Vinnubrögð ráðherra gagnrýnd

Veiðigjöld | 16. apríl 2025

Vinnubrögð ráðherra gagnrýnd

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) gagnrýna vinnubrögð og málatilbúnað Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsdraga um hækkun veiðigjalda. Þar er bæði vikið að formlegum kröfum, sem gera verði til stjórnarfrumvarpa, og efnislegum þáttum og forsendum þess.

Vinnubrögð ráðherra gagnrýnd

Veiðigjöld | 16. apríl 2025

Hanna Katrín Friðriksson er ráðherra atvinnuveganna.
Hanna Katrín Friðriksson er ráðherra atvinnuveganna. mbl.is/María Matthíasdóttir

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) gagn­rýna vinnu­brögð og mála­til­búnað Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra við gerð frum­varps­draga um hækk­un veiðigjalda. Þar er bæði vikið að form­leg­um kröf­um, sem gera verði til stjórn­ar­frum­varpa, og efn­is­leg­um þátt­um og for­send­um þess.

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS) gagn­rýna vinnu­brögð og mála­til­búnað Hönnu Katrín­ar Friðriks­son at­vinnu­vegaráðherra við gerð frum­varps­draga um hækk­un veiðigjalda. Þar er bæði vikið að form­leg­um kröf­um, sem gera verði til stjórn­ar­frum­varpa, og efn­is­leg­um þátt­um og for­send­um þess.

Þetta kem­ur fram í ít­ar­legri 69 síðna um­sögn SFS um frum­varps­drög­in, en henni fylgdu grein­ing­ar og álit frá KPMG, Jak­obs­son Capital og norsku lög­manns­stof­unni Wik­borg Rein, sem SFS segja að hafi verið nauðsyn­legt að láta vinna; ráðherra hafi van­rækt þær skyld­ur.

SFS færa rök fyr­ir því að fyr­ir­ætlan­ir ráðherra gangi í ber­högg við stjórn­ar­skrá, brjóti gegn jafn­ræði og meðal­hófi, og bygg­ist á óraun­hæf­um for­send­um, svo sem verði á upp­boðsmörkuðum sem ekki end­ur­spegli raun­verðmæti afla.

mbl.is