Alheimskreppa ólíkleg þrátt fyrir tollastríð

Alheimskreppa ólíkleg þrátt fyrir tollastríð

Heimshagkerfið mun að öllum líkindum standa af sér tollastríð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta. Alheimskreppa er því ólíkleg að mati Kristalinu Georgievu, framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).

Alheimskreppa ólíkleg þrátt fyrir tollastríð

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 17. apríl 2025

Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur alheimskreppu ekki vera inni í …
Kristalina Georgieva, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, telur alheimskreppu ekki vera inni í myndinni. AFP

Heims­hag­kerfið mun að öll­um lík­ind­um standa af sér tolla­stríð Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta. Al­heimskreppa er því ólík­leg að mati Krist­al­inu Georgievu, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS).

Heims­hag­kerfið mun að öll­um lík­ind­um standa af sér tolla­stríð Don­alds Trumps Banda­ríkja­for­seta. Al­heimskreppa er því ólík­leg að mati Krist­al­inu Georgievu, fram­kvæmda­stjóra Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins (AGS).

Toll­arn­ir sem Trump hef­ur boðað hafa valdið mikl­um óstöðug­leika á mörkuðum en Georgieva hef­ur tjáð blaðamönn­um vest­an­hafs að AGS geri nú ráð fyr­ir að stöðnun verði í heims­hag­kerf­inu en kreppa sé þó ekki í mynd­inni.

Georgieva seg­ir að nú sé mik­il­væg­ari en nokkru sinni fyrr að þjóðir heims­ins taki á þeim vanda­mál­um sem þau glíma við. Banda­ríkja­menn þurfi til að mynda að koma í veg fyr­ir frek­ari skulda­söfn­un rík­is­ins og Evr­ópu­sam­bandið þurfi að auka sam­keppn­is­hæfni sína með því að efla innri markaðinn. 

Eina leiðin til þess að koma í veg fyr­ir stöðnun heims­hag­kerf­is­ins er að setja stefn­una á það að lækka tolla og ryðja öðrum hindr­un­um á viðskipt­um milli ríkja í burtu að mati Georgievu.

mbl.is