Búið spil hjá Corrin og Malek

Poppkúltúr | 14. apríl 2025

Búið spil hjá Corrin og Malek

Óskarsverðlaunaleikarinn Rami Malek og Emma Corrin eru sögð hætt saman eftir tæplega tveggja ára samband.

Búið spil hjá Corrin og Malek

Poppkúltúr | 14. apríl 2025

Emma Corrin og Rami Malek.
Emma Corrin og Rami Malek. Ljósmynd/AFP

Óskar­sverðlauna­leik­ar­inn Rami Malek og Emma Corr­in eru sögð hætt sam­an eft­ir tæp­lega tveggja ára sam­band.

Óskar­sverðlauna­leik­ar­inn Rami Malek og Emma Corr­in eru sögð hætt sam­an eft­ir tæp­lega tveggja ára sam­band.

Að sögn heim­ilda­manns Daily Mail þá er þó nokkuð síðan þau ákváðu að binda enda á sam­bandið.

Malek og Corr­in staðfestu þrálát­an orðróm þess efn­is að þau væru par þegar mynd­ir náðust af þeim að kyss­ast í sept­em­ber 2023, en parið var fyrst myndað sam­an á tón­leik­um Bruce Springsteen í júlí sama ár.

Malek var áður í sam­bandi með leik­kon­unni Lucy Boyt­on, sem hann kynnt­ist við gerð kvik­mynd­ar­inn­ar Bohem­ian Rhapso­dy, en þau voru sam­an í rúm­lega fimm ár. Þau héldu sam­bands­slit­um sín­um fjarri fjöl­miðlum og því vöktu mynd­ir af Malek og Cor­ren mikla at­hygli á sín­um tíma.

mbl.is