Er í lagi að „kærastinn“ sé á Tinder?

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 16. apríl 2025

Er í lagi að „kærastinn“ sé á Tinder?

Valdimar Þór Svavarsson ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og Meðvirknipodcastsins.is svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem er búin að vera að hitta mann í heilt ár og komst að því að hann er að spjalla við aðrar skvísur. 

Er í lagi að „kærastinn“ sé á Tinder?

Valdimar Svavarsson ráðgjafi | 16. apríl 2025

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu og um­sjón­ar­maður Ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu og Meðvirknipodcasts­ins.is svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er búin að vera að hitta mann í heilt ár og komst að því að hann er að spjalla við aðrar skvís­ur. 

Valdi­mar Þór Svavars­son ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu og um­sjón­ar­maður Ráðgjafi hjá Fyrsta skref­inu og Meðvirknipodcasts­ins.is svar­ar spurn­ing­um les­enda Smart­lands. Hér fær hann spurn­ingu frá konu sem er búin að vera að hitta mann í heilt ár og komst að því að hann er að spjalla við aðrar skvís­ur. 

Sæll Valdi­mar

Ég kynnt­ist manni á stefnu­móta­for­riti og er búin að vera að hitta hann í tæpt ár. Ég veit til þess að hann hef­ur verið að senda öðrum kon­um skila­boð sem ger­ir mig óör­ugga og hann hef­ur ekki lokað Tind­er-aðgang­in­um sín­um en ég var sjálf búin að því fyr­ir þónokkru síðan. Þess­ar kon­ur eru víst „vin­kon­ur“ hans, hvað sem það merk­ir?

Sam­band okk­ar hef­ur að öðru leyti verið gott og við fundið góðan far­veg að hitt­ast þegar við erum ekki með börn­in okk­ar. Hann hef­ur samt hitt börn­in mín og ég hans. Þess vegna taldi ég að við vær­um nokk­urn veg­inn í föstu sam­bandi en svo frétti ég að hann hefði verið að skrif­ast á við frænku vin­konu minn­ar og jafn­vel að plana að hitta hana.

Á ég að segja beint út við hann að ég viti til þess að hann fari á bak við mig eða á ég að reyna að fá upp úr hon­um hvort hann horfi á þetta „sam­band“ okk­ar sömu aug­um og ég?

Kveðja,
ein óviss

Ert þú að hitta mann sem er ennþá á Tinder …
Ert þú að hitta mann sem er ennþá á Tind­er þótt þið séuð búin að vera sam­an í ár? Elena Hela­de/​Unsplash


Góðan dag­inn og takk fyr­ir að senda þessa fyr­ir­spurn.

Þetta er nokkuð al­gengt viðfangs­efni og svarið er í raun komið hjá þér. Það er alltaf best að spyrja beint út þegar það er mögu­legt og eyða allri óvissu í svona mál­um. Ég mæli með að fá það al­veg á hreint hvaða aug­um hann lít­ur málið og að þið ræðið sam­an hvernig þið sjáið fyr­ir ykk­ur að haga mál­um í fram­hald­inu.

Fyrst og síðast þarft þú sjálf að ákveða hvaða lín­ur þú vilt setja og hvað þú ert sátt við, hvernig sam­band þú vilt eiga, hvaða þarf­ir þú hef­ur og setja skýr mörk hvað það varðar. Þá kem­ur bet­ur í ljós hvort þið eigið sam­leið eða ekki.
Gangi þér allt í hag­inn í þessu.

Kær kveðja,
Valdi­mar Þór Svavars­son. 

Ligg­ur þér eitt­hvað á hjarta? Þú get­ur sent Valdi­mar spurn­ingu HÉR. 

 



mbl.is