ar verða unnið að frek­ari grein­ingu á þörf á stuðning og fjöl­breyti­leika.

Fram að því mun Grinda­vík­ur­nefnd, í sam­starfi við at­vinnu­teymi Grinda­vík­ur­bæj­ar, funda með ein­stök­um fyr­ir­tækj­um til að kynna úrræðin og fá fram sjón­ar­mið um hvernig megi best ná mark­miðum þeirra.

mbl.is