Sannfærð um að hægt sé að semja um tolla

Sannfærð um að hægt sé að semja um tolla

Giorgia Meloni forsætisráðherra Ítalíu segist handviss um að hægt sé að komast að samkomulagi við Bandaríkin um tolla sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hyggst leggja á vörur innfluttar frá Evrópusambandinu (ESB).

Sannfærð um að hægt sé að semja um tolla

Donald Trump Bandaríkjaforseti | 17. apríl 2025

Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og Donald Trump Bandaríkjaforseta eiga hér …
Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu og Donald Trump Bandaríkjaforseta eiga hér fund saman. AFP

Gi­orgia Meloni for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu seg­ist hand­viss um að hægt sé að kom­ast að sam­komu­lagi við Banda­rík­in um tolla sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hyggst leggja á vör­ur inn­flutt­ar frá Evr­ópu­sam­band­inu (ESB).

Gi­orgia Meloni for­sæt­is­ráðherra Ítal­íu seg­ist hand­viss um að hægt sé að kom­ast að sam­komu­lagi við Banda­rík­in um tolla sem Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hyggst leggja á vör­ur inn­flutt­ar frá Evr­ópu­sam­band­inu (ESB).

Meloni tjáði blaðamönn­um þetta vest­an­hafs í dag áður en hún gekk til fund­ar við Trump. Trump sagði sjálf­ur að hann væri til í að semja við ESB, það sam­komu­lag þurfi hins veg­ar að vera sann­gjarnt.

Trú­ir á sam­vinnu

Meloni hef­ur áður sagt að hún telji fyr­ir­hugaða tolla órétt­láta, hún er fyrsti leiðtogi ESB-rík­is til þess að ganga til fund­ar við Trump frá því að hann til­kynnti að hann hygðist leggja hærri tolla á ríki sam­bands­ins.

„Ég trúi á sam­vinnu milli Ítal­íu og Banda­ríkj­anna. Ég væri ekki hér ef ég tryði ekki á það að Banda­ríkja­menn séu traust­ir banda­menn okk­ar,“ sagði Meloni áður en hún gekk til fund­ar við Trump.

For­sæt­is­ráðherr­ann ít­alski er tal­in eiga í góðu sam­bandi við Trump og ráðamenn víða um heim eru vongóðir um að afrakst­ur fund­ar­ins leiði til góðrar niður­stöðu en Meloni hef­ur sagt að hún sé eini leiðtogi Evr­ópu sem get­ur leyst deil­una.

mbl.is