Biskup Íslands minnist Frans páfa

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Biskup Íslands minnist Frans páfa

Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, minnist Frans páfa með þakklæti.

Biskup Íslands minnist Frans páfa

Andlát Frans páfa | 21. apríl 2025

Guðrún Karls Helgudóttir minnist Frans páfa.
Guðrún Karls Helgudóttir minnist Frans páfa. Samsett mynd/AFP/mbl.is/Karítas

Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Íslands, minn­ist Frans páfa með þakk­læti.

Guðrún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Íslands, minn­ist Frans páfa með þakk­læti.

„Með sorg og þakk­læti í hjarta minn­ist ég Frans páfa á öðrum degi páska og syrgi með okk­ar kaþólsku systkin­um á Íslandi og um heim all­an,“ seg­ir Guðrún á Face­book.

Seg­ir hún Frans hafa verið ein­læg­an og sann­an leiðtoga sem sá heim­inn með aug­um „okk­ar minnstu systkina“.

Hann hafi verið leiðtogi ein­ing­ar, sam­tals og þjón­ustu.

Lagði sitt af mörk­um í sam­tali lút­ersku og kaþólsku kirkj­unn­ar

Minn­ist Guðrún sér­stak­lega hve mikið hann lagði af mörk­um í sam­tali lút­ersku og kaþólsku kirkj­unn­ar. Það hafi krist­all­ast í fund­um kirkju­leiðtog­anna í Svíþjóð á 500 ára af­mæli siðbót­ar­inn­ar.

Það hafi leitt af sér sam­starf um hjálp­ar­starf og þró­un­araðstoð.

„Hann lyfti, með sýni­leg­um hætti, upp þeim sem minnst mega sín í sam­fé­lagi fólks, lét sig varða sköp­un­ina alla og ham­fara­hlýn­un með áþreif­an­leg­um hætti. Megi minn­ing þessa ein­staka páfa lifa og arf­leifð hans hafa áhrif um ókomna tíð,“ seg­ir Guðrún.

Endaði hún færslu sína með bæn:

Guð, í dag minn­umst við Frans páfa með þakk­læti. Við þökk­um um­hyggju hans fyr­ir fólki, sköp­un­inni og öllu lífi. Við biðjum fyr­ir kaþólsk­um systkin­um okk­ar um all­an heim sem nú syrgja leiðtoga sinn.

Lát þitt ei­lífa ljós lýsa hon­um.

Amen.

mbl.is