Óskarsverðlaunaleikarinn Rami Malek og Emma Corrin eru sögð hætt saman eftir tæplega tveggja ára samband.
Óskarsverðlaunaleikarinn Rami Malek og Emma Corrin eru sögð hætt saman eftir tæplega tveggja ára samband.
Óskarsverðlaunaleikarinn Rami Malek og Emma Corrin eru sögð hætt saman eftir tæplega tveggja ára samband.
Að sögn heimildamanns Daily Mail þá er þó nokkuð síðan þau ákváðu að binda enda á sambandið.
Malek og Corrin staðfestu þrálátan orðróm þess efnis að þau væru par þegar myndir náðust af þeim að kyssast í september 2023, en parið var fyrst myndað saman á tónleikum Bruce Springsteen í júlí sama ár.
Malek var áður í sambandi með leikkonunni Lucy Boyton, sem hann kynntist við gerð kvikmyndarinnar Bohemian Rhapsody, en þau voru saman í rúmlega fimm ár. Þau héldu sambandsslitum sínum fjarri fjölmiðlum og því vöktu myndir af Malek og Corren mikla athygli á sínum tíma.