„Það er óvissuástand“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 11. apríl 2025

„Það er óvissuástand“

 

„Það er óvissuástand“

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 11. apríl 2025

Fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands segir erfitt að meta stöðuna …
Fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands segir erfitt að meta stöðuna fyrr en eftir nokkrar vikur. mbl.is/Árni Sæberg

Held­ur virðist vera að draga úr landrisi und­ir Svartsengi að sögn Bene­dikts Gunn­ars Ófeigs­son­ar, fag­stjóra af­lög­un­ar­mæl­inga á Veður­stofu Íslands, en fyrstu dag­ana eft­ir gosið á Sund­hnúkagígaröðinni, sem stóð yfir í um sex klukku­stund­ir þann 1. apríl, var landrisið miklu hraðara en eft­ir síðustu gos á gígaröðinni.

„Landrisið hef­ur verið að mæl­ast tölu­vert meira eft­ir gosið en fyr­ir það og hækk­un­in hef­ur verið um 70 milli­metr­ar þar sem hún hef­ur verið mest á þess­ari rúmri viku,“ seg­ir Bene­dikt við mbl.is.

Bene­dikt seg­ir vís­bend­ing­ar séu um að það sé tekið að hægja á landris­inu en erfitt sé að meta stöðuna fyrr en eft­ir nokkr­ar vik­ur. Hann seg­ir að dregið hafi úr skjálfta­virkni á svæðinu en þó séu að mæl­ast ein­staka skjálft­ar.

„Við vilj­um ekki vera að setja upp nein­ar sviðsmynd­ir fyrr en við sjá­um hvernig þetta þró­ast á næstu vik­um. Það er óvissu­ástand þótt ýms­ar vís­bend­ing­ar hafi verið um að það sé farið að síga á seinni hlut­ann á þess­um at­b­urðum. Það þýðir ekki endi­lega að það komi ekki fleiri gos en við erum kannski ekki að bú­ast við því að þetta haldi áfram eins og þetta er búið að gera síðasta árið,“ seg­ir hann.

Hann seg­ir að eins og hraðinn sé á landris­inu núna taki ekki nema nokkr­ar vik­ur fyr­ir kviku­hólfið að fyll­ast en ef það hæg­ir á því, eins og vís­bend­ing­ar eru um, þá taki það lengri tíma.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni í vik­unni kom fram að miðað við þau gögn sem liggja fyr­ir er ljóst að inn­flæði kviku und­ir Svartsengi haldi áfram og því sé at­b­urðarás­inni á Sund­hnúkagígaröðinni ekki lokið.

„Á meðan kviku­söfn­un held­ur áfram und­ir Svartsengi eru lík­ur á end­ur­tekn­um kviku­hlaup­um og jafn­vel eld­gos­um,“ sagði enn frem­ur í til­kynn­ing­unni.

mbl.is