Áfram út um glugga þar sem alvarlegt slys varð

Áfram út um glugga þar sem alvarlegt slys varð

Frá áramótum hafa verið skráð 22 strok af meðferðarheimilinu Blönduhlíð, en það hóf starfsemi á Vogi í byrjun febrúar. Sjö strok eru skráð af Stuðlum á sama tíma og eru strok af meðferðarheimilum fyrir börn og unglinga því orðin 29 talsins á árinu.

Áfram út um glugga þar sem alvarlegt slys varð

Neyðarástand í málefnum barna | 17. apríl 2025

Á þessu ári hafa borist 93 leitarbeiðnir vegna týndra barna, …
Á þessu ári hafa borist 93 leitarbeiðnir vegna týndra barna, miðað við 54 beiðnir á sama tíma í fyrra. Samsett mynd/mbl.is/Karítas/Eggert

Frá ára­mót­um hafa verið skráð 22 strok af meðferðar­heim­il­inu Blöndu­hlíð, en það hóf starf­semi á Vogi í byrj­un fe­brú­ar. Sjö strok eru skráð af Stuðlum á sama tíma og eru strok af meðferðar­heim­il­um fyr­ir börn og ung­linga því orðin 29 tals­ins á ár­inu.

Frá ára­mót­um hafa verið skráð 22 strok af meðferðar­heim­il­inu Blöndu­hlíð, en það hóf starf­semi á Vogi í byrj­un fe­brú­ar. Sjö strok eru skráð af Stuðlum á sama tíma og eru strok af meðferðar­heim­il­um fyr­ir börn og ung­linga því orðin 29 tals­ins á ár­inu.

Barna- og fjöl­skyldu­stofa vill meina að gerðar hafi verið ráðstaf­an­ir til að koma í veg fyr­ir að börn geti farið út um glugga í Blöndu­hlíð og tryggja ör­yggi þeirra, en strok­um af meðferðar­heim­il­inu hef­ur þó ekki fækkað.

Það sem af er ári eru komn­ar 93 leit­ar­beiðnir vegna týndra barna og ung­linga en inni í þeim töl­um eru áður­nefnd strok. Fyrstu fjóra mánuði síðasta árs voru leit­ar­beiðnirn­ar 54 tals­ins, en vert er að hafa í huga að aðeins eru þrír og hálf­ur mánuður liðnir af þessu ári. Leit­ar­beiðnum hef­ur nú þegar fjölgað um rúm 70 pró­sent á milli ára, en sú pró­sentutala verður vænt­an­lega orðin hærri í lok mánaðar­ins.

mbl.is