Forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð um viðbótarhúsnæðisstuðning til tekju- og eignaminni Grindvíkinga. Markmið stuðningsins er að brúa bilið yfir í almenn úrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga á meðan unnið er að varanlegri lausn á húsnæðismálum viðkomandi heimila á grundvelli félagslegrar ráðgjafar.
Forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð um viðbótarhúsnæðisstuðning til tekju- og eignaminni Grindvíkinga. Markmið stuðningsins er að brúa bilið yfir í almenn úrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga á meðan unnið er að varanlegri lausn á húsnæðismálum viðkomandi heimila á grundvelli félagslegrar ráðgjafar.
Forsætisráðherra hefur undirritað reglugerð um viðbótarhúsnæðisstuðning til tekju- og eignaminni Grindvíkinga. Markmið stuðningsins er að brúa bilið yfir í almenn úrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga á meðan unnið er að varanlegri lausn á húsnæðismálum viðkomandi heimila á grundvelli félagslegrar ráðgjafar.
Á fundi ríkisstjórnar 18. mars var samþykkt tillaga forsætisráðherra um að styðja sérstaklega við tekju- og eignaminni heimili Grindvíkinga tímabundið til áramóta á meðan leitað yrði varanlegri lausna á húsnæðisvanda þeirra.
Þá var jafnframt samþykkt tillaga um að styðja við atvinnulíf í bænum gegnum Sóknaráætlun Suðurnesja með sérstöku framlagi ríkisins. Útfærsla viðbótarhúsnæðisstuðnings vegna leiguhúsnæðis liggur nú fyrir og vinna við úrræði fyrir atvinnulíf komin vel á veg.
Með reglugerðinni er Grindavíkurnefnd falin framkvæmd úrræðisins. Þjónustuteymi Grindvíkinga tekur m.a. við umsóknum í gegnum Ísland.is en opnað hefur verið fyrir umsóknir.
Til þess að eiga rétt á stuðningnum þurfa umsækjendur að hafa sótt um og uppfylla skilyrði húsnæðisbóta, svo sem um eigna- og tekjumörk og lögheimili í húsnæðinu, ásamt því að hafa sótt um sérstakan húsnæðisstuðning hjá viðeigandi sveitarfélagi. Í undantekningartilvikum er þó heimilt að víkja frá einstökum skilyrðum húsnæðisbóta. Umsækjendur þurfa einnig að skuldbinda sig til virkrar þátttöku í heildstæðri félagslegri ráðgjöf sem miðar m.a. að því að leita varanlegri lausna á húsnæðisvanda þeirra á grundvelli einstaklingsmiðaðrar áætlunar.
Stuðningurinn kemur til viðbótar húsnæðisbótum og sérstökum húsnæðisstuðningi sveitarfélaga, ef við á, og getur að hámarki numið sömu fjárhæð og gilti um sértækan húsnæðisstuðning til Grindvíkinga eða 90% af húsnæðiskostnaði. Stuðningurinn verður mánaðarlegur og fer fjárhæðin eftir fjölda heimilisfólks. Fyrsta greiðsla viðbótarhúsnæðisstuðnings verður um næstu mánaðamót.
Stuðningurinn er tímabundinn og fellur niður þegar fundin hefur verið varanleg lausn á húsnæðisvanda einstaklings eða eigi síðar en um næstu áramót.
Mörg fyrirtæki í Grindavík hafa aðlagað rekstur sinn að breyttum aðstæðum en önnur búa enn við margvíslegar áskoranir og erfið rekstrarskilyrði. Ríkið hefur stutt við fyrirtæki í Grindavík með ýmsum hætti. Tekjufall hefur verið bætt að hluta með rekstrarstyrkjum og styrkur til greiðslu launa var veittur á árunum 2023 og 2024. Þá standa stuðningslán nú fyrirtækjum í Grindavík til boða.
Ný stuðningsúrræði munu miða að því að styðja fyrirtæki í vanda til frekari aðlögunar að breyttum aðstæðum. Úrræðin fela bæði í sér ráðgjöf og fjárhagsstuðning til þeirra rekstraraðila sem vilja koma starfsemi sinni í rekstrarhæft form til frambúðar, hvort sem er í Grindavík eða á öðrum stað, og þeirra sem vilja hætta rekstri en þurfa aðstoð við sölu eigna og slit á félagi.
Nýtt fyrirkomulag á stuðningi við fyrirtæki byggist á að velja þann stuðning sem hentar rekstri og efnahag einstakra fyrirtækja en ekki verður farið í uppkaup eigna eða greiðslu skulda fyrirtækja. Val á úrræðum mun þess í stað byggjast á eigin stefnumörkun fyrirtækja.
Í boði verður ráðgjöf til fyrirtækja til að útfæra lausnir, endurskipuleggja rekstur og eftir atvikum sækja um fjárhagslegan stuðning til uppbyggingar, umbreytingar og aðlögunar að breyttum aðstæðum. Þá verður boðið upp á fjármálaráðgjöf og almenna atvinnuráðgjöf. Ríkissjóður mun leggja allt að 250 milljónir króna til þessa verkefnis.
Unnið er að nánari útfærslu eftirfarandi stuðningsúrræða:
Ráðgert er að opna fyrir umsóknir í maí. Á næstunni mun á vegum Grindavíkurnefndar verða unnið að frekari greiningu á þörf á stuðning og fjölbreytileika.
Fram að því mun Grindavíkurnefnd, í samstarfi við atvinnuteymi Grindavíkurbæjar, funda með einstökum fyrirtækjum til að kynna úrræðin og fá fram sjónarmið um hvernig megi best ná markmiðum þeirra.