Vísa fullyrðingum til föðurhúsanna

Veiðigjöld | 15. apríl 2025

Vísa fullyrðingum til föðurhúsanna

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Þar vísa þau fullyrðingun atvinnuvegaráðherra til föðurhúsanna og skora á stjórnvöld að íhuga að stíga skref til baka

Vísa fullyrðingum til föðurhúsanna

Veiðigjöld | 15. apríl 2025

Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir …
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS. Samtökin hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við fyrirhugaðar breytingar á veiðigjöldum. mbl.is/Árni Sæberg

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sendu í dag at­vinnu­vegaráðuneyt­inu at­huga­semd­ir við frum­varps­drög um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald. Þar vísa þau full­yrðing­un at­vinnu­vegaráðherra til föður­hús­anna og skora á stjórn­völd að íhuga að stíga skref til baka

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) sendu í dag at­vinnu­vegaráðuneyt­inu at­huga­semd­ir við frum­varps­drög um breyt­ing­ar á lög­um um veiðigjald. Þar vísa þau full­yrðing­un at­vinnu­vegaráðherra til föður­hús­anna og skora á stjórn­völd að íhuga að stíga skref til baka

„Íslensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur get­ur og vill áfram leggja ríku­lega til sam­fé­lags­ins, með heil­brigðum rekstri og góðum störf­um um allt land, þannig að all­ir njóti ávaxt­anna. Ef rétt verður á spil­um haldið má leysa mikla verðmæta­aukn­ingu úr læðingi á kom­andi árum. Því er skorað á stjórn­völd að íhuga að stíga skref til baka og hug­leiða hvort fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar á veiðigjaldi nái þessu mik­il­væga mark­miði.“

Þetta seg­ir í frétta­til­kynn­ingu sem SFS hef­ur sent fjöl­miðlum í dag.

Sam­tök­in segj­ast hafa látið vinna grein­ing­ar á áhrif­um frum­varps­ins, en bent er á að þær geti ekki tal­ist tæm­andi þar sem of skamm­ur tími hafi verið gef­inn til þess. „Stjórn­völd höfðu í litlu reynt að átta sig á íþyngj­andi áhrif­um frum­varps­ins á af­komu fyr­ir­tækja, fólks og sveit­ar­fé­laga víða um land áður en það var birt. Því var brýnt að ráðist yrði í þessa vinnu.“

Kalla enn eft­ir gögn­um

Áður hafði SFS til­kynnt að sam­tök­in hygðust ekki skila inn um­sögn um frum­varps­drög sem at­vinnu­vegaráðuneytið birti í sam­ráðsgátt stjórn­valda þar sem um­sagn­ar­frest­ur­inn var aðeins ein vika. Lengri tíma þyrfti til að greina áhrif­in.

Einnig sögðu sam­tök­in ráðuneytið ekki hafa sýnt vilja til að af­henda öll þau gögn sem óskað var eft­ir um for­send­ur þeirra breyt­inga sem lagðar eru til í frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um hækk­un veiðigjalda.

Hanna Katrín Friðriks­son, at­vinnu­vegaráðherra, hef­ur hafnað ásök­un­um SFS en sam­tök­in ít­reka nú full­yrðing­ar sín­ar og segja ráðuneyt­in enn ekki hafa af­hent öll umbeðin gögn.

„Aug­ljóst er að fyr­ir­liggj­andi drög upp­fylla ekki þær grund­vall­ar­kröf­ur sem gera verður til slíkra skjala um und­ir­bún­ing, rann­sókn, mat á áhrif­um og sam­ráð við hagaðila. All­ir þess­ir þætt­ir eru ein­ir og sér al­var­leg­ir ágall­ar. Þannig er til dæm­is rétt að draga fram að at­vinnu­vegaráðuneytið virðist ekki hafa reiknað rétti­lega þá heild­ar­hækk­un á veiðigjaldi sem boðuð er. Þar skeik­ar millj­örðum í van­mati ráðuneyt­is­ins,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

„Ber­högg við stjórn­ar­skrá“

Í at­huga­semd­um sem SFS hef­ur af­hent at­vinnu­vegaráðuneyt­inu nú eru meðal ann­ars „færð fyr­ir því rök að frum­varps­drög ráðherra gangi í ber­högg við stjórn­ar­skrá. Þá er sýnt fram á að hug­taka­notk­un ráðherra um leiðrétt­ingu á verðlagn­ingu stenst enga skoðun. Greitt afla­verðmæti til skips hef­ur um ára­tuga­skeið verið í föst­um skorðum og byggst á lög­um um Verðlags­stofu skipta­verðs, kjara­samn­ing­um og ákvæðum tekju­skattslaga um milli­verðlagn­ingu. Verð til skips og upp­gjör til sjó­manna hafa því verið rétt. Öllum ásök­un­um um van­mat eða röng verð er því al­farið hafnað.“

Einnig segj­ast sam­tök­in sýna fram á mikla ágalla þess að byggja skatt­stofn á verðum á upp­boðsmörkuðum, hvort held­ur hér heima eða í Nor­egi. Auk þess sem þau telja frá­leitt að leggja að jöfnu þau verðmæti sem verða til í Nor­egi og á Íslandi í til­felli upp­sjáv­ar­teg­unda.

„Sam­tök­in vara sér­stak­lega við því að tek­inn verði upp hátt­ur Norðmanna, sem flytja stærst­an hluta bol­fisks óunn­inn úr landi. Slíkt mun hafa al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir af­komu fólks víða um land og byggðafestu. Sam­kvæmt grein­ingu KPMG eru 10 sveit­ar­fé­lög sem hafa yfir 30% af at­vinnu­tekj­um frá fisk­veiðum og -vinnslu. Hækk­un veiðigjalds kann að auka tekj­ur rík­is­ins til skamms tíma, en draga úr mik­il­væg­um tekj­um sveit­ar­fé­laga sem reiða sig á sjáv­ar­út­veg.“

Arðsemi eig­in­fjár hvorki meiri né minni

Þá benda sam­tök­in á að arðsemi eig­in fjár í sjáv­ar­út­vegi sé hvorki meiri né minni en í öðrum at­vinnu­grein­um og að arðgreiðslur sem hlut­fall af hagnaði séu að meðaltali á liðnum árum hlut­falls­lega lægri en í viðskipta­hag­kerf­inu.

„Full­yrðing­um at­vinnu­vegaráðherra um að sjáv­ar­út­veg­ur „mali gull“ er vísað til föður­hús­anna. Sam­kvæmt grein­ingu Jak­obs­son Capital leiðir boðuð hækk­un á veiðigjaldi til þess að verðmæti ís­lensku sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna þriggja, sem eru skráð á markað, lækk­ar um 53,1 ma.kr. eða rúm­lega 13% og ávöxt­un lækk­ar niður í 7,9% hjá arðbær­ustu fé­lög­un­um. Slík ávöxt­un er ekki langt yfir ávöxt­un­ar­kröfu rík­is­bréfa. Tel­ur fyr­ir­tækið að áhrif­in verði veru­leg­ur sam­drátt­ur í fjár­fest­ingu, sem svo aft­ur dragi úr hag­vexti. SFS hafa enn til skoðunar áhrif á fleiri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki, stór sem smá.“



mbl.is