Hafi getu og vilja til að framkvæma hryðjuverk

Hafi getu og vilja til að framkvæma hryðjuverk

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur séð ungmenni undir 18 ára sækja í hópa sem ræða sín á milli mjög öfgafullar skoðanir í spjallhópum og samskiptarásum á netinu.

Hafi getu og vilja til að framkvæma hryðjuverk

Neyðarástand í málefnum barna | 12. apríl 2025

Þegar umræða um öfgahyggju verður jafnframt ofbeldisfull, fer hún að …
Þegar umræða um öfgahyggju verður jafnframt ofbeldisfull, fer hún að nálgast hugmyndir um hryðjuverk. Ljósmynd/Colourbox

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur séð ung­menni und­ir 18 ára sækja í hópa sem ræða sín á milli mjög öfga­full­ar skoðanir í spjall­hóp­um og sam­skipt­arás­um á net­inu.

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra hef­ur séð ung­menni und­ir 18 ára sækja í hópa sem ræða sín á milli mjög öfga­full­ar skoðanir í spjall­hóp­um og sam­skipt­arás­um á net­inu.

Greint hef­ur verið frá því að auk­in ógn vegna hryðju­verka hér á landi skýrist af því að ein­stak­ling­ar og hóp­ar sem aðhyll­ast hægri öfga­hyggju hafa jafn­framt þekkt­an ásetn­ing og getu til að fram­kvæma hryðju­verk. Það er stig þrjú í hættumati vegna vegna hryðju­verka­ógn­ar.

„Þannig til staðar er ásetn­ing­ur og geta og hugs­an­leg skipu­lagn­ing hryðju­verka. Við vit­um af ein­stak­ling­um sem hafa getu og vilja, en síðan er spurn­ing­in: Er skipu­lagn­ing?“ seg­ir Finn­bogi Jónas­son, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjónn hjá grein­ing­ar­deild­inni. Ef til staðar væri vissa um skipu­lagn­ingu, væri hættumatið fært upp á stig fjög­ur.

mbl.is