Dómari hótar að kæra Trump fyrir að óhlýðnast

Dómari hótar að kæra Trump fyrir að óhlýðnast

Alríkisdómari í Washington hótaði í dag að kæra Trump-stjórnina fyrir að óhlýðnast fyrirmælum sínum um að stöðva flugvélar með flóttamenn frá Venesúela frá því að vera sendar til El Salvador.

Dómari hótar að kæra Trump fyrir að óhlýðnast

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 16. apríl 2025

Boasberg reyndi að setja Trump-stjórninni stólinn fyrir dyrnar þegar upp …
Boasberg reyndi að setja Trump-stjórninni stólinn fyrir dyrnar þegar upp komst um aform áform ríkisstjórnarinnar. Hún hlýddi honum samt ekki. AFP

Al­rík­is­dóm­ari í Washingt­on hótaði í dag að kæra Trump-stjórn­ina fyr­ir að óhlýðnast fyr­ir­mæl­um sín­um um að stöðva flug­vél­ar með flótta­menn frá Venesúela frá því að vera send­ar til El Sal­vador.

Al­rík­is­dóm­ari í Washingt­on hótaði í dag að kæra Trump-stjórn­ina fyr­ir að óhlýðnast fyr­ir­mæl­um sín­um um að stöðva flug­vél­ar með flótta­menn frá Venesúela frá því að vera send­ar til El Sal­vador.

New York Times greina frá en í 46 blaðsíðna úr­sk­urði dóm­ar­ans James E. Boasber kem­ur fram að hann myndi hefja mála­rekst­ur gegn rík­is­stjórn­inni ef Hvíta húsið myndi ekki, inn­an við næsta mánuð, fram­fylgja úr­sk­urðinum: að gefa tug­um venesú­elskra manna, sem send­ir voru til El Sal­vador á grund­velli stríðslaga frá 18. öld, kost á að kæra brott­vís­un sína.

„Dóm­ur­inn kemst ekki að slík­um niður­stöðum létt­lega eða í flýti; held­ur hef­ur hann veitt verj­and­an­um mikið rými til að rétta úr eða út­skýra sín­ar gjörðir. Eng­in svör hafa verið full­nægj­andi,“ skrif­ar Basberg, en hann er dóm­ar­inn sem reyndi að setja Trump-stjórn­inni stól­inn fyr­ir dyrn­ar þegar upp komst um áformin.

Lög frá 1798

Hinn 14. mars gaf Don­ald Trump út for­seta­til­skip­un þar sem vísað var til laga­setn­ing­ar frá 1798 með það fyr­ir stafni að vísa liðsmönn­um venesú­elska glæpa­geng­is­ins Tren de Aragua (TdA) úr landi. Sagði Trump Venesúela­menn­ina ógna Banda­ríkja­mönn­um.

Laga­grein­in (1798 Alien Enemies Act) kveður á um að þegar Banda­rík­in eru í stríði eða að verj­ast inn­rás megi yf­ir­völd­ hand­sama ​og senda úr landi án málsmeðferðar alla borg­ara „óvinaþjóðar­inn­ar“ sem hafa náð 14 ára ald­ir. Lög­unum hafði aðeins verið beitt þris­var áður í Banda­ríkja­sög­unni, meðal ann­ars í fyrri og seinni heimstyrj­öld­inni.

Hót­un Boasbergs dóm­ara kem­ur aðeins degi eft­ir að Paula Xin­is, al­rík­is­dóm­ari í öðru máli er varðar téðar brott­vís­an­ir, til­kynnti að hún væri að hefja rann­sókn á því hvort Hvíta húsið hefði brotið í bága við úr­sk­urð hæsta­rétt­ar Banda­ríkj­anna.

Hún gef­ur Trump-stjórn­inni tvær vik­ur til að veita svör við því hvers vegna hinum 29 ára Kilm­ar Abrego Garcia var rang­lega vísað úr landi.

mbl.is