Veiðigjöld sögð ávísun á samþjöppun

Veiðigjöld | 18. apríl 2025

Veiðigjöld sögð ávísun á samþjöppun

Ótvírætt er að veiðigjöld – og því einnig hækkun þeirra – leiði til samþjöppunar aflaheimilda í íslenskum sjávarútvegi og gæti til lengri tíma rýrt skattstofna ríkissjóðs. Það var að minnsta kosti mat höfunda skýrslu stefnumótunarverkefnisins Auðlindarinnar okkar.

Veiðigjöld sögð ávísun á samþjöppun

Veiðigjöld | 18. apríl 2025

Álagning veiðigjalda er sögð leiða til þess að útgerðum fækki …
Álagning veiðigjalda er sögð leiða til þess að útgerðum fækki og samþjöppun verði í eignarhaldi aflaheimilda. mbl.is/Árni Sæberg

Ótví­rætt er að veiðigjöld – og því einnig hækk­un þeirra – leiði til samþjöpp­un­ar afla­heim­ilda í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og gæti til lengri tíma rýrt skatt­stofna rík­is­sjóðs. Það var að minnsta kosti mat höf­unda skýrslu stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins Auðlind­ar­inn­ar okk­ar.

Ótví­rætt er að veiðigjöld – og því einnig hækk­un þeirra – leiði til samþjöpp­un­ar afla­heim­ilda í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi og gæti til lengri tíma rýrt skatt­stofna rík­is­sjóðs. Það var að minnsta kosti mat höf­unda skýrslu stefnu­mót­un­ar­verk­efn­is­ins Auðlind­ar­inn­ar okk­ar.

Í skýrslu verk­efn­is­ins, Auðlind­in okk­ar – sjálf­bær sjáv­ar­út­veg­ur, sem birt var í ág­úst 2023 seg­ir: „Álagn­ing veiðigjalda ætti að öðru óbreyttu að leiða til auk­inn­ar hagræðing­ar, þar sem þau fyr­ir­tæki sem ekki geta staðið und­ir gjald­inu hverfa úr grein­inni annaðhvort með því að leggja niður starf­semi eða með því að sam­ein­ast öðrum fyr­ir­tækj­um.“

mbl.is