Helstu tískustraumarnir fyrir vorið

Fatastíllinn | 12. apríl 2025

Helstu tískustraumarnir fyrir vorið

Vorið er komið með bjartara veðri og nýjum fatnaði. Vortískan er fjölbreytt að þessu sinni og ættu flestir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi. Það sem stendur helst upp úr eru ofurkonudragtir, praktískir jakkar, drungaleg bóhemföt og hlýrabolir með U-hálsmáli.

Helstu tískustraumarnir fyrir vorið

Fatastíllinn | 12. apríl 2025

Rabanne, The Attico, Hermés og Stella McCartney.
Rabanne, The Attico, Hermés og Stella McCartney. Samsett mynd

Vorið er komið með bjart­ara veðri og nýj­um fatnaði. Vor­tísk­an er fjöl­breytt að þessu sinni og ættu flest­ir að geta fundið sér eitt­hvað við sitt hæfi. Það sem stend­ur helst upp úr eru of­ur­konu­dragt­ir, praktísk­ir jakk­ar, drunga­leg bóhem­föt og hlýra­bol­ir með U-háls­máli.

Vorið er komið með bjart­ara veðri og nýj­um fatnaði. Vor­tísk­an er fjöl­breytt að þessu sinni og ættu flest­ir að geta fundið sér eitt­hvað við sitt hæfi. Það sem stend­ur helst upp úr eru of­ur­konu­dragt­ir, praktísk­ir jakk­ar, drunga­leg bóhem­föt og hlýra­bol­ir með U-háls­máli.

Litli hlýra­bol­ur­inn

Hlýra­bol­ur er flík sem leyn­ist í öll­um fata­skáp­um en hef­ur yf­ir­leitt verið í hlut­verki auka­leik­ar­ans. Nú er það breytt. Hlýra­bol­ir með U-háls­máli, helst hvít­ir, voru mjög áber­andi hjá tísku­hús­um eins og Dior, Stellu McCart­ney og Rabanne. Þá voru þeir helst stíliseraðir við fínni pils eða víðar bux­ur.

Rabanne.
Rabanne. Ljós­mynd/​Rabanne
Schiaparelli.
Schiapar­elli. Ljós­mynd/​Schiapar­elli
Stella McCartney.
Stella McCart­ney. Ljós­mynd/​Stella McCart­ney
Christian Dior.
Christian Dior. Ljós­mynd/​Dior
Prabal Gurung.
Pra­bal Gur­ung. Ljós­mynd/​Pra­bal Gur­ung

Dökk­ur bóhemstíll

Það hef­ur verið svo­lít­ill got­nesk­ur fíl­ing­ur í tísku­heim­in­um í svo­lít­inn tíma. Frjáls­lynd­ur en dökk­ur bóhem­klæðnaður fyr­ir næsta vor var áber­andi á tískupöll­un­um hjá tísku­hús­um eins og Saint Laurent, Chloé, Rod­arte og Valent­ino. Þetta kom fram í svörtu blúndu­efni, dökk­um blóma­mynstruðum kjól­um og síðum pils­um. Leður­jökk­um í stórri stærð var síðan skellt yfir. 

Valentino.
Valent­ino. Ljós­mynd/​Valent­ino
Standing Ground.
Stand­ing Ground. Ljós­mynd/​Stand­ing Ground
Rodarte.
Rod­arte. Ljós­mynd/​Rod­arte
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Chloé.
Chloé. Ljós­mynd/​Chloé
Chloé.
Chloé. Ljós­mynd/​Chloé

Íþrótta­föt 

Íþrótta­heim­ur­inn hef­ur haft mik­il áhrif á tísk­una og sáust áhrif þess vel í vor- og sum­ar­lín­un­um. Praktísk­ir jakk­ar frá ít­ölsku tísku­hús­un­um The Attico og Miu Miu verða eft­ir­sótt­ir og án efa selj­ast hratt upp. Þess­ari bylgju fylgja aðeins þæg­indi og það er al­veg hægt að sætta sig við það.

Ralph Lauren.
Ralph Lauren. Ljós­mynd/​Ralph Lauren
The Attico.
The Attico. Ljós­mynd/​The Attico
The Attico.
The Attico. Ljós­mynd/​The Attico
Miu Miu.
Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Miu Miu.
Miu Miu. Ljós­mynd/​Miu Miu
Tommy Hilfiger.
Tommy Hil­figer. Ljós­mynd/​Tommy Hil­figer

Skáta­klæðnaður

Bux­ur, blúss­ur eða jakk­ar sem minna helst á skát­ana í ljós­brún­um eða dökk­græn­um lit sáust hjá tísku­hús­um eins og Hermés, Sacai, Brandon Maxwell og Mugler. Þetta eru föt sem passa við margt og hafa mikið nota­gildi. Ætli svona flík­ur leyn­ist ekki í fata­skápn­um nú þegar?

Isabel Marant.
Isa­bel Mar­ant. Ljós­mynd/​Isa­bel Mar­ant
Hermés.
Hermés. Ljós­mynd/​Hermés
Hermés.
Hermés. Ljós­mynd/​Hermés
Sacai.
Sacai. Ljós­mynd/​Sacai
Brandon Maxwell.
Brandon Maxwell. Skjá­skot/​In­sta­gram
Mugler.
Mugler. Ljós­mynd/​Mugler

Nýja dragt­in

Klæðsker­inn nýt­ur sín í nýrri dragt­ar­tísku vors­ins en þar voru axla­púðar, plíseraðar bux­ur og jakk­ar í yf­ir­stærð mjög áber­andi. Hjá Saint Laurent komu marg­ar flott­ar hug­mynd­ir fram en dragt­irn­ar voru stíliseraðar með bóm­ull­ar­skyrtu og bindi. Það þarf ekki að fara alla leið en jakki í þess­um stíl kem­ur þér mjög langt. 

Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent
Saint Laurent.
Saint Laurent. Ljós­mynd/​Saint Laurent

Skraut og fiður

Það er ástæða til að finna sér til­efni til að klæða sig upp í föt skreytt fjöðrum eða öðrum kristöll­um. Rabanne, 16a Arlingt­on, Prada og Lou­is Vuitt­on voru með kjóla, jakka eða pils í þess­um stíl og var skrautið mjög fjöl­breytt. Það má einnig al­veg leika sér með þetta heima og hressa upp á eldri flík­ur í leiðinni.

16a Arlington.
16a Arlingt­on. Ljós­mynd/​16a Arlingt­on
Louis Vuitton.
Lou­is Vuitt­on. Ljós­mynd/​Lou­is Vuitt­on
Rabanne.
Rabanne. Ljós­mynd/​Rabanne
Prada.
Prada. Ljós­mynd/​Prada

Köfl­ótt

Köfl­ótt­ar flík­ur eru oft­ast tengd­ar við haust­tísk­una en þær koma sterk­ar inn nú í vor. Það er svo­lít­ill pönk­arafíl­ing­ur tengd­ur mynstr­inu sem verður áber­andi í kjól­um eða víðum skyrt­um. Leitaðu inn­blást­urs til tísku­húsa eins og Acne Studi­os, Bottega Veneta og Coll­ina Strada.

Collina Strada.
Coll­ina Strada. Ljós­mynd/​Coll­ina Strada
Mossi.
Mossi. Ljós­mynd/​Mossi
Bottega Veneta.
Bottega Veneta. Ljós­mynd/​Bottega Veneta
Acne Studios.
Acne Studi­os. Ljós­mynd/​Acne Studi­os
Acne Studios.
Acne Studi­os. Ljós­mynd/​Acne Studi­os
mbl.is