Misskilningur um afstöðuna til ESB

Alþingi | 14. apríl 2025

Misskilningur um afstöðuna til ESB

Sigríður Á. Andersen þingmaður Miðflokksins telur að óljós áform ríkisstjórnarinnar um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu (ESB) hafi valdið óþarfa misskilningi um stöðu Íslands gagnvart ESB og hugsanlegri aðildarumsókn.

Misskilningur um afstöðuna til ESB

Alþingi | 14. apríl 2025

Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins..
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins.. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sig­ríður Á. And­er­sen þingmaður Miðflokks­ins tel­ur að óljós áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) hafi valdið óþarfa mis­skiln­ingi um stöðu Íslands gagn­vart ESB og hugs­an­legri aðild­ar­um­sókn.

Sig­ríður Á. And­er­sen þingmaður Miðflokks­ins tel­ur að óljós áform rík­is­stjórn­ar­inn­ar um þjóðar­at­kvæðagreiðslu um aðild­ar­um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB) hafi valdið óþarfa mis­skiln­ingi um stöðu Íslands gagn­vart ESB og hugs­an­legri aðild­ar­um­sókn.

Þannig hafi komið á dag­inn á þing­funda­viku Evr­ópuráðsins að Aaja Chemnitz Lar­sen, formaður græn­lensku nefnd­ar­inn­ar á danska þing­inu, taldi að Ísland hefði tekið ákvörðun um aðild­ar­um­sókn. Eng­inn andæfði því fyrr en Sig­ríður leiðrétti mis­skiln­ing­inn, líkt og hún lýsti í fé­lags­miðlafærslu.

„Það kom mér á óvart að heyra mann­eskju, sem ætla má að fylg­ist vel með, full­yrða að ákvörðun hefði verið tek­in um aðild Íslands að ESB,“ seg­ir Sig­ríður í sam­tali við Morg­un­blaðið um þessa uppá­komu.

„Þótt þingmaður­inn hafi viður­kennt að um mis­skiln­ing hafi verið að ræða af sinni hálfu þá ótt­ast ég að hann stafi af „orðinu á göt­unni“ í heimi nor­rænna stjórn­mála­manna,“ bæt­ir hún við.

Seg­ir ís­lenska ráðherra kjósi að vera á gráu svæði

Björn Bjarna­son, fv. ráðherra og ut­an­rík­is­mála­sér­fræðing­ur, legg­ur orð í belg um þetta og seg­ir að stjórn­völd geri ekk­ert í að leiðrétta þá al­mennu og viðteknu nor­rænu túlk­un á stjórn­arsátt­mál­an­um „að við séum á leið í ESB“. Hann seg­ir ís­lenska ráðherra hins veg­ar kjósa að vera á gráu svæði um þetta. „Þetta er bæði óheiðarlegt inn á við og gagn­vart öðrum þjóðum.“

Sig­ríður ótt­ast að ein­hverj­ir stjórn­ar­liðar geri sér það að leik að grugga þetta vatn og bend­ir t.d. á viðtal við Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur ut­an­rík­is­ráðherra í spænska dag­blaðinu El País í fyrri viku.

„Þar full­yrti ráðherra að lítið vantaði upp á til að ryðja burt hindr­un­um í vegi ESB-aðild­ar. Þessu lýsti hún í sam­hengi við aðild Íslands að NATO og í viðtali sem að öllu öðru leyti laut að ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um. Það sjá all­ir Íslend­ing­ar að þetta viðtal gef­ur ranga mynd af stöðunni.“

Sig­ríður bend­ir á að um­mæli ut­an­rík­is­ráðherra stang­ist einnig á við af­stöðu Kristrún­ar Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra, eins og hún hafi birst á lands­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar:

„For­sæt­is­ráðherra varaði ein­dregið við því að hræða þjóðina með því að setja ESB-aðild í sam­hengi við ör­ygg­is- og varn­ar­mál,“ seg­ir Sig­ríður.

„Ráðherr­ar eru aug­ljós­lega ekki sam­stiga í ESB-ákefðinni, og lát­um það vera. Það er hins veg­ar óboðlegt ef því er haldið fram er­lend­is, gagn­vart t.d. hrekk­laus­um er­lend­um stjórn­mála­mönn­um, að þess­ir hlut­ir séu allt öðru­vísi en þeir eru.“

Hún tel­ur að þar þurfi afstaða Íslands að koma skýrt fram og ut­an­rík­is­ráðherra að lýsa stöðunni og ut­an­rík­is­stefnu Íslands eins og hún sé, ekki eins og hún vildi að hún væri.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag. Einnig má nálg­ast hana án end­ur­gjalds í Mogg­an­um, nýju appi Morg­un­blaðsins og mbl.is.

mbl.is