Lýsa efa um forsendur frumvarps

Veiðigjöld | 17. apríl 2025

Lýsa efa um forsendur frumvarps

Norska lögfræðistofan Wikborg-Rein bendir í greiningu sinni, sem unnin var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, á fjölmarga galla sem stofan telur vera á frumvarpi stjórnvalda um hækkun veiðigjalda með tilliti til álagningar á uppsjávartegundir. Meðal annars er vísað til þess að meðalverð á uppboðsmarkaði fyrir norsk-íslenska síld, makríl og kolmunna sé einmitt meðalverð og geti því ekki endurspeglað raunverulegt verðmæti afla sem skip landar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skráningarkerfum í Noregi sem dragi úr áreiðanleika gagna.

Lýsa efa um forsendur frumvarps

Veiðigjöld | 17. apríl 2025

Lagt er til að skattleggja uppsjávarveiðar á grundvelli verðs í …
Lagt er til að skattleggja uppsjávarveiðar á grundvelli verðs í Noregi. Það gefur ekki endilega rétta mynd. mbl.is/Sigurður Bogi

Norska lög­fræðistof­an Wik­borg-Rein bend­ir í grein­ingu sinni, sem unn­in var fyr­ir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, á fjöl­marga galla sem stof­an tel­ur vera á frum­varpi stjórn­valda um hækk­un veiðigjalda með til­liti til álagn­ing­ar á upp­sjáv­ar­teg­und­ir. Meðal ann­ars er vísað til þess að meðal­verð á upp­boðsmarkaði fyr­ir norsk-ís­lenska síld, mak­ríl og kol­munna sé ein­mitt meðal­verð og geti því ekki end­ur­speglað raun­veru­legt verðmæti afla sem skip land­ar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skrán­ing­ar­kerf­um í Nor­egi sem dragi úr áreiðan­leika gagna.

Norska lög­fræðistof­an Wik­borg-Rein bend­ir í grein­ingu sinni, sem unn­in var fyr­ir Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi, á fjöl­marga galla sem stof­an tel­ur vera á frum­varpi stjórn­valda um hækk­un veiðigjalda með til­liti til álagn­ing­ar á upp­sjáv­ar­teg­und­ir. Meðal ann­ars er vísað til þess að meðal­verð á upp­boðsmarkaði fyr­ir norsk-ís­lenska síld, mak­ríl og kol­munna sé ein­mitt meðal­verð og geti því ekki end­ur­speglað raun­veru­legt verðmæti afla sem skip land­ar hverju sinni. Auk þess er bent á ágalla í skrán­ing­ar­kerf­um í Nor­egi sem dragi úr áreiðan­leika gagna.

Í frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar um veiðigjöld er lagt til að veiðigjald á norsk-ís­lenska síld, kol­munna og mak­ríl taki mið af upp­boðsverði á mörkuðum í Nor­egi. Sam­kvæmt grein­ar­gerð frum­varps­ins hefði það í för með sér, miðað við álagn­ingu síðasta árs, að veiðigjald á mak­ríl yrði 1.705% hærra, 174% hærra á norsk-ís­lenska síld, en 9,5% lægra á kol­munna.

mbl.is