Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu segist handviss um að hægt sé að komast að samkomulagi við Bandaríkin um tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á vörur innfluttar frá Evrópusambandinu (ESB).
Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu segist handviss um að hægt sé að komast að samkomulagi við Bandaríkin um tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á vörur innfluttar frá Evrópusambandinu (ESB).
Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu segist handviss um að hægt sé að komast að samkomulagi við Bandaríkin um tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á vörur innfluttar frá Evrópusambandinu (ESB).
Meloni tjáði blaðamönnum þetta vestanhafs í dag áður en hún gekk til fundar við Trump. Trump sagði sjálfur að hann væri til í að semja við ESB, það samkomulag þurfi hins vegar að vera sanngjarnt.
Meloni hefur áður sagt að hún telji fyrirhugaða tolla óréttláta, hún er fyrsti leiðtogi ESB-ríkis til þess að ganga til fundar við Trump frá því að hann tilkynnti að hann hygðist leggja hærri tolla á ríki sambandsins.
„Ég trúi á samvinnu milli Ítalíu og Bandaríkjanna. Ég væri ekki hér ef ég tryði ekki á það að Bandaríkjamenn séu traustir bandamenn okkar,“ sagði Meloni áður en hún gekk til fundar við Trump.
Forsætisráðherrann ítalski er talin eiga í góðu sambandi við Trump og ráðamenn víða um heim eru vongóðir um að afrakstur fundarins leiði til góðrar niðurstöðu en Meloni hefur sagt að hún sé eini leiðtogi Evrópu sem getur leyst deiluna.