Miklar breytingar óráð í óvissuástandi

Veiðigjöld | 19. apríl 2025

Miklar breytingar óráð í óvissuástandi

Hugmyndir stjórnvalda um breytingar á veiðigjöldum þarf að skoða betur og mjög óheppilegt að ætla að hækka álögur á greinina í því mikla óvissuástandi sem tollastefna Trumps hefur skapað.

Miklar breytingar óráð í óvissuástandi

Veiðigjöld | 19. apríl 2025

Tinna Gilbertsdóttir bendir m.a. á að það sé undarlegt að …
Tinna Gilbertsdóttir bendir m.a. á að það sé undarlegt að ætla að leggja til grundvallar, við útreikning á veiðigjöldum, verð uppsjávartegunda á Noregsmarkaði enda íslenska og norska varan alls ekki ekki samanburðarhæfar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hug­mynd­ir stjórn­valda um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um þarf að skoða bet­ur og mjög óheppi­legt að ætla að hækka álög­ur á grein­ina í því mikla óvissu­ástandi sem tolla­stefna Trumps hef­ur skapað.

Hug­mynd­ir stjórn­valda um breyt­ing­ar á veiðigjöld­um þarf að skoða bet­ur og mjög óheppi­legt að ætla að hækka álög­ur á grein­ina í því mikla óvissu­ástandi sem tolla­stefna Trumps hef­ur skapað.

„Ég vil biðla til allra sem hafa hags­muna að gæta að eiga gott sam­tal um þetta mál og hafa all­ar staðreynd­ir á hreinu áður en svona risa­stór ákvörðun er tek­in.“

Þetta seg­ir Tinna Gil­berts­dótt­ir, formaður Kvenna í sjáv­ar­út­vegi, þegar hún er spurð hvernig henni lít­ist á hug­mynd­ir nýrr­ar rík­is­stjórn­ar um breyt­ing­ar á auðlinda­gjaldi sjáv­ar­út­vegs­ins.

Tinna, sem þekk­ir mjög vel til í grein­inni, bend­ir á að sú út­færsla sem rík­is­stjórn­in hef­ur lagt til geti falið í sér að upp­hæð veiðigjald­anna allt að tvö­fald­ist frá því sem nú er og geti þessi viðbót­ar­skatt­lagn­ing bæði valdið því að sum ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hrein­lega leggi upp laup­ana, og einnig að vinnsla á fiski fær­ist í aukn­um mæli úr landi.

mbl.is