Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, minnist Frans páfa með þakklæti.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, minnist Frans páfa með þakklæti.
Guðrún Karls Helgudóttir, biskup Íslands, minnist Frans páfa með þakklæti.
„Með sorg og þakklæti í hjarta minnist ég Frans páfa á öðrum degi páska og syrgi með okkar kaþólsku systkinum á Íslandi og um heim allan,“ segir Guðrún á Facebook.
Segir hún Frans hafa verið einlægan og sannan leiðtoga sem sá heiminn með augum „okkar minnstu systkina“.
Hann hafi verið leiðtogi einingar, samtals og þjónustu.
Minnist Guðrún sérstaklega hve mikið hann lagði af mörkum í samtali lútersku og kaþólsku kirkjunnar. Það hafi kristallast í fundum kirkjuleiðtoganna í Svíþjóð á 500 ára afmæli siðbótarinnar.
Það hafi leitt af sér samstarf um hjálparstarf og þróunaraðstoð.
„Hann lyfti, með sýnilegum hætti, upp þeim sem minnst mega sín í samfélagi fólks, lét sig varða sköpunina alla og hamfarahlýnun með áþreifanlegum hætti. Megi minning þessa einstaka páfa lifa og arfleifð hans hafa áhrif um ókomna tíð,“ segir Guðrún.
Endaði hún færslu sína með bæn:
Guð, í dag minnumst við Frans páfa með þakklæti. Við þökkum umhyggju hans fyrir fólki, sköpuninni og öllu lífi. Við biðjum fyrir kaþólskum systkinum okkar um allan heim sem nú syrgja leiðtoga sinn.
Lát þitt eilífa ljós lýsa honum.
Amen.